Hlynur - 15.12.1962, Blaðsíða 30
mönnum þjóðarinnar. Ég álít að
Pétur Þorsteinsson eigi fyrir þetta
miklar þakkir skilið, bæði frá mér
persónulega, svo og samvinnuhreyf-
ingunni x heild, og hygg ég fáir
munu eftir leika. En úr því ég er
að tala um kaupfélagsstjóra vil ég
nota tækifærið til þess að þakka
þeim mörgu þeirrar stéttar, sem hér
eru staddir, fyrir skemmtilega sam-
vinnu og frábærar móttökur á und-
anförnum árum.
Á þessu ári varð Starfsmannafélag
SÍS 25 ára gamalt, en afmælisdag-
urinn var 10. maí síðastliðinn. Verð-
ur að telja félag þetta ákafiega hóg-
vært afmæilsbarn, þar sem ekki
heyrðist frá því hósti né stuna kring-
um afmælið, og minnir að því leyti
á kvenfólkið, sem flíkar slíkum af-
mælum ógjarnan. Nú vill svo vel til
að Hlynur minntist þessara tíma-
móta í júníhefti sínu með ágætri
grein eftir Kjartan P. Kjartansson,
sem ég leyfi mér að vísa þeim til,
sem söguáhuga hafa, sér til upp-
byggingar, en losna þannig sjálfur
við langan lestur. Læt ég nægja að
óska félaginu til hamingju við tíma-
mótin.
Að mínu viti er einn bezti þáttur-
inn í menningarstarfi margnefnds
Starfsmannafélags, starfsemi svo-
nefndrar Skálanefndar, og þær ferð-
ir, sem efnt er til á hæfilegum fresti
upp í Skammadal. Því miður var það
ekki fyrr en á síðastliðnum vetri, að
ég kynntist ferðum þessum af eign
raun, og verð ég að segja, að mér
leist reglulega vel á þær. Að vísu
reyna þær nokkuð á þrek manna og
kvenna, þar sem upphitun í skálan-
um er oft af skornum skammti, en
húsið gisið og gólfkuldi mikill. Verð-
ur því oft að bregða á það ráð að
hafa um hönd ýmiss þau meðul, sem
mönnum mega til hitunar verða inn-
vortis. Þá er gjarnan sungið til að
ná úr sér munnherkjunum og dans-
að, að liðka stirnaða limu og veita
blóði í helkalda líkama. Einhverjar
sögur ganga víst um það, að oft hafi
kuldi hert svo að fólki þar í skálan-
um, að það hafi t. d. setið þéttar
saman, en það gerir yfirleitt á hita-
veiutsvæðinu, en í því sambandi vil
ég benda á, þótt þetta geti að ein-
hverju leyti staðist, að ástæðan er
fyrst og fremst þau miklu þrengsli,
sem skapast af hinni oft á tíðum
öru aðsókn til skálans og þeirrar
löngunar fólks að vilja dvelja þar
næturlangt.
Oft hafa heyrzt raddir um ranga
staðsetningu skálans og hefur sitt
sýnzt hverjum. Sumir viljað hafa
hann nær bænum, aðrir sem lengst
í burtu og enn aðrir jafnvel upp í
Kjós. Mér finnst afturámóti stað-
setning skálans vera frábær. Til
dæmis hitaveitustokkurinn, sem
gengið er eftir til skálans. Hann er
að mínu áliti bezti dyravörður á ís-
landi og ívilnar engum vegna kunn-
ingsskapar. Kemur það til af því, að
þeir, afskrifast sjálfkrafa og komast
ekki upp eftir, sem einhverra hluta
vegna fá ekki haldið því jafnvægi,
sem breidd hans útheimtir. Eru
margar frásagnir um karlmennsku
manna, sem af vissum orsökum
hafa oltið útaf stokki þessum um
koldimmar veturnætur í hörkugaddi
og norðanstórhríðum, blundað í
skafli, en vaknað hressir og endur-
nærðir og kraflað sig upp á stokk-
inn aftur. þá fullfærir til inngöngu
í skálann og þeirra leikja, sem þar
eru iðkaðir.
Varla hafði skálinn verið byggður
og tekinn í notkun en upp komu
raddir innan Starfsmannafélagsins
að selja hann. Hefur svo jafna verið
síðan, en ætíð farizt fyrir. Nú upp
á síðkstið hafa raddir þessar aftur
gerzt háværar, en þær, guði sé lof,
verið þaggaðar rækilega niður, og
hafa gengið fram í þvx máli skjald-
meyjar skálans af mikilli prýði. Er
30 HLYNUR