Heimsmynd - 01.05.1993, Page 39

Heimsmynd - 01.05.1993, Page 39
orðið til um Marilyn eru dregnar til baka. Því hefur verið haldið stíft fram að Marilyn hafi verið að æra alla þegar hún lék í einni af sinni síðustu myndum, The Misfits. Það er ekki rétt, segir Spoto, því það var John Huston, leikstjórinn sjálfur, sem var að gera alla vitlausa í kringum sig með sífelldu rausi. Hann lét taka upp sömu senurnar aftur og aftur í heitri eyðimerkursólinni, jafnvel þótt ljóst væri að hann væri þegar búinn að fá það fram sem hann vildi. Spoto lýsir Huston sem sadista. Og ekki fær rithöfundurinn Arthur Miller betri dóma. Hann skrifaði handritið að umræddri kvikmynd og var stöðugt að breyta því þannig að Marilyn gafst ekki færi á að æfa nýju setningarnar áður en tökur hófust. A tökustað leyndi Miller ekki áhuga sínum á ljósmyndaranum Inge Morath sem varð síðar eiginkona hans. Það er fjarri sanni að Marilyn hafi verið iðjuleysingi samkvæmt Spoto. Hún mætti alltaf á tökustað þrátt fyrir eymsli í móður- lífinu, sem hrjáðu hana á þessum tíma. Og það var ekki Marilyn að kenna að mótleikari hennar Clark Gable fékk hjartaáfall eins og ekkja hans hélt fram, miklu fremur var það sök Johns Hustons, sem píndi hann misk- unnarlaust áfram. Mestu vonbrigðin fyrir Marilyn við gerð þessarar myndar var hvemig Miller skrifaði hlutverk Roslyn fyrir hana. Hann hafði lofaði henni því að þetta hlutverk myndi sýna umheiminum í eitt skipti fyrir öll að hún væri alvöru skapgerðarleikkona, en þetta hlutverk var síst frábrugðið fyrri rullum Marilyn þar sem hún lék hina rugluðu, bamalegu konu, hlutverk sem hún var löngu komin með ógeð á. Hún var mjög reið Arthur fyrir að gera sér þetta og lýsti því yfir. Allt þetta og fleira sýnir að Marilyn var ekki heimsk ljóska, segir Spoto, fjarri því. Hún var á undan sinni samtíð, eins konar Sharon Stone síns tíma, nema greindari, þokkafyllri, ráðríkari og stundum notfærði hún sér fólk. Spoto bendir jafnframt á veikleikana í málflutningi Millers í eigin sögu þar sem hann reynir að gera „lítið úr Marilyn“ með því að kalla hana bamalega og mglaða. Spoto segir að sjálfur hafi Miller þjáðst af óöryggi í eigin listsköpun, hann hafi verið upptekinn af sjálfum sér og haft mikla þörf fyrir að réttlæta eigin persónu. Og enn heldur Spoto áfram að afsanna ýmsar sögusagnir um ástamál Marilyn. Hún stóð ekki í ástarsamböndum við Kennedy- bræðurna báða eins og Norman Mailer hélt meðal annars fram. Hún svaf hjá forsetanum og gerði það af álíka kæruleysi og hann sjálfur. Spoto heldur því fram að maðurinn í lífi Marilyn hafi verið Joe Di Maggio sem vitað er að elskaði hana út yfir gröf og dauða. Eini raunverulegi þorparinn í lífi Marilyn var geðlæknirinn Ralph Greenson, sem Spoto heldur fram að hafi valdið dauða Marilyn með of stórri lyfjagjöf. Með þessari bók vill Spoto hrekja þær tilgátur að Kennedybræður hafi staðið að baki morðinu á Marilyn. Hann vill meira að segja meina að sögusagnir um ástarsambönd hennar og bræðranna hafi verið tilbúningur af hálfu þeirra sem vildu klekkja á pólitísku veldi Kennedyanna. Sú lýsing sem er dregin upp af Marilyn Monroe í þessari bók er að því leytinu ný að hún er ekki gerð að þessu fræga fómarlambi heldur hlýrri og gefandi konu. Burtséð frá því öllu og hinum eilífu sögusögnum um þessa goðsögn þá tala myndirnar í bókinni sínu máli rétt eins og í öðrum bókum um Marilyn. Burtséð frá öllum fullyrðingum staðnæmist lesandinn alltaf við þetta frábæra andlit, hið þokkafulla bros og guðdómlega augnaráð. Engar fullyrðingar löngu eftir lát hennar standast því snúning. Að horfa á andlit hennar, sagði Lenny Bruce, kemst næst því að kyssa guð. ■ Stærsta stólaverksmiðja Bandaríkjanna Lazy-boy framleiðir þennan einstaka stól sem fæst aðeins í Húsgagnahöllinni. Það eru sjö atriði sem gera þennan stól frábrugðinn öðrum stólum á markaðnum. Komdu til okkar og fáðu upplýsingar um þennan stól sem hefur selst í milljónum eintaka um allan heim. MUNALÁN ¥ ¥ * Frá kr* HúsgagnahölUn BILDSHOFÐA 20 - 112 REYKJAVIK - SIMI 91-681199

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.