Heimsmynd - 01.05.1993, Side 56

Heimsmynd - 01.05.1993, Side 56
ulda Hákon komst þá í hóp virtustu lista- manna Norðurlanda, allt frá Edward Munch, Ágúst Strind- berg (já, hann málaði líka), Asger Jorn og Jóhannesi S. Kjarval, „en það þýðir ekki að ég tilheyri þeim hópi,“ segir hún hógvær. Við opnun sýning- arinnar í Barbican Center í London gekk Elísabet II að Huldu og spurði hana hvort hún væri ekki íslenskur málari. „Ég er myndhöggvari,“ svaraði Hulda og í fram- haldi af því spurði drottningin hvar verkin hennar væri að finna í sýningarhöllinni þar sem aðrir fulltrúar Islands voru, Jóhannes S. Kjarval, Svavar Guðnason og Sigurður Guðmundsson. Þessi sýning var sögulegt yfirlit á norrænni myndlist. Þótt Huldu þætti mikið til þess koma að vera fulltrúi íslands í þessum merka hópi listamanna í Barbican síðastliðið haust, segir hún það samt ekki toppinn á sínum listræna metnaði eins og boðið á Sidney- tvíæringinn var. Þá var hún ekki síður ánægð með opnun sýningar á verkum sínum í Galerie Ozwei í Berlín um áramótin síðustu en sú sama sýning var nýlega flutt yfir til Kiel í Norður- Þýskalandi. „Þar sem ekkert hefur selst er þetta orðin farandsýning," segir Hulda sem er nýkomin frá Kaupmannahöfn þar sem hún hélt fyrirlestur um verk sín. Líf listamanna er ekki alltaf dans á rósum. En lánið hefur leikið við Huldu undanfarið. Hún er á starfslaunum frá Reykjavíkurborg næstu þrjú árin og getur því sinnt myndlistinni að vild. Það hefur ekki alltaf verið svo. Og Jón Óskar, maðurinn hennar, sem einnig er mynd- listarmaður, komst nýlega á starfslaun hjá ríkinu. Jón Óskar hefur löngum unnið fyrir sér sem útlitsteiknari á blöðum og tímaritum en einnig sýnt mikið erlendis. Af listamönnum yngri kynslóðarinnar þykja þau í hópi þeirra athyglisverðustu en þessi tvö eru jafnframt ólíkir listamenn, Jón Óskar með sín flennistóru verk, oft af andlitum „sem virka nakin í einsemd sinni" eins og einhver orðaði það, og Hulda með trétöflurnar með sinni sérkennilegu neðan- málsskrift að ógleymdum gipsmyndum af fólki og dýrum. Hulda talar um lífið og tilveruna rétt eins og staðreyndir hversdagslífsins, segir enskur listfræðingur og bætir við að þannig tali Hulda jafnframt um anda eða drauga eins og komi best fram á sjálfsmynd hennar í hópi sjö drauga (1988), en sú mynd er í eigu Listasafns íslands. Þegar Hulda heimsækir mig á dimmu síðkvöldi seint um vetur tekst henni að gera mig mjög órólega þegar hún kveður og fer að spyrja mig hvort ég hafi orðið vör við marga framliðna þarna inni. „Ég hef gaman af draugasögum," segir hún. Ég set öryggiskeðjuna á og horfi á eftir henni háleggjaðri í pönkuðum, svörtum leður- jakka labba undir norðurljósunum eins og ekkert sé. Hér áður fyrr hafði hún Heiðu Berlín, fallega sheffertík, stöðugt með sér en nú er Heiða Berlín bara til á mynd. Hún var veil fyrir hjarta og náði aðeins þriggja ára aldri. Það var eins og henni tækist aldrei fullkomlega að fóta sig í þessari jarðvist, þessari kiðfættu sheffertík. Eitt kvöldið lá Heiða Berlín á stigapallinum í húsi listamannanna við Hverfisgötu. Það amaði eitthvað að henni án þess að Hulda gerði sér fyllilega grein fyrir hvað það væri. Þau voru að fara út á lífið, líkast til upp á 22, á horninu á Laugavegi og Klapparstíg. Þegar þau komu heim aftur var Heiða Berlín orðin mjög veik og hún dó þá sömu nótt. Þau grófu hana í garðinum og Hulda grét og ásakaði sjálfa sig fyrir að hafa ekki verið hjá tíkinni þessar síðustu stundir. Verk Huldu Hákon, málaðar trétöflur með gipsmyndum, sýna gjaman aðstæður þar sem venjulegt fólk stendur andspænis ofurveldi náttúrunnar eða við hlið ímynd- aðra fígúrá, sögupersóna eða draumavera. Neðst á töflunum standa skrýtnar setningar og athyglisverðar fremur en þær feli í sér bókmenntalegt gildi, „en þær eru skáldskapur. Kannski ekki góður skáld- skapur en samt skáldskapur". Kímnin ber í sér bæði fáránleika og mildi. „Ég er ekki agressív.“ Og þessar skrýtnu kringum- stæður sem dregnar eru upp vekja spum- ingar. „Það er það sem ég vil að gerist." Hvað er fólkið að gera fljótandi í lausu lofti? „Það er ekkert svar til við því. Það liggur jafnt hjá áhorfandanum sem mér.“ Hið dulræna er ekki fjarri Huldu. