Heimsmynd - 01.05.1993, Síða 37
smáf réttir
Augu sem drepu
Já, einmitt. Hvað er sameiginlegt með fréttamönnunum
á Stöð tvö, þeim Sigmundi Erni, Inga Hrafni og Elínu
Hirst. Já, augnaráðið. Þú hafðir alveg rétt fyrir þér. En
þú hefur ekki unnið neitt, nema réttindi til að horfa á
sjónvarpsfréttimar á báðum rásum með skoplegu ívafi.
Það er engu líkara en Stöð tvö hafi sótt um einkaleyfi á
þessum ránfuglsaugum fyrir sjónvarpsstöðina og
margur svikahrappurinn hefur kiknað í hnjáliðunum
undan fréttahaukunum og
játað umsvifalaust misgjörðir
sínar gagnvart náunganum.
Eða er ekki svo?
Sigmundur Ernir ætlaði að
verða ljóðskáld og í haukfránu
augnaráði hans sem er orðið
einskonar vörumerki fyrir
æsifréttamennsku má greina,
ef glöggt er athugað, bæði
heimsharm ljóðskáldsins og
glöggskyggni fréttamannsins
sem stöðugt hrærist í
hringiðu æsilegra
Ingvi Hrafn sér í gegnum holt og hæðir ýmislegt sem
öðrum er hulið og ábúðamikið fas hans þegar hann
þylur upp af blaðinu fær spennuna til að hríslast niður
eftir bakinu á sönnum fréttaunnendum. Það er að segja ef
þeir hafa ekki lesið ævisögu Ingva Hrafns þar sem hann
afhjúpaði ótta sinn við að leysa vind í beinni
útsendingu.
Elín Hirst hefur þetta alvarlega yfirbragð frétta-
konunnar og augnaráð sem gefur ýmislegt fréttnæmt til
kynna. En framsögn fréttakonunnar er svo úc og suður
að um leið og myndavélin hverfur af vel snyrtu
andlitinu fer fréttin líka út og suður. Það er ákveðinn harmleikur
að fæðast með slíkt augnaráð í þjóðfélagi þar sem fátt gerist
sem gefur tilefni til þess að fréttamaðurinn sé vitstola af æsingi
yfir fréttinni og stórkostlegum afleiðingum hennar fyrir
áhorfandann. En úr því að við
sveitafólkið búum í fásinninu þar
sem ekki allt er jafn markvert og
fréttamenn verða að uppfylla kröfur
um jókvæðni með því að færa fréttir
af jólasveinum og sauðkindum með
reglulegu millbili, þá getum við
þakkað fyrir að hafa augnaráð á
heimsmælikvarða fyrir okkur á
skjánum, jafnvel þó að bæði frétta-
mennskan og fréttimar séu í sauða-
litunum.
- ÞÓRA KRISTÍN ÁSGEIRSDÓTTIR
atburða á vettvangi þjóðmála.
Nýjasfa tíska
elstu tískuhönnuðir heims kynntu nýjustu vor- og sumarlínuna í ár nú
á dögunum og vakti klæðnaður þeirra ekki síst athygli fyrir
myndþrykkt, áberandi efni. Hvort sem það eru jakkar, buxur, hattar,
klútar; myndþrykkt skal það vera og eins og sjá má á meðfylgjandi
mynd sækir hönnuðurinn Vivienne Westwood myndefni sitt í Koss
Herkúlesar eftir listamanninn Boucher. Italski hönnuðurinn Valentino
notaði hefðbundin frönsk húsgagnaáklæði í sinnfcitnað, en Dolce &
Gabbana sóttu í smiðju Botticelli. Karl Lagerfeldfór hins vegar ekki
útfyrir tískuhús Chanel heldur notaði öll helstu tákn hönnunar þess
fræga merkis.
HEIMS
37
MYND