Heimsmynd - 01.05.1993, Síða 28

Heimsmynd - 01.05.1993, Síða 28
Strembið að auðgast ón aðgangs að ríkiskassanum „Auðvitað var þetta sjónarspil í kringum fjögurra milljarða króna fjárveitinguna til Landsbankans tómur klaufaskapur,“ segir Nóri. •• * eftir Ornólf Arnason avíð og Jóni Sig. varð á í mess- unni af því að þeim var svo mikið í mun að draga athyglina frá því sem auðvitað skipti höfuðmáli að eftir samþykkt frumvarpsins er hvenær sem er hægt að slaka tveimur milljörðum til ís- landsbanka án þess að fara með það gegn- um þingið með tilheyrandi aðfinnslum og dónaskap frá beiskum og öfundsjúkum smásálum sem almenningur hefur kosið til setu þar. Ekki veitir íslandsbanka af smáhressingu. Flestir eigendurnir, t.d. kolkrabbafyrirtækin, hafa farið illa út úr kreppunni eins og aðrir. Eimskip og Flug- leiðir rekin með stórtapi. Fátt um verkefni hjá íslenskum aðalverktökum og Sam- einaðir verktakar ekki lengur sameinaðir eftir fráfall Halldórs H. enda vilja ekkjumar og erfingjapakkið bara fá sína milljarða útborgaða til að eyða og spenna. Þó að Jóni Halldórssyni hafi með herkjum lánast að ná kjöri sem formaður að föður sínum gengnum er sannarlega ekki þar með sagt að þetta misvitra lið í hermangsættunum gleypi við því að best sé að geyma aurana áfram í einum kassa. Synimir fara ekki í fötin hans Halldórs, allra síst þar sem um er að ræða að vinna traust fólks.“ „Þessum húsum björguðum við, hópur af vösku fólki, með því að mála þau í leyfisleysi einn sólbjartan vormorgun fyrir tveimur áratugum," segi ég. „Þegar borgar- búar vöknuðu sáu þeir allt í einu ljómandi fallega húsaröð hér fyrir ofan Lækjargöt- una, Bemhöftstorfuna. Áður hafði fólk bara séð þar kumbalda, fúaspýtnahreysi sem upplagt var að rífa og reisa í staðinn myndarlegan stjómsýslukastala úr steypu og gleri.“ „Það var eftir þér að standa í svoleiðis veseni. Við emm svo ólíkir. Þú ert svoddan dómadagsglanni,“ heldur Nóri áfram þegar við göngum upp Amtmannsstíginn og inn á veitingahúsið Búmannsklukkuna í gamla landlæknishúsinu. „Og þú varst nú alveg týpískur stofukommi, þó að þú viljir nátt- úrulega ekki viðurkenna það ,í slitnum gallabuxum að flengjast rallhálfur um alla Evrópu á BMW-inum milli hrútleiðinlegra framúrstefnulistviðburða og fokdýrra veit- ingastaða þar sem þú og vinafólk þitt tár- felldi ofan í ostrurnar yfir meðferðinni á elsku hjartans verkalýðnum. Þú ert að vísu kominn úr gallabuxunum, líklega orðinn of feitur til að komast í þær, en ekki hefurðu lagast neitt að ráði að öðru leyti, sírífandi kjaft við alla, meira að segja helstu ráða- menn þjóðarinnar." Elskulegar konur taka á móti okkur og leiða okkur til borðs í vistlegum og þjóð- legum húsakynnunum. Skólabróðir minn er ekki illa til fara í dag fremur en endra- nær, í glæsilega saumuðum matrósa-bláum ullarfötum með vínrauðum teinum. Nóri er sannast sagna ekki eftir formúlunni „hár, herðabreiður og miðmjór" en stungnir jakkaboðungarnir taka af öll tvímæli um verð og gæði og einhvern veginn gefa silfurgráa silkiskyrtan hans, litríka, ská- röndótta bindið og eldrauði silkiklúturinn í brjóstvasanum á jakkanum honum yfir- bragð sem hver klæðskeri í London, París eða Mflano þættist áreiðanlega fullsæmdur af. „Hvað fær maður nú að borða hér?“ 28 segir Nóri við mig á meðan stúlkumar eru að sækja matseðlana. „Ég nenni ekki að standa í einhverju miðlungsjukki, eins og þú veist vel. Þá getur maður nú bara rétt eins etið heima hjá sér. Eins og verðlagið er á þessu. Fyrirgefðu, þú ætlar að borga svo að það er ekki kurteislegt af mér að minnast á verðið.“ Á meðan við pöntum matinn koma tvær leggjalangar, vandlega snyrtar og sjálfs- ömggar ungar konur á framabraut inn og setjast við gluggaborðið í horninu fyrir aftan Nóra. „Ég þoli ekki þessar uppagellur,“ segir Nóri. „Alveg er ég ósammála þér um þetta eins og annað,“ segi ég. „Gullfallegar stelpur og áreiðanlega af góðu fólki.“ „Ég hef stundum sagt þér frá fína frænda mínum í Ameríku sem á gríðarlega valdamenn og jafnvel þjóðhöfðingja að kunningjum,“ segir Nóri og nennir greini- lega ekki að standa í frekara orðaskaki um fegurðardísir. „Hann skrapp hingað í jarðarför um daginn. Hann er svo skrambi seigur að fá gamlar, einhleypar frænkur okkar til að arfleiða sig. Ef þær deyja á sumrin notar hann ferðina til að renna fyrir lax uppi í Borgarfirði en þegar hann kemur á veturna gefur hann sér oft tíma til að spjalla við mig.“ Ung og geðfelld stúlka ber okkur forrétt- inn. Það er feta-ostur með söxuðum tómöt- um og graslauk í búttudeigshjúpi. „Eins og hanakambur,“ segir Nóri þegar hann virðir fyrir sér lögunina á fyrirbærinu, sker sér bita og byrjar. „Bara nokkuð bragðgott. Og hann frændi minn sagði mér að hann hefði fyrir nokkru lent með ítölsk- um auðjöfri í veislu heima hjá vini sínum Reyni fursta af Mónakó. Hann sagði að HEIMS MYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.