Heimsmynd - 01.05.1993, Side 45
Brynja blómstrar
(framhald af bls. 41) er stöðugt á ferð og
flugi um heiminn. „Við vorum algjörir
krakkar og mjög óþroskuð þegar við
kynntumst. Auðvitað hafa komið
smábrestir í sambandið í þau tuttugu ár
sem við höfum verið saman og tímabil þar
sem maður heldur að grasið sé grænna
hinumegin. Þetta er bara eðlilegt. Ég virði
manninn minn mikið fyrir að leyfa mér
óhindrað að vera ég sjálf, sinna mínum
áhugamálum og starfi. Það fylgir alltaf
kjaftagangur fólki sem er áberandi í þjóð-
félaginu og oft hef ég heyrt tilbúnar sögur
um mig sem eiga ekki við nein rök að
styðjast. Ein slík var á þá leið að ég héldi
við tiltekinn mann sem er þekktur úr
bæjarlífinu! Ég var lengi að átta mig á því
hvað hefði komið þessari sögu á kreik, því
ég þekki bæði hann og konuna hans mjög
vel. Við vorum í boði með þessum hjónum
fyrir nokkrum árum og fyrir tilviljun lenti
ég með honum í leigubíl. Greinilega hefur
einhver kjaftaglaður orðið vitni að því.
Mér er skítsama þótt ég sé á milli tannanna
á fólki, eri svona sögur finnst mér ljótar. Ég
held þó að það sé ekkert meira um
kjaftasögur hér á landi en erlendis, en
smæð landsins gerir það að verkum að
maður finnur meira fyrir þeim. Ég hugsa
oft til orða Jónasar R. Jónssonar þegar
hann kom eitt sinn til mín og sagði: Varaðu
þig á slúðrinu. Brynja, en aldrei taka það of
nærri þér, þú verður að byggja upp
persónuleika sem vinnur á móti því.“
Nýr fjölskyldumeðlimur bættist í
hópinn hjá Brynju, Magnúsi og Róbert á
sjálfan afmælisdaginn. Tilvist hans ætti þó
varla að gefa kjaftasögunum byr undir
báða vængi, því nýi fjölskyldumeðlimur-
inn er hundur af íslensku kyni.
Brynja hefur í dag lagt sýningarstarfið á
hilluna og starfar sem flugfreyja. Hún
segist þó gera undantekningu fyrir vinkonu
sína Báru Sigurjóns, sem fær „gömlu
brýnin“ endrum og eins til að sýna föt úr
verslun sinn Hjá Báru. „Ég starfaði sem
flugfreyja hér á árum áður, en hætti því og
fór að vinna hjá Frjálsu framtaki um tíma.
Þegar hringt var í mig einn góðan veður-
dag og mér boðið að starfa aftur sem flug-
freyja, ákvað ég að slá til,“ og kímin á svip
bætir hún við, „ég ætla mér að fljúga þar til
ég verð 64 ára.“
Brynja er glæsileg kona, hún er tágrönn,
í góðu formi og það geislar af henni. En við
fertugsaldurinn eru oft tímamót í lífi
kvenna með rriiklum andlegum og líkam-
legum breytingum. „Jú, ég skynja þessi
tímamót, en ég er mjög sátt við lífið og
finnst það með hverju árinu yndislegra.
Mér finnst bara meiriháttar að vera fertug.
Hrukkumar mega mín vegna koma, en ég
held áfram að vera ung í anda líkt og hún
Bára Sigurjóns vinkona mín sem er orðin
71 árs. Ég er óttaleg stelpa í mér og mér
finnst það líka mikilvægt að fólk varðveiti í
sér barnið. Það er óþarfi að taka sig of
hátíðlega þó maður sé í árum svo og svo
gamall. Ég reyni að halda mér í formi með
því að fara stundum í æfingatæki og styrkja
mig, því ekki þarf ég að hafa áhyggjur af
því að þurfa að fara í megrun,“ segir hún og
klípur prakkaralega í lærið á sér.
Brynja segist vera vinmörg og meta
einlægni og tryggð sem helstu kosti í fari
fólks. „Vinkonur mínar eru margar mjög
ólíkar, en ég á mín leyndarmál með hverri
og einni. Margar þeirra hef ég þekkt frá 13
ára aldri og slíkan vinskap met ég mikils.“
Og ekki fer á milli mála í afmælis-
veislunni að Brynja hefur safnað að sér
mörgum vinum um ævina. Hún svífur um í
hvítri dragt sem væri hún engillinn í
Gullna hliðinu forðum og þeir sem þekkja
hana vita að litli skemmtilegi púkinn er
heldur ekki langt undan.
- JÓNA FANNEY FRIÐRIKSDÓTTIR
Nýtt í svitalyktarvörnum:
Kristalsteinn
LeCrystal Naturel
Heilsuval, Barónsstíg20, hefurhafiðinnflutningáfullkominni
svítalyktarvörn. Umeraðræðaalnáttúrulegan kristalstein.Le
Crystal Naturel. Honum er strokið eftir blautum handakrika
eða il á fæti og kemur þá algjörlega i veg fyrir að lyktarbakteríur
kvikni. Engin aukalykt, engin kemísk efni. Fæst í verslunum
sem selja Græðandi Banana Boat línuna.
Hárvandamál?
í Heilsuvali, Barónsstíg 20, fást nú yfir 20 sjampó- og
hárnæringar. Þ.á.m. er Banana Boat hárnæring sem
lýsir háriðá náttúrulegan háttá nokkrum mínútum, Naturade
djúphreinsandi 80% Aloe Vera sjampó fyrir venjulegt og
feitt hár, mýkjandi Faith In Nature sjampó úr Jojoba-olíu,
Royal Collection lúxussjampófyrir þurra hárendaog skaðað
hár vegna permanetts og hárlita, Joe Soap Hair Care
hárlýsandi kamillusjampó fyrir Ijóshærða, Banana Boat
flækjubaninn Hair Guard, nærandi Naturica sjampó,
hágæða GNC Aloe Vera sjampó með lesitíni, B-vítamíni,
kamillu og PABA. Fást í verslunum sem selja Græðandi
Banana Boat linuna.
Hrukkubaninn
Sænski húðsérfræðingurinn Birgitta Klemo hefursett á markað
öfluga hrukkuvörn, Náturica hrukkubanann GLA+, 24. tíma
krem úr glandínsýru (hraðar frumuendurnýjun), Aloe Vera
(inniheldur50steinefniogvítamín),PCA(rakaefni), A-vítamíni
(eflir súrefnisflæði um vefi og ver húðina gegn öldrun) og E-
vítamini (hraðar endurnýjun fruma í ysta húðlaginu ogvinnur
gegn exemi og sporiasis).
í Naturica húðverndarlínunni er líka græðandi rakakremið
Hud+kram sem hentar einnig viðkvæmnri húð, þurri, bólóttri
og exemhúð. Naturica húðverndarlínan fæst í Heilsuvali,
Barónsstíg 20, og öllum verslunum sem selja Græðandi
Banana Boat línuna.
NÝTT - NÝTT!
í Heilsuvali, Barónsstíg 20, er stöðugt verið að kynna nýjar
vörur. Nú er farið að selja þar gullfallega íslenska
módeleyrnalokka úr brenndum leir og gómsæta granóla-
barinn Sweet Bar með eplum, hnetum og súkkulaðibitum.
í Heilsuvali er líka boðið upp á hárrækt, megrun o.fl. með
leyser, rafmagnsnuddi og orkupunktum.
Nýtt frá Banana Boat
Nýjungarnar streyma á markað frá Græðandi Banana Boat
línunni. Nú er komið á markað húðnærandi Banana Boat
Dökksólbrunkugel (unnið úr gulrótum) fyrir Ijósaböð,
Banana Boat hreint A-vítamín Retinol & Beta Karotín,
sem hjálpar húðinni aðvinna upp eigin næringarefni, styrkir
frumuhimnurnar, mýkir húðina og stillir rakastig hennar,
Banana Boat hreint kollagen & Elastin, sem mýkir og
stinnir húðina og vinna þannig gegn hrukkumyndun,
Banana Boat E-gel fyrirexem og sporiasis, Banana Boat
Bað- & sturtugel án skaðlegra sápuefna, græðandi
Banana Boataugngel, Banana Boat sólbrunkufestir fyrir
Ijósaböð o.m.fl. Nú fæst Banana Boat hreinasta Aloe Vera
gelið á markaðnum (99,7%) í 4 túpu- og brúsastærðum. Verð
frákr.295,- ‘RdtMNd
HvarfæstGRÆÐANDI LÍNAN?
Reykjavík HEIISUVAL Barónsstíg 20, ÁRBÆJAR-APÓTEK,
BORGARAPÓTEK, BREIBHOLTSAPÓTEK Borgar-
fjördur:BAULAN ísafjörður STÚDÍÓ DAN Bolungar-
vík:SNYRTISTOFAN ARENA HvammstangLFLOTT
FORM - Maria Sigurðardóttir Blönduós: APÓTEKIÐ
Sauðárkrókur.KÚNST Ólafsfjörður: SIGGA & VALA
DalvíkSUNNA Akureyri:HEILSUHORNIÐ Húsavík:
HILMA Þórshöfn ÞÓRDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR Egils-
staðirS.M.Á. NeskaupstaðurSIGURRÓS RÍKHARÐS-
DÓTTIR Reyðarfjöröur:HEILSURÆKTIN Eskifjörður:
SÓLBAÐSST INGUNNAR Fáskrúðsfjörður íSBLÓM
Höfn:APÓTEKIÐ Vestmannaeyjar:SÓLSKIN Selfoss:
HEILSUHORNIÐ Hveragerði:VERSLUN NLFÍ Grindavik:
BLÁA LÓNIÐ Vogar:SÓLARLAMPI Margrétar Helgadóttur
Hafnarfjörður:HEILSUBÚÐIN Kópavogur BERGVAL