Heimsmynd - 01.05.1993, Síða 26

Heimsmynd - 01.05.1993, Síða 26
Samt vill svo einkennilega til, að eini ráðherra núverandi ríkisstjórnar sem ekki hefur séð ástæðu til að ráða sér einkabílstjóra er kona. Fyrir skömmu var ég á heilsubótar- göngu eftir Borgartúninu. Þar sem ég nálgast Rúgbrauðsgerðina sé ég að út streyma ráðherrar hver á fætur öðrum. Gljáfægðir ráðherrabílar biðu fyrir utan. Sumir bílstjóranna gerðu sér það ómak að opna bílhurðina fyrir herra sínum meðan aðrir létu það ógert. Jóhanna Sigurðardóttir skálmaði hins vegar að sínum bíl, stakk lykli í skrá, settist undir stýri og brenndi í burtu. Flaug mér þá í hug samtal sem ég átti í fyrra við háttsettan krata þar sem talið barst að þörf ráðherranna fyrir einkabíl- stjóra. Kratinn taldi það ekki forsvaranlegt að ráðherrar væru sjálfir undir stýri í allri þessari traffík. Nefndi sem dæmi að Jón Sigurðsson væri oft svo þungt hugsi að það væri stórhætta því samfara að hann æki sjálfum sér um götumar. Af tómri illgirni spurði ég þá hvort Jón hefði þá aldrei hugsað undir stýri sem forstjóri Þjóð- hagsstofnunar eða hvort Jóhanna væri svo miklu klárari að hún gæti bæði ekið og hugsað samtímis. Viðmælandi minn brást hinn versti við þessari athugasemd og síðan hefur verið frekar fátt með okkur. Það hlýtur að vera mikið ábyrgðarstarf að aka ráðherrum, sérstaklega þeim sem hugsa. Enda er það eitt fyrsta verk þeirra sem hreppa ráðherrastól að velja sér bílstjóra. Þá ríður á að velja mann sem á það skilið að hljóta hnossið. Því það er nefnilega eftir talsverðu að slægjast þar sem bílstjórastarfið er annars vegar. Ráðherrabílstjóri er fastráðinn ríkisstarfs- maður og mætir til vinnu sinn fyrsta dag með forsetabréf uppá það. Grunnlaunin eru kannski ekkert til að hrópa húrra fyrir. Svona áttatíu þúsundkall á mánuði eða svo. En hins vegar vill svo til að ráðherrar hafa flestir mjög óreglulegan vinnutíma og langan vinnudag. Þeir þurfa að mæta á fundum og samkomum á kvöldin og flestar helgar án þess þó að fá greidda neina yfirtíð. En bílstjórar þeirra fá hins vegar greitt upp í topp fyrir alla sína yfirvinnu. Þeir sem aka þeim ráðherrum sem eru hvað mest í önnum ná stundum 80 til 100 yfir- vinnutímum á mánuði og tvöfalda þannig grunnlaun sín. Annars er það svo að oft fer minnstur tími bílstjóranna í að aka ráðherrum. Mestur tími fer í að bíða eftir ráðherrum meðan þeir gegna sínum skyldum og erindum hvort heldur er á Alþingi, í stjóm- arráðinu, á flokksfundum eða á öðrum þeim stöðum sem ráðherrar hafa viðdvöl hverju sinni. En svo er skylt að geta þess, að ráðherrabílstjórar, sumir þeirra að minnsta kosti, eru jafnframt persónulegir sendisveinar ráðherra. Þeir eru sendir með bréf og orðsendingar milli stofnana og flokksskrifstofa. Þurfa jafnvel að skreppa í búð fyrir ráðherrafrúna meðan þingfundir standa eða skjóta flokksbroddum milli hverfa eða í veg fyrir flugvél. En þótt við- vera bílstjóranna geti verið löng og ströng á stundum fá þeir líka góð frí á milli þegar húsbóndinn er „erlendis í opinberum erindagjörðum“. Af hálfu stjómsýslunnar er ekkert eftirlit haft með starfi þessara bílstjóra eða hvað þeir eru að erindast hverju sinni á kostnað ríkisins. Ráðherrar greiða kostnað af starfi bílstjóranna og akstri þeirra af þeim fjármunum sem ráðuneyti þeirra hefur til ráðstöfunar hverju sinni. Ráðherrum er treyst til þess að misnota ekki opinbert fé með þeim hætti að nota ríkisbílstjóra í neins konar snatt sem almenningur á ekki að bera kostnað af. Hver og einn verður svo að velta því fyrir sér hvort allur vinnutími bílstjóranna og akstur þeirra sé í þágu viðkomandi ráðherra eða ráðuneytis. Sjálfur vil ég leyfa mér að draga það í efa, en hins vegar fer ekki milli mála að dregið hefur úr misnotkun ráðherrabílanna