Heimsmynd - 01.05.1993, Qupperneq 52

Heimsmynd - 01.05.1993, Qupperneq 52
andlegan þroska í sturtuklefum skólaleik- fiminnar þar sem allar líkamsbreytingar eru mældar og vegnar eftir þeim lögmálum sem ríkja hverju sinni. Um ellefu ára aldurinn fyllist allt af litlum frúm sem ganga hoknar til að gnæfa ekki yfir krakkaskarann og klæða sig í og úr í hnipri í homi búningsklefans til að niðurlægingin verði ekki öllum ljós. Hvflík sæla er ekki þá að vera vaxin eins og lakkrísrör og geta notið þess að renna sér fótskriðu í sturtuklefanum í nokkur ár í viðbót. En öll völd taka enda um síðir og áður en veturinn er á enda eru það lakkrísrörin sem staulast fölleit meðfram veggjum og bera öll sálræn einkenni útskúfunar. Sturtu- klefinn er orðin fullur af brjóstum og einkennilegri svitalykt sem gerir mann ringlaðan og í homi æfingasalarins sitja þær lífsreyndu og horfa upphafnar yfir salinn þar sem kvenlegar sveigjur, mjaðmasveiflur og teygjur hafa tekið við af Tarsanleikjunum. Vegna þess að konur vilja síður hætta að vera litlar prinsessur eða öskubuskur, eldast upp úr ævintýrinu og verða það sem á fyrir okkur öllum að liggja, vondar drottningar, að eilífu dæmdar til að stikna í logum öfundsýkinnar þegar komist er fyrir andlitsfarðann og svikin, þá emm við að sjálfsögðu mjög sveigjanlegar þegar kemur að því að stytta leiðina með aðstoð þeirra meðala sem til em á hverjum tíma þó að fæstar göngum við jafn langt og systur Öskubusku sem hjuggu framan af fætinum til að geta tyllt tánum í mjóa kvenlega skóinn. Það hefur ekki alltaf verið sársaukalaust að tolla í tískunni og meðan tískukonur síðustu ára harka af sér eymsli undan sflikoni eða kasta mæðinni eftir glímuna við líkamsræktarstöðvamar áttu formæð- umar einnig sínar fómarathafnir við altari tískunnar. Lótusfætumir kínversku sem þarlendar konur náðu fram í níu aldir með því að reyra fætur sína saman þannig að þeir héldu bamslegu yfirbragði sínu kostuðu blóð svita og tár. Hvattar áfram af skáldum og sjarmatröllum kappkostuðu yfirstéttarkonumar að öðlast hina kven- legu lótusfætur og reyrðu fæturna frá bamsaldri og útkoman varð oft afmyndaðir stubbar sem úr vall fúlt blóð og gröftur. A Viktoríutímanum voru vestrænar yfirstétt- arkonur reyrðar fast saman þar til mittið líktist helst kaðli og ímynd konunnar var að þola ekki minnsta áreiti án þess að þær hnigju í yfirlið og það í fangið á næsta karlmanni sem fékk það hlutverk að stumra yfir hinu græna mani og vera til staðar þegar gyðjan vaknaði af svefninum og barði hetjuna svefndrukknum augum. Karlþjóðinni stóð því afar lítill stuggur af þessum síhrapandi kvennafjölda en það var óneitanlega krydd í tilveruna að bjarga mörgum konulífum á hverjum einasta dansleik sem yfirstéttin hélt. Nútímakonan reyrir sig með mataræði, og bjargar sér sjálf inná spítala þegar megrunaráráttan er orðin sjúkleg. Karl- menn eru ekki í því hlutverki að grípa konur þegar þær detta. Ekki nema þeir keyri sjúkrabíl og í sjúkrarúmi geta þær síðan legið með tæmar uppí loft og lesið læknarómana. Það var þó áberandi krafa í upphafi níunda áratugarins að fyrirsætur væru ungar og flestar sem þá komu fram á sjónarsviðið byrjuðu að stunda fyrir- sætustörf bamungar og nægir þar að nefna íslensku súpermódelin Kristínu Haralds- dóttur, en hún var aðeins þrettán ára þegar hún komst í úrslit Elite-keppninnar héma heima árið 1983, og Berthu Maríu Wag- fjörð sem var sextán ára þegar hún vann Elite-keppnina árið 1987. Eftir því sem þroskaðri konur komust í tísku hækkaði aldur fyrirsætanna og það þótti ekki lengur við hæfi að barnungar stúlkur sýndu dýrar kvendragtir sem áttu