Hlynur - 15.12.1984, Qupperneq 27

Hlynur - 15.12.1984, Qupperneq 27
Samstarfið heldur áfram Á fundi KPA ráðsins sem haldið var á ísafirði í sumar lét Pétur Kristjónsson af formennsku þess en formennsku gegnir fulltrúi hvers lands tvö ár í senn. Pétur þarf ekki ’að kynna hvorki hér heima né þeim samvinnustarfsmönnum á hinum Norðurlöndunum sem afskipti hafa af starfinu þar, svo mikið hefur starf hans verið. Fyrir nokkru barst okkur í hendur ritið KPA-nytt sem gefið er út í Svíaríki. Þar er eftirfar- andi viðtal við Pétur sem okkur finnst ástæða til að birta í Hlyn. Hverjar voru áætlanir þínar þeg- ar þú gerðist formaður? Áætlanir mínar voru að nota tækifærið til persónulegs sam- bands við stjórnir sem flestra KPA deilda. Með því gerði ég mér vonir um að styrkja samkenndina og um leið að styðja við bakið á félögun- um og deildum hvers lands. Hefur þaða tekist? Á þessum tveimur árum hef ég heimsótt KPA deildir allra land- anna. Hver heimsókn hefur fyrir mér verið „stökk“ fram á við til aukins norræns samstarfs. Allir starfa hugsjónalega á grunni KPA en tímaskortur er mesta vanda- málið. Við náum ekki að gera eins mikið og við vildum. Það verður alltaf að raða verkefnunum í for- gangsröð. Hvert hefur verið mesta ánægju- efnið? Það skemmtilegasta í starfi mínu var formannaráðstefnan í Karlstad í vor. Þar komu stjórnar- menn starfsmannafélaga frá öllum löndunum fimm. Allir voru mjög jákvæðir og sammála um að í framtíðinni eigum við að stefna að auknu norrænu samstarfi á vegum starfsmannafélaganna sjálfra. Norðurhéruðin halda ráðstefnu í Gállevare í októberlok. Áhugi fyrir henni hefur verið mikill og við treystum því að hún verði einnig til mikils gagns. Hver hafa verið mestu vonbrigð- in? \ öllu félagsstarfi skiptast á skin og skúrir. Mestu vonbrigði mín voru þau að ekki fékkst styrkur frá Norræna menningarsjóðnum til ráðstefnunnar í Karlstad, þrátt fyrir að hún uppfyllti öll skilyrði til þess. Ég hef á tilfinningunni að þar hafi verið um pólitíska ákvörðun að ræða. Þrátt fyrir þetta var unnt að halda ráðstefnuna, að vísu síðar en áætlað var, en þess meiri var gleðin yfir hvað hún tókst vel. Hvað finnst þér svo mikilvægt við að halda uppi norrænu sam- starfi? Það er einkum tvennt. í fyrsta lagi hafa starfsmenn mikinn áhuga á samstarfi við félaga sína á hinum norðurlöndunum. í öðru lagi er það til mikils gagns fyrir samvinnu- hreyfinguna þegar starfsmenn hennar hittast til að skiptast á reynslu og nema hver af öðrum. Þannig sköpum við þá samkennd og vináttu sem allir ræða um. Hvernig áiýtur þú að norrænt samstarf eigi að þróast í framtíð- inni? Þettaerstórspurning. í Karlstad vorum við sammála um, að sam- starfið yrði beint á vegum starfs- mannafélaganna. Félögin verða sjálf að ákveða hvort það verður á íþróttasviði, menningarleg tengsl eða með námsferðum. Hlutverk aðalstjórnar í hverju landi verður að koma á sambandi milli félag- anna. Ég held einnig að við verðum að halda áfram með vináttuvikurn- ar. Hvertland fyrirsig verðursíðan að ákveða formið á þeim. Hvaða ráð vilt þú gefa félögun- um? Við verðum að halda starfinu áfram. Til þess þarf mun betra samstarf við samvinnuhreyfinguna í hverju landi fyrir sig. Það verður einhver að geta sinnt þessu í fullu starfi. Þegar KPA verður fertugt árið 1987 væri við hæfi að leita til stjórnenda samvinnuhreyfingar- innar i hverju landi og fara fram á að starfsmaður í fullu starfi yrði afmælisgjöfin. Ef launakostnaði yrði skipt á fimm lönd væri það ekki mikill kostnaður fyrir hvert. í tíma- frekum og krefjandi störfum nútím- ans er þetta nauðsynlegt. Enginn getur sinnt þessu starfi samhliða fullri annari vinnu. Þetta er ráð mitt fyrir framtíðina. Pétur Kristjónsson, hér staddur á fundi i Álaborg. HLYMUR 27

x

Hlynur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.