Heimsmynd - 01.05.1993, Qupperneq 49

Heimsmynd - 01.05.1993, Qupperneq 49
augnhárin kórónuðu alla dýrðina. Augun áttu að virka á stærð við undirskálar og þetta var óneitanlega mjög smart.“ Hanna sagði einnig að þetta afturhvarf til sjöunda áratugarins fæli bæði í sér tísku og einnig vissa uppreisn gegn tísku eins og fyrirmyndin hjá 68-kynslóðinni. „Það voru annars vegar við sem horfðum til Twiggy og kappkostuðum að fylgja tískunni og síðan þær konur sem síðar urðu róttækar, ekki síst í kvenfrelsismálum, og lögðu sérstaka áherslu á að vera ekki í tísku og notuðu til dæmis aldrei varalit. Mér fannst þær alltaf dálítið spennandi og tískan sem tók við af Twiggy var meira í ætt við þær, til dæmis mussur og bönd í hárinu. En ég vogaði mér ekki að leika það eftir enda hefði mamma orðið vitlaus, hún lagði blátt bann við öllu slíku. Ég átti þó mussur hangandi inni í skáp en notaði þær afar sjaldan.“ T|víbökur og vatn,“ sagði Henný þegar hún var spurð um vinsælasta megrunarkúrinn á Twiggy-tímanum. „Matur hvorki heillaði né heldur að svengd sækti að. Þær allra hörðustu gengu líka alltaf með tannbursta á sér sem þær stungu upp í kok til að geta gubbað öllu öðru sem þær settu ofan í sig. Þessir svæsnu megrunarkúrar voru í gangi en sýningarstúlkur voru lítið í þeirri deild því að þær þurftu að hafa þennan vöxt annars þýddi ekki fyrir þær að reyna. Þær voru þó sumar í tannbursta- JJastskór, hárkollur, gerviaugnhár, plokkaðar augabrúnir, bjöllubuxur og megrunar- kúrar. deildinni og á ferðalögum erlendis í kjölfar sigursins héma heima, þá man ég eftir að í þau fáu skipti sem við fórum fínt út að borða fengum við okkur þurra steik með grænmeti og strax að máltíð lokinni fóru margar inn á klósett og skiluðu steikinni beint aftur í klósettið. Ég er sjálf alltof mikið fyrir mat til að færa slíkar fómir og hef alltaf verið. En þetta var allt í kringum mann á þessum tíma. Aðspurð um hvort það hefðu verið einhverjir harðsvíraðir megrunarkúrar í gangi til að framkalla þetta útlit, sagði Svanhildur: „Ég varð ekki vör við það enda reyndi ég ekkert sér- staklega að vera grönn. Ég hef alltaf verið mjóslegin án þess að þurfa að hafa fyrir því. En sjálfsagt hafa þær sem voru feitlagnar gert eitthvað til að grenna sig og það hefur alltaf verið þannig. Ég hefði sjálf farið í megrunarkúr ef ég hefði þurft þess. Það að vinna við að standa uppi á sviði krefst þess að maður tolli í tískunni. Þetta voru auðvitað öfgar síns tíma og Twiggy hefur sjálfsagt verið vannærð enda kom hún úr mikilli fátækt og þó að tískan komi aftur tekur hún breytingum. Þetta tímabil sem hefur verið undanfarin ár er heldur ekki laust við öfgar og þær kröfur sem hafa verið gerðar hafa orðið þess valdandi að konur hafa í meira mæli farið í plastik og mér finnst það ekki jákvætt. Ég var sjálf aldrei jafn mjó og Twiggy en ég get séð á gömlum fötum að ég hef verið ansi grönn.“ A áttunda áratugnum komst í hámæli dularfullur sjúkdómur meðal unglings- stúlkna sem lýsti sér með hríðversnandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.