að skýla nekt hinnar þroskuðu heimskonu. Jafnframt urðu hinar eftirsóknarverðu línur ávalari ólíkt því sem núna gerir sig þegar kvenlíkaminn á öðru fremur að vera herðatré á tveimur mjóum fótum. Þannig tók fegurðarímynd kvenna líka stöðugum breytingum ffam eftir öldinni. Á fyrsta áratug aldarinnar var hin svokallaða Gibson-stúlka í tísku, hnarreist með barm- inn fram og rassinn aftur. Og á þriðja áratugnum var strákslega konan í móð. Á fjórða áratugnum vildu allar málsmetandi konur líkjast Lönu Tumer eða Mae West og sala á gervibrjóstahöldurum rauk upp. Á stríðsárunum vom konur líka æskilegar út á vinnumarkaðinn og þær áttu því að vera sjálfstæðar og virkar, æstar í að leggja hönd á plóginn. En þeim var smalað aftur líkt og sauðfé heim á bæina og ímynd konunnar féll aftur í ljúfa löð eða hið ljúfa löður ætti maður kannski heldur að segja. Brjóstin og þrýstni vöxturinn átti upp á pallborðið langt fram eftir sjötta áratugnum, þéttur rass og mikill barmur, þar til bítlatískan náði hámarki með Twiggy sem þurrkaði út alla slíka „óþarfa" fitusöfnun. I gegnum tíðina hafa bæði heilsu- samlegri og metnaðarfyllri kröfur verið 52 gerðar til kynþokka karlmanna. Það þykir ekki verra að þeir hristi af sér bumbuna með reglulegu skokki eða tvíhendi járnlóðum undir drynjandi diskótakti en höfuðmálið er samt hvernig þeir eru frá náttúrunnar hendi og hvort þeir hafa sveist yfir skólabókum og hafi stall í tilverunni sem auðveldar þeim að raka til sín lífsins gæðum. Á tímum megrunarkúra safna þeir hári og spara sér peningana sem annars hefðu runnið til rakarans, línur þeirra hafa fullkomið frelsi og ekkert eitt í tísku lengur. Við lifum á samkynja tímum. Sjálfspíslarhvötin hefur lögsögu yfir líkama konunnar en karlar hafa gert uppreisn frá því sem áður var, mjúki maðurinn breyttist síðan yfir í vöðvastælta kyntröllið með skeggbroddana. í gegnum tíðina hefur karlmannatískan lagað sig að lflcama karlmanna en kvenlíkaminn lagað sig að kvenfatatískunni. En hvað gerir konur svona ginnkeyptar fyrir auglýsingum, tísku og fjöldamenn- ingu. Ekki er það auglýsingaiðnaðurinn í sjálfu sér sem er svona hættulegur, nema hann falli í allt of frjóan jarðveg. Eða viljum við fá viðvaranir á tískutímaritin líkt og á sígarettuauglýsingamar: „The Surgeon general has determined that starving can be dangerous to your health.“ Lausnin er augljós enda margtuggin. Breytingar á konuímyndinni hafa verið margslungnari en svo að þær einskorðist við tískuna. Kventískan hefur öllu heldur stjómast af mismunandi kröfum til kvenna á hverjum tíma fyrir sig. Konur hafa ýmist verið skikkaðar til að vera heima eða halda út á vinnumarkaðinn, og mismunandi kventýpa hentar því mismunandi kröfum ágætlega. Er tíðarandinn jákvæður í garð sjálfstæðra kvenna þegar raddir um upplausn í fjölskyldunni verða æ háværari og sífellt stærri hluti vinnufærra karlmanna á Vesturlöndum gengur atvinnulaus. Mikil umræða hefur orðið um bakslag í kvenna- baráttu og kannski ætlar nútímakonan að gefast upp og fara aftur inn á heimilið og láta reyna á nýjustu megrunarkúrana. Það er þó eitt sem gerir þetta afturhvarf til sjötta áratugarins meira spennandi annað en að þetta er óneitanlega töff. í klæðaburði reynir nú meira á hugmyndaflug ein- staklingsins en áður. Nostalgían er líka farin að fara stuttan hring þannig að í mörgum fataskápum má enn finna leifar frá hippatímabilinu, og ef ekki þar, þá í fataskápnum hennar mömmu. Það er kreppa á Islandi og víðast hvar annars staðar og það er ódýrara að versla á flóamörkuðum en í dýrum tískuverslunum. ■ HEIMS MYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.