Heimsmynd - 01.05.1993, Qupperneq 23

Heimsmynd - 01.05.1993, Qupperneq 23
samlyndi. Frá því að stríðið í fyrrum Júgóslavíu hófst er talið að um 50 þúsund konum og stúlkum frá Bosníu og Króatíu hafi verið nauðgað. Samkvæmt upplýsingum kvennasamtakanna Kareta í Zagreb eru til um 40 fanga- búðir á yfirráðasvæðum Serba í Bosníu-Herse- góvínu, Króatíu og Serbíu. Margar konur lifa vistina í nauðgunarbúðunum ekki af. Þess eru dæmi að sjö og átta ára smátelpum sem var nauðgað blæði út. Þær konur og stúlkur sem verða vanfærar í kjölfar þessara nauðgana njóta skárri aðbúnaðar en hinar. Þær fá mjólk og leyfi til að þvo sér. Það er reynt að halda þeim í búðunum þar til orðið er of seint að gera fóstureyðingu. Þær eiga að fæða serbnesk börn. Og þó er fóstureyðing eina raun- hæfa leiðin til þess að hjálpa þessum konum andlega. Það verður því að mati margra að rýmka lög um fóstur- eyðingar undir slíkum kringumstæðum. Fóstureyðing, sem er gerð innan þriggja mánaða, er frekar einföld aðgerð, en um leið og komið er fram yfir þann tíma, er þörf á hormóna- lyfjum til þess að fósturlát geti átt sér stað. Flestar kvenn- anna, sem eru komnar fram yfir þriggja mán- aða mörkin, óska sér slíkrar aðgerðar, en því hefur ekki verið auðveldlega komið við hingað til. Læknar á sjúkrahúsum í Zagreb segja að konur sem eru komnar á sjötta og sjöunda mánuð grátbiðji um fóstureyðingu. Stjórnvöld í Króatíu þegja þetta mál í hel vegna þess að hinn kaþólski flokkur Tudjmans forseta, HDZ, vill banna fóstureyðingar. Þyngra vegur samt að hingað til hefur skort nauðsynleg lyf til að gera slíkar fóstur- eyðingar. Allri meðferð og ráðgjöf fyrir fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis er því enn mjög ábótavant, þótt ýmis samtök hafi á undanförnum mánuðum hleypt meðferðar- og ráð- gjafarþjónustu af stokkunum. Eitt aðkallandi vandamál eru nýfædd börn kvennanna sem hefur verið nauðgað. Flestar konurnar eru haldnar slíkum viðbjóði eftir marg- endurteknar nauðganir að þær geta ekki hugsað sér að ala og hvað þá elska barn óvinarins, þó að það sé hold af þeirra holdi. „Viðbjóður- inn er móðurástinni yfirsterk- ari,“ segir Nazisa Sarajilic, flóttamannafulltrúi króatísku ríkisstjórnarinnar. Og hvernig er hægt að ætlast til að sextán ára stúlka, sem hefur verið nauðgað marg- sinnis, geti vitað hvað móðurást er. Margar kvennanna yfirgefa því fæðingardeildina eftir barns- burð án þess að hafa litið barnið augum. Ekki er hægt að fá þessi börn ættleidd, þó að mikill áhugi sé fyrir því í löndum eins og Þýska- landi. Mæður þessara óskilgetnu barna hafa ekki króatískt ríkisfang og Króatía getur þess vegna ekki veitt leyfi til ættleiðingar barnanna. Þeirra bíður því heldur ömurlegt hlutskipti á vanbúnum stofnunum í stríðshrjáðu landi. Börn fara heldur ekki varhluta af stríðshörmungun- um. I Sarajevo hafa um það bil þrjú þúsund börn látið lífið í átökunum og sagt er að leyniskyttur sæti færis að skjóta drengi. ■ HEIMS 23 MYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.