Hlynur - 15.01.1974, Side 7
síðustu 20 ára hefur dregið 11
miljónir erlendra verkamanna
með fjölskyldum inn í helztu
iðnaðarlönd álfunnar. Þar
safnast þeir saman í ömurleg-
um fátækrahverfum, sem m. a.
hafa þegar skapað alvarleg kyn-
þáttavandamál. Þá eru hefð-
bundnir iðnaðarmenn að hverfa
úr sögunni og verða meðlimir
miðstéttanna, og í háskólunum
er allt að springa utan af fjölda-
aðstreymi stúdenta.
Við olíuskortinn undanfarið
hefur líka ýmislegt fróðlegt
komið á dagana. Þar sem
sunnudagaakstur hefur verið
bannaður einkabílum, en leigu-
bílar eru enn leyfðir, ber öku-
mönnum þeirra saman um, að
viðskiptin hafi minnkað, en ekki
aukizt. Þess í stað úir og grúir af
fótgangandi vegfarendum, og t.
d. í Þýzkalandi nota börnin
tækifærið til að gera auð
strætin að leikvöllum, meðan
feður þeirra endurvekja sem
óðast hinn gamla góða sið að
fara í sunnudagagöngur. Jafn-
vel ítalir, sem ekki eru allir lög-
hlýðnir um of, virðast i þetta
skipti hlýða og njóta dýrðar
Rómar og Mílanó án hjálpar
Fíatanna sinna.
Nýjabrumið af þessu ástandi
gæti þó verið horfið áður en
veturinn er liðinn, en samt er
ekki ástæða til að örvænta og
telja 1973 hafa verið glæsilegt
lokaár velmegunartimabils. Svo
svart er ástandið ekki orðið, þó
að á ýmsum sviðum horfi nú
þunglegar en fyrr. Þannig hef-
ur orkuskorturinn haft þær af-
leiðingar, að nú er talið, að hinn
HLYNUR 7