Heimsmynd - 01.05.1993, Blaðsíða 40

Heimsmynd - 01.05.1993, Blaðsíða 40
mafrettir BRYNJA BLÓMSTRAR Fyrirsætan, fegurðardísin og flugfreyjan orðin fertug. Fjöldi manns hélt upp á afmælið með henni nýlega, þeirra á meðal draumurinn í lífi hennar, sonurinn Róbert, sem hún vonar að verði lýtalæknir! örg stúlkan á sér þann draum í æsku að gerast fyrirsæta, flugfreyja eða dansari þegar hún „verður stór“ og því má kannski líkja lífi Brynju Nordquist við draum ungu stúlk- unnar sem varð að veruleika. Brynja var prúð og stillt sem bam, en var þó jafnvíg á bæði hlutverk sín í Gullna hliðinu þar sem hún lék engil og púka í uppfærslu Þjóðleikhússins árið 1966. Nýorðin fertug segist hún aldrei hafa losnað við púkann úr sér. Brynja bauð til 130 manna stórveislu á veitingahúsinu Barrokk, Laugavegi 73, í tilefni fertugsafmælisins og það geislaði af henni lífsgleðin og hamingjan. Við Brynja mælum okkur mót fyrr um daginn á hárgreiðslustofu Dúdda á Hótel Esju, sem fer fimlegum höndum um hár hennar á meðan á tali okkar stendur. Dúddi og Brynja eru ekki að hittast í fyrsta skipti. Þau hafa verið vinir, dansfélagar og samstarfs- menn í mörg ár og eru bæði ein af stofnendum sýningar- samtakanna Módel '79. „Leið mín í sýningarstarfið lá í gegnum dansinn," segir Brynja. „Eg byrjaði í ballett átta ára gömul, var einnig í jassballett og síðar aðstoðarkennari hjá Hermanni Ragnari í samkvæmisdönsum í nokkur ár. Eg hef yndi af því að dansa og mitt fyrsta verk þegar ég kynntist manninum mínum var að kenna honum að dansa.“ Og dansfélagar Brynju hafa heldur ekki verið neinir aukvisar, hún sýndi á sínum tíma meðal annars dansa með sjálfum rokkkónginum og lögreglumanninum Sæma rokk í sjónvarpi og á skemmtistöðum. Eiginmaður Brynju er Magnús Ketilsson, eigandi tískuvöru- verslunarinnar Poseidon í Keflavík. Sonur þeirra, Róbert Aron, er á næstsíðasta ári í Verslunarskólanum og það er auðheyrt á Brynju að það er stórt í henni móðurhjartað. „Hann er draumurinn minn,“ segir Brynja um son sinn. „Við erum mjög tengd og mikið saman fjölskyldan. Hann fæddist á þeim tíma sem ég var að byrja að starfa við sýningarstörf og ég tók hann oftast með mér á æfingar.“ Lá þá ekki beinast við að drengurinn yrði módel? „Hann hefur eitthvað fengist við sýningarstörf, en langar að leggja fyrir sig leiklistina í framtíðinni. Ég vil að hann verði lýtalæknir,“ segir Brynja skellihlæjandi og nú er púkinn kominn upp í henni. Foreldrar Brynju eru þau Halla Sigríður Jónsdóttir húsmóðir og Jónas Nordquist, fjármálastjóri Varnarliðsins. Brynja ritjar það upp að hafa einu sinni spurt móður sína, hvort að verið gæti að móðir hennar hafi í misgripum tekið annað barn en sitt eigið þegar hún fór heim af fæðingardeildinni fyrir fjörutíu árum, því svo ólík sé hún bróður sínum Jóni. „Hann er svo blíður, góður og rólegur og því datt mér í hug hvort verið gæti að einhvers staðar væri önnur Brynja sem færi minna fyrir og ekki væri alltaf á fleygiferð." Brynja kynntist eiginmanni sínurn Magnúsi tvítug að aldri og hafa þau því gengið saman í gegnum súrt og sætt. Það hlýtur að krefjast mikils trausts og mikillar þolinmæði að vera kvæntur konu sem er svo mikið í sviðsljósinu og (framhald á hls. 45) HEIMS 40 MYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.