Hlynur - 15.01.1974, Síða 13
Karvcl Ögmundsson stjórnarmaður Samvinnutrygginga, Andvöku og Endurtrygg-
ingajélags Samvinnutrygginga varð sjötugur hinn 30. september. Hann hefur átt
sæti í stjórn tryggingafélaganna frá upphafi, og er annar tveggja, sem það hafa
gert, en hinn er Jakob Frímannsson fyrrv. kfstj. á Akureyri. I tilefni afmælisins
var honum afhent málverk að gjöf frá tryggingafélögunum, og er myndin tekin,
þegar Erlendur Einarsson stjómarformaður þeirra (t. v.) afhenti honum það.
Úr
ýmsum
áttum
—----------------*
ASalfundur Starfsmannafélags
Sambandsins í Reykjavík
Starfsmannafélag Sambandsins í
^eykjavík hélt aðalfund sinn í
Hamragörðum 7. jan. s. 1. í skýrslu
fráfarandi formanns, Reynis Ingi-
bjartssonar, kom fram, að starf
félagsins var mjög blómlegt s. 1.
starfsár, m. a. hélt það barna-
skemmtun, árshátíð, vorgleði og
vetrarfagnað, og auk þess var far-
ih árleg landgræðsluferð vestur á
Mýrar. Meginviðfangsefni félagsins
á árinu var þó bygging tíu orlofs-
húsa þess við Hreðavatn, og er hún
nú það langt á veg komin, að þau
verða tekin í notkun næsta vor.
Einnig gekkst félagið fyrir tveim-
nr leikhúsferðum á árinu, stóð fyr-
ir ráðstefnu um fræðslu- og skipu-
lagsmál Sambandsins og starfs-
manna þess og auk þess eru barna-
heimilamál mjög á dagskrá hjá
félaginu. Var kosinn á fundinum
fimm manna starfshópur, sem
vinna skal að því að koma á fót
barnaheimili fyrir samvinnustarfs-
menn í Reykjavík. Þá voru auk þess
gerðar talsverðar breytingar á lög-
um félagsins á fundinum og m. a.
ákveðið að nafn þess verði hér eftir
skammstafað SPS í stað SP/SÍS.
í stjórn félagsins næsta starfsár
voru kjörin þau Sigurður Jónsson,
Skipulagsdeild, formaður, Erna
Egilsdóttir, Fræðsludeild, Jónas
Jónsson, Sjávarafurðadeild, Rósa
Krist j ánsdóttir, Samvinnubankan-
um, og Sigfús Gunnarsson, Osta-
og smjörsölunni sf. í varastjórn
voru kosin Ágúst Már Grétarsson,
Dráttarvélum hf., og Guðrún Hall-
grímsdóttir, Afurðasölu. Endurskoð-
endur eru Geir Geirsson, Endur-
skoðun, og Jón Skúlason, Endur-
skoðun, og til vara Óskar Jónatans-
son, Bókhaldi. í orlofshúsanefnd
voru kosnir Geir Magnússon, Fjár-
máladeild, Guðmundur R. Óskars-
son, Endurskoðun, Júlíus Kr.
Valdimarsson, Vinnumálasambandi,
Reynir Ingibjartsson LÍS, og Sig-
urður Jónsson, Skipulagsdeild. í’ull-
trúi í stjórn Lífeyrissjóðs Sam-
bandsins var kosinn Geir Magnús-
son, Fjármáladeild.
LÍS í stað SFS
Sú breyting verður frá og með
þessu tölublaði, að Landssamband
ísl. samvinnustarfsmanna tekur við
aðild Starfsmannafélags Sambands-
ins í Reykjavík að útgáfu HLYNS.
Auk þess eru útgefendur blaðsins
Sambands ísl. samvinnufélaga og
Félag kaupfélagsstjóra.
HLYNUR 13