Hlynur - 15.12.1984, Page 29
og hellið því útí sósunaöllu saman,
aftur á móti ef þið notið dósasvepp-
ina, þá notið soðið útí.
London-lambið er soðið eins og
hangikjötið nema það er nóg að
sjóða það í klukkutíma í potti á
eldavél, svo er náttúrulega hægt
að sjóða það í ofnpotti í ofninum.
Þetta léttreykta kjöt bæði svín
og lamb er nauðsynlegt að gljá í
ofni með púðursykri. Það er mjög
gott að hræra púðursykrinum sam-
an við tómatsósu og smávegis
cocnag og setja vel yfir kjötið á
ofngrind eftir að búið er að sjóða
það. Æskilegur hiti á ofninum er
200 gráður yfirhiti í 15 mínútur,
það ætti að nægja til að gljá kjötið
vel.
Nautalundir er annað hvort að
taka í pönnusteikur eða heilsteikja
í ofni, það verður hver að gera með
sínu höðfi.
Eftirréttir eru margs konar, en
við skulum taka is fyrir og góðar
sósur með honum. Við notum fyrst
og fremst venjulegan vaniluís og
vaniluskafís. Við getum haft hvort
sem er ísinn í sneiðum og líka
kúlaðan. Hér eru nokkrar sósur
sem eru góðar með og ávextina
veljið þið bara eftir smekk.
Súkkulaðisósa: Þið bræðið
suðusúkkulaði í skál í potti með
sjóðandi vatni. Þegar súkkulaðið
er bráðið, látið þá dask af rjóma útí
og hrærið samanvið.
Chanbilly cream: Þeyttur rjómi
bragðbættur með vanilludufti.
Chanbilly cream með ávöxtum -
maukið ávextina saman við kremið
t. d. jarðarber, ferskjur eða ananas.
Jæja, ég læt þetta nægja að
sinni og ég óska ykkur gleðilegra
jóla og gleðilegs árs, þakka liðið. -
Bless Haukur.
Þríhjólað í Þóristungum
Formaður Hússtjórnar Hamragarða er Grétar Hansson. Hann vinnur hjá Samvinnutryggingum og er
hinn mesti þúsundþjalasmiður og leggur gjörva hönd á margt. í haust bauð hann hússtjórn og mökum
hennar í fjallakofa sinn. Sá er í Þóristungum, innan við Sigöldu og á húsinu stendur Laufásvegur 15.
Það stóð nefnilega þar á sínum tíma og hýsti m. a. níu manna fjölskyldu. í ferðina var farið á rútu
Grétars sem er innréttuð mjög haganiega með borðum, sætum sem gæla við endann (ég vil ekki segja
að hann sé neitt óæðri) og eldhúsi. Með í för voru líka tvö þríhjól til torfæruaksturs. Grétar kunni öll
tök á þeim og Sverrir frá Olíufélaginu var fljótur að læra enda gamall ökumaður. Aðrir gerðu sitt besta
og mátti segja að menn gengju þarna í endurnýjun lífdaga og mátti ekki á milli sjá hver væri yngstur í
anda. Á myndinni eru þeir Grétar Hansson og Sverrir Tryggvason að leggja upp í eina ferðina. í baksýn
er fjallakofinn og rútan góða.
HLYM.UR
29