Hlynur - 15.12.1984, Page 41
íþróttaklúbbnum sáu um barna-
gæsluna, og eru öllum sem þátt
tóku f henni færðar innilegar þakkir
fyrir frábært starf. Jólaballið fyrir
börnin var á sínum stað á milli jóla
og nýárs. Félagsborg fylltist af
börnum og fullorðnum í hátíða-
skapi sem dönsuðu kringum jóla-
tréð og fylgdust með jólasveininum
og Grýlu gömlu sprella svolítið.
Jólasveinarnir stóðu við útidyrnar
þegar allir fóru og færðu krökkun-
um gott í poka.
Dansinn dunaði í Félagsborg á
nýársnótt við undirleik Pálma Stef-
ánssonar og co. Skemmti fólk sér
hið besta og að sjálfsögðu voru
allir í nýársskapi.
Bridgenámskeið var haldið í
janúar. Þar kenndi hinn kunni
bridgekennari Magnús Aðalbjörns-
son leyndardóma spilsins. Nú er
eins gott fyrir aðra spilara að fara
að passa sig, því eftir þetta nám-
skeið eigum við ýmsa snjalla spila-
menn sem eru til í allt við spilaborð-
ið.
Spiluð var félagsvist í janúar. Þá
var mikið lamið í borðin og gosar,
kóngur og drottningar féllu um-
vörpum. Er búið var að spila var
stiginn dans og afhent glæsileg
verðlaun til sigurvegara í vistinni.
Árshátíðirnar voru haldnar í fe-
brúar og sóttu þær á sjötta hundrað
manns. Mikil aðsókn hefur verið að
árshátíðum undanfarin ár og fer
vaxandi. Hefur legið við að þær
sprengdu húsnæðið utan af sér.
Samvinnuferðir kynntu sumar-
ferðir sínar í mars, skemmtiatriði
voru og ball á eftir.
Um mánaðarmótin mars-apríl
var sýndur kabarett sem leikklúbb-
urinn og starfsmannakórinn stóðu
að. Hann var sýndur fyrir troðfullu
húsi og þótti takast mjög vel. Eftir
sýningu var svo dansað af miklu
fjöri. Þann 26. maí var kabarettinn
síðan endurtekinn og kom hann í
staðinn fyrir sumarfagnaðinn. Var
hann með aðeins breyttu efni, og
aftur var fullt hús. Þeim sem tóku
þátt í að gera þessar sýningar að
veruleika eru færðar bestu þakkir
fyrir vel unnin störf.
Um mánaðarmótin apríl-maí fór
rúmlega hundrað manna hópur
suðurtil Reykjavíkur í heimsókn til
starfsmannafélags Álafoss. Heim-
sókn af þessu tagi er fastur þáttur
í samskiptum félaganna og kom
starfsmannafélag Alafoss í heim-
sókn til S.V.S. 1983. Ásdís Árna-
dóttir hjá Samvinnuferðum/Land-
sýn var okkar milligöngumaður í
samningum við Flugleiðir og Hótel
Loftleiðir til að ná sem hagstæð-
ustu samningum um verð á flugi og
gistingu. Við færum henni bestu
þakkir fyrir góðan árangur og
ánægjulegt samstarf.
Ferðin tókst í alla staði mjög vel.
Keppt var í fótbolta, handbolta og
skák. Starfsmannafélag Álafoss
bauð til matar og skemmtikvölds á
Hótel Borg. Boðið var upp á skoð-
.unarferð um Reykjavík og ferð um
Reykjaneshringinn. Álafossverk-
smiðjan var skoðuð. Tekið var á
móti hópnum með því að bjóða
upp á kaffi og brauð.
Er hópurinn yfirgaf Hótel Loft-
leiðir vakti starfsfólk þess máls á
því við fararstjóra að hópurinn
hefði vakið eftirtekt fyrir einkar
prúðmannlega framkomu. S.V.S.
færir starfsmannafélagi Álafoss
innilegar þakkir fyrir móttökurnar
svo og öllum sem tóku þátt í
ferðinni.
Þann 6. júlí kom hópur norður í
heimsókn frá starfsmannafélagi
Miklagarðs og dvaldi hér um helgi.
S.V.S. sá um móttöku fyrir hópinn
og bauð öllum að gista í Félags-
borg. Haldin var skemmtun í Fé-
lagsborg fyrir gestina á laugardags-
kvöldið 6. júlí. Hópurinn var mjög
ánægður með bæði ferð og mót-
tökur.
íþróttaklúbburinn hefur starfað
af miklum krafti. Knattspyrnumenn
hafa tekið þátt í ýmsum mótum og
oftast sigrað. Þó brotlenti liðið all
illilega í LÍS mótinu sem haldið var
hér á Akureyri með þátttöku liða frá
starfsmannafélögum víðsvegar að
af landinu. í þessu móti missti liðið
af bikarnum og sömu helgi tapaðist
annar bikar í leik milli S.V.S. og
starfsmannafélags Sambandsins í
Reykjavík. Knattspyrnumenn eru
staðráðnir í því að endurheimta
bikara þessa á næsta ári. S.V.S.
þakkar öllum íþróttaiðkendum í
klúbbnum fyrir það sem þeir hafa
lagt á sig, bæði [ æfingum og
kappleikjum.
Stjórn S.V.S. er þannig skipuð:
Formaður: Júlíus Thorarensen,
varaformaður: Helga Hilmarsdóttir,
gjaldkeri: Bjarni Jónsson, ritari:
Sigurlaug Björnsdóttir, meðstjórn-
endur: Bára Björnsdóttir, Alda
Friðriksdóttir og Jóhann Tr. Sig-
urðsson.
Ég held að ekki hafi gleymst að
nefna neitt af því sem búið að að
starfa í S.V.S. á síðasta starfsári
og læt ég þessu lokið í bili en læt
heyra frá mér fljótlega aftur.
Jóhann Tr. Sigurðsson
„Misheppnaði kvartettinn" var stofnaður fyrir Kabarettsýningarnar. Hann
skipuðu f.v.: Þormóður Einarsson, Stefán Guðmundsson, Eggert Jónsson og
Valdimar Júlíusson.
HLYMUR
4