miðað við það sem áður var. Nú kann einhver að velta því fyrir sér hvers vegna ekki megi bara fastráða ákveðna menn til starfa við að aka ráðherrum svo lengi sem viðkomandi menn hafi krafta til aksturs. Það er að segja, hafi ráðherrar á annað borð þörf fyrir einkabílstjóra. En slíkt gengur ekki upp. Við skulum segja að dyggur framsóknar- maður hafi verið ráðinn bílstjóri landbún- aðarráðherra úr sama flokki. Svo verða stjórnarskipti og sjálfstæðismaður sest í stól landbúnaðarráðherra. Það gefur auga- leið að hann getur ekki látið flokksbundinn framsóknarmann aka sér. Bflstjórinn gæti hlerað ýmis mál sem rædd eru í aftursætinu og aflað upplýsinga á annan hátt í gegnum starfið og lapið allt í flokkinn. Nei, þetta gengi ekki upp. En hvað á þá að gera við gamla bílstjórann þegar nýr ráðherra úr öðrum flokki er kominn til skjalanna með nýjan bílstjóra. Stundum er gamla bíl- stjóranum reddað um starf á einhverjum kontor við að sortera pappíra í von um að flokkurinn komist brátt til valda á nýjan leik. I öðrum tilvikum eru mönnum greiddar út ríflegar bætur fyrir að hætta. Við stjómarskipti fyrir nokkrum árum vildi svo til að nýr ráðherra vildi ekki hafa bflstjóra forvera síns áfram í starfi og réð nýjan. Sá sem missti djobbið var sendur 26 heim og þar sat hann mánuðum saman á fullum bílstjóralaunum. Fékk sinn launa- tékka um hver mánaðamót. Kanski að hann haldi enn áfram að taka við tékkunum, ég veit það ekki. Við hverju má ekki búast þegar hið opinbera á í hlut? En að minnsta kosti er mönnum með forsetabréf uppá vasann ekki varpað út á Guð og gaddinn þrátt fyrir ráðherraskipti. Eflaust gæti ríkið sparað 15-20 milljónir á ári með því að láta ráðherrana aka sjálfum sér, eða taka leigubíla þegar þeir eru óökufærir. En kannski er það ekki þorandi að hleypa ráðherrum út í umferðina - alla vega ekki þeim sem eiga það til að hugsa. Mættu ráðherrabflstjórar mæla hefðu þeir eflaust frá ýmsu forvitnilegu að segja úr starfinu. En þeir eru þögulir sem gröfin og yfirleitt ræða ráðherrar heldur ekki opinberlega um sína bflstjóra. A einum stað hef ég séð skriflega frásögn af orðaskiptum ráðherra og bílstjóra hans. Hana er að finna í endurminningum Vilhjálms Hjálmarssonar og er á þessa leið. Þegar Vilhjálmur var menntamálaráðherra átti hann að vera viðstaddur vígslu á nýju skólahúsi austur á Kirkjubæjarklaustri. Að morgni vígsludags ekur bílstjóri ráðherrans með hann austur svo sem leið liggur. Þegar komið er á áfangastað tekur skólastjóri vel á móti ráðherra og lætur reiða fram veitingar sem runnu ljúflega niður. Að því loknu spyr ráðherra hvar hann geti haft fataskipti fyrir athöfnina. „Ha, athöfnina?“ hváir skóla- stjóri. „Já, vígsluathöfnina," svarar Vilhjálmur. Þá verður skólastjóri nokkuð vandræðalegur en stynur því svo upp að vígslan eigi ekki að fara fram fyrr en eftir viku. Við þessi tíðindi kveður ráðherra í skyndi og ekur með bílstjóra sínum áleiðis til Reykjavíkur. Sá bílstjóri hafði áður ekið öðrum ráðherrum Framsóknarflokksins og Vilhjálmur spyr hann hvort það hafi komið fyrir hann fyrr að aka ráðherra til athafnar á röngum degi. „Jaá,“ svarar bílstjóri sein- lega, en bætir svo við: „En aldrei svona langa leið.“ Þess munu dæmi að einstaka ráðherra- bflstjórar hafa gengist svo upp í starfinu að þeir hafa litið á sig sem nokkurs konar aðstoðarráðherra. Mér var sagt að einn af núverandi ráðherrabflstjórum hefði þennan veikleika. Eitt sinn á hann að hafa komið inn á flokksskrifstofuna í kaffi og verið sögð þau tíðindi að ráðherrann væri búinn að ráða ákveðinn mann í ákveðna stöðu. Bílstjórinn verður þungur á brún og segir gremjulega: „Eg trúi þessu nú varla. Ráðherrann hefur ekkert minnst á þetta við mig.“ ■ HEIMS MYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.