Hlynur - 15.12.1984, Page 4
Færandi varninginn heim
Nú eru jólin rétt ókomin. Satt að segja er eitt aðaleinkenni þeirra að
allar búðir fyllast af vörum. Nú er að vísu af sú tíð að eplalyktin sé
helsti boðberi jólanna og vera má, að úrvalið í verslunum sé ekki
öllu meira í desember en endranær. En samt kaupir fólkið mest þá.
Menn leggja hugann í bleyti til að finna út bestu jólagjöfina og
börnin horfa stórum augum á allan fyrirganginn og spenningurinn
verður óbærilegur.
Bogi í símanum.
4
En hvernig komaallarþessarvörur
og hver eru handtökin við þær áður
en þær koma í búðirnar? Mest
kemur sjóleiðis og áhafnir fragt-
skipanna sjá um þann þáttinn. Eftir
að varan kemur frá borði eru það
hafnarverkamennirnir sem fyrst
annast hana og koma í hendur
þeirra sem flytja vöruna áfram til
okkar, neytendanna.
I vor bættist nýtt skip í flotann
þegar Sambandið keypti nýjasta
Dísarfellið. Það hefur heimahöfn í
Þorlákshöfn en eins og kunnugt er,
þá eru Sambandsskipin skráð víða
um land. Með því finna menn e. t.
v. betur að samvinnuhreyfingin
stendur allstaðar föstum fótum.
Þegar Dísarfellið var í höfn nú
fyrir skömmu fannst okkur tilvalið
að skreppa niður á Holtabakka,
líta skipið augum og vita um leið
hvað fram fer þar sem Sambands-
skipin leggja að landi.
Skipið var á sínum stað. Blaða-
maður dró djúpt andann og arkaði
upp landganginn og kom um borð
allnokkrar mannhæðir frá hafnar-
bakkanum. Síðan var enn langur
gangur upp í brúna en svo sem við
mátti búast fundum við þar skip-
stjórann Jörund Kristinsson sem tók
okkur mjög Ijúfmannlega.
Jörundur er vanur á sjó, fór fyrst á
togara árið 1940, þá barnungur en
svo varð hann messi á Esjunni
1943. NokkurárvarhannáSúðinni
sem allir miðaldra og eldri kannast
við. Til skipadeildar Sambandsins
kom Jörundur 1950 og var m. a.
skipstjóri á báðum fyrri Dísarfellun-
um, einnig á Arnarfellinu og
HLYNUR