Heimsmynd - 01.05.1993, Síða 36
Eins og fram kom í skoðanakönnun fyrir fáeinum árum
var íslenska þjóðin á einum allsherjar hamingjutúr, en
íslenskur veruleiki er annar í dag. Samdráttur í
heilbrigðisþjónustu hefur verið bitbein landsmanna um
nokkurt skeið. Við getum því miður ekki lengur státað af því
að vera í hópi hamingjusömustu þjóða, né af því að vera í
hópi helstu velferðarríkja heims.
Nú státar íslenska þjóðin af því
að hún er barnmörg miðað við
flest önnur nágrannaríki í
Evrópu þar sem fæðingum fer
fjölgandi.
Það skýtur því skökku við
þegar ráðamenn landsins horfa
framhjá þessari staðreynd og í
anda sparnaðar leggja niður
starfsemi annarrar af stærstu
fæðingarstofnunum landsins.
Fæðingarheimili Reykjavíkur
annaðist á síðastliðnum árurn
um fjögur til fimmhundruð
fæðingar á ári. Við lokun
stofnunarinnar hefur þessi fjöldi
nú flust yfir á herðar starfsfólks
fæðingardeildar Landspítalans
og álag þar því aukist til muna.
Samtímis eru nútímakröfur um
fæðingarhjálp að engu hafðar, að
konur eigi þeirra kosta völ að fæða á tæknivæddu
háskólasjúkrahúsi sem Landspítalinn er eða í heimilislegra
umhverfi Fæðingarheimilis Reykjavíkur.
í samtali við HEIMSMYND sagði Sighvatur
Björgvinsson heilbrigðisráðherra, að samkvæmt upp-
lýsingum Borgarspítalans væri áhugi kvenna hér á landi lítill
fyrir svokölluðum náttúrulegum fæðingum eins og
tíðkuðust á Fæðingarheimilinu. Rekstur heimilisins með
þeim tíu rúmum sem þar eru fyrir væri mjög óhagkvæmur,
þar sem fullskipuð vakt lækna, hjúkrunarkvenna og
ljósmæðra gæti afkastað helmingi meira.
Að sögn Guðrúnar Gunnarsdóttur aðstoðardeildarstjóra
sængurkvennadeildar getur Landspítalinn annast urn 250
fæðingar á mánuði. Þá fjóra mánuði sem af eru þessu ári
hafa fæðingar á deildinni verið yfir þessum mörkum og við
tekur metmánuðurinn maí, þar sem áætlaðar eru 317
fæðingar. Það gefur augaleið að Landspítalinn er engan
veginn í stakk búinn til að anna þessari aukningu og hefur
því verið ákveðið að opna Fæðingarheimilið tímabundið til
að mæta þessari aukningu.
Ein af starfsstúlkum fæðingardeildarinnar kvað það
dapurlegt að geta ekki veitt konunum bestu mögulega
þjónustu, en að starfsfólk legði hart að sér til að láta ástandið
bitna sem minnst á sængurkonunum. Hún sagði mikla
þreytu vera í starfsfólki, sem þó hefði enn ekki bitnað á
góðum starfsanda.
Aðspurður sagði heilbrigðisráðherra að hugmyndir væru
uppi um að opna Fæðingarheimilið aftur til frambúðar, en
ekki í því formi sem starfsemin var áður. Þar sem miklar
sveiflur væru í fjölda fæðinga milli mánuða væri ein
hugmyndin sú, að opna stofnunina um það bil fjóra mánuði
á ári þegar mikil aukning væri á fæðingum. Önnur hugmynd
er að auka legupláss um helming, úr tíu rúmum í tuttugu, og
gefa þeim konum sem áhuga
hafa, kost á náttúrulegri
fæðingu.
/
Aárum áður var lágmarks
legutími sængurkvenna á
fæðingarstofnunum landsins sjö
dagar og sagði Guðrún
aðstoðardeildarstjóri að þær
konur sem þá hefðu krafist þess
að útskrifast fyrir þann tíma hafi
oft á tíðum þurft að beita hörku
til að fá vilja sínum framgengt. I
dag er raunin önnur. Nú er lagt
hart að konunr í líkamlega góðu
ástandi að yfirgefa stofnunina
fjórum dögum eftir að barn
þeirra kemur í heiminn. Á þeim
tíma er hormónakerfið
venjulega í mikilli umbreytingu,
stálrni eða stíflaðir kirtlar eru að
myndast í brjóstum vegna
mjólkurframleiðslu og valda óbærilegum kvölum og
vanlíðan. „Fjórði dagurinn“ er margri konunni sem fætt
hefur bam minnisstæður, því að andlegt ástand hennar er þá
oft heldur bágborið og kvað Guðrún það reglu að þessi
dagur væri konunum tilfinningalega erfiður. Við þetta bætist
að þegar heim er komið mætir hin nýorðna móðir oft
skilningsleysi maka og bama sem halda að við útskrift sé
hún fær í flestan sjó. Til viðbótar erfiðleikunum sem margar
konur eiga við að glíma fyrstu dagana eftir heimkomu, hafa
þær ekki jafn greiðan aðgang að faglegri ráðgjöf og ef þær
dveldu nokkrum dögum lengur í umönnun ljósmæðra á
fæðingardeildinni. Guðrún kvað það því nauðsynlegt að
koma þeim hætti á, að ljósmæður heimsæktu konur að
minnsta kosti einu sinni til tvisvar eftir útskrift þeirra af
fæðingardeildinni.
Það er siður okkar Islendinga að spara hvergi og hlúa sem
best að ungviði okkar þegar það kemur í heiminn. Þegar
sparnaður í ríkiskassanum er farinn að teygja arma sína
þangað sem nýtt líf kviknar og bæði mæður og starfsfólk
fæðingardeildarinnar taka á sig aukið álag, spyr maður sig
hvort ekki sé hægt að spara annarstaðar. Því það eru
nefnilega ekki allir sem sætta sig við að taka út
sængurleguna inn á baðherbergi fæðingardeildar Land-
spítalans eins og móðir ein gerði fyrir hálfri öld með
snáðann sinn, Sighvat litla Björgvinsson.
- JÓNA FANNEY FRIÐRIKSDÓTTIR
Starfsstúlka
fæðingardeildarinnar kvað
það dapurlegt að geta ekki
veitt konum betri þjónustu
en sagði starfsfólk leggja
hart að sér að láta ekki
þetta slæma ástand bitna á
sængurkonum.
36
HEIMS
MYND