Heimsmynd - 01.05.1993, Page 48
w
Istað fyrirsæta á borð við Cindy
Crawford og Claudia Schiffer sem
einkenndu níunda áratuginn með
ávölum línum og stórum brjóstum,
prýða mjóslegnar stúlkur nú forsíð-
ur tíunda áratugarins og þekktustu
tískublöðin skarta fyrirsætum eins
og Meghan Douglas, Kate Moss og
Patricia Hartman, en þær voru á forsíðu
janúarheftis tímaritsins Harpers Bazar.
Imynd tísku sjöunda áratugarins var
fyrirsætan Twiggy, veikluleg, horuð og
flatbrjósta. Vöxtur hennar þótti svo eftir-
sóknarverður að jafnvel harðsvíruðustu
feitabollur lögðust volandi undir megr-
unarpískinn og fóru ekki á mannamót fyrr
en heilu vörubílshlössin af hrossabjúgum
og ljómasmjörlíki höfðu gufað út í
andrúmsloftið.
Plastskór, hárkollur, gerviaugnhár,
plokkaðar augabrúnir, bjöllubuxur og
megrunarkúrar. Ef þetta hringir einhverri
bjöllu í hausnum á kvenkynslesendum eru
þær sjálfsagt smitaðar af Twiggy-bakt-
eríunni. Nema þær séu virðulegar hús-
mæður með Twiggy-búninginn ofan í
dragkistu. Hann fær þá ekki að vera í friði
mikið lengur. Eftir nokkurra ára baráttu
við að komast aftur í mjúkinn hjá ungu
kynslóðinni hefur þessi tíska náð almenn-
um vinsældum aftur. I búðargluggum má
nú líta sama varninginn og gerði allar
stelpur vitlausar árið 1967 þegar verslunin
Karnabær sá um að reykvískar ungpíur
gætu tollað í tískunni.
„Tískan er komin niður á jörðina aftur,“
segja bandarískir tískuspekúlantar. „Sýn-
ingarstúlkur nota minni farða og klæðast
ódýrari fötum. Þær spila ekki kynferði sitt
á hæsta mögulega styrk. Þær eru ekki
fullkomnar og nærri hvaða stúlka sem er
gæti verið ein af þeim.“
í takt við fatnaðinn spila útvarps-
stöðvamar nú tónlist frá sjöunda áratugn-
um oftar en nokkurn tímann áður. Loksins,
loksins segja þeir sem ekki hafa fundið
útvíðar buxur við sitt hæfi í verslunum
undanfarin tvö ár því verslunareigendur
hafa sagt því miður, það gengur svo illa að
koma þeim út. Eftirlegukindur sextíu og
átta-kynslóðarinnar sem ekki náðu að
tileinka sér íhaldssemi og upparnir dæmdu
til dauða, fá nú loksins uppreisn æru. Þeir
hafa yfirbragð gúrúa þar sem þeir spranga
um síðhærðir með bönd í hárinu og flauta
með hippatónlist nútímans. Unga kynslóð-
in hefur tekið þá í sátt. Hanna Frímanns-
dóttir hjá Karon-samtökunum tilheyrði
hinum eftirsóknarverðu Twiggy-týpum á
sínum tíma. Af öðrum Twiggy-týpum sem
voru og hétu og við þekkjum í dag má
nefna Svanhildi Jakobsdóttur, Ragnheiði
Pétursdóttur sem varð þriðja í keppninni
Fulltrúi ungu kynslóðarinnar árið 1969 og
starfaði eftir það með Módelsamtökunum
og Matthildi Guðmundsdóttur sem var
aðalskvísan hjá Módel 79 á sínum tíma.
Henný Hermannsdóttir var Fulltrúi ungu
kynslóðarinnar árið 1969 og sigraði eftir
það í keppninni Young International og
starfaði um tíma að fyrirsætustörfum
erlendis. Hún hefur eftir það unnið með
Módelsamtökunum auk þess sem hún
starfar sem danskennari.
„Eg var að vinna erlendis, bæði í London
og Kaupmannahöfn, á þeim tíma sem
Twiggy-tískunnar fór að gæta,“ sagði Henný
Hermannsdóttir. Ég hafði því betri aðgang að
tískunni en margar aðrar. I Reykjavík var
aðeins ein tískuverslun á þessum tíma og það
var Kamabær. Hún sá um að mata okkur á
því sem var að gerast erlendis og við
bókstaflega rifumst um allt sem kom þar í
hillumar. Það var því æðislegt að koma heim
með fullar töskur af fötum sem ekki höfðu
sést héma heima. I þessari línu var alveg
sérstök áhersla á augun og þau áttu að virka
mjög stór. Áður en gerviaugnhárin komu til
sögunnar máluðum við augnhár í kringum
augun. Hárgreiðsla Twiggy var einnig mjög
sérstök og hárkollur urðu mjög vinsælar fyrir
þær sem ekki vildu fóma síða hárinu og ég
var ein þeirra.
„Mér finnst orðið tímabært að fá þetta
útlit aftur,“ sagði Svanhildur Jakobsdóttir.
„Það em liðin tæplega þrjátíu ár. Ég man
eftir því þegar Oli Gaukur, maðurinn minn,
fór til London og kom aftur með alveg
æðisgengin föt einmitt í þessum stíl. Það var
fjólublá buxnadragt; þröngur jakki og
útvíðar buxur í stíl og við þetta voru
fjólubláir uppreimaðir skór. Hárgreiðslan
var stutt og tvískipt í anda Twiggy og maður
lét ekki sjá sig úti á götu öðravísi en með
fölsk augnhár.“
„Mesta áherslan var lögð á augnmálning-
una,“ sagði Hanna Frímannsdóttir. Það voru
svört breið strik í kringum augun og fölsku
Frá vinstri: Hanna
Frímannsdóttir hjá
Karon-samtökunum
sem ung mjóna.
Hanna eins og hún
lítur út í dag. Twiggy
sem kom afstað
megrunarceði meðal
unglingsstúlkna á
sjöunda áratugnum.
Henný Hermanns-
dóttir danskennari og
fyrrverandi fyrirsœta
sem ung skvísa.
Henný í dag.
Svanhildur Jakobs-
dóttir söngkona á
mjónu-tímabilinu.
Svanhildur ídag.
8131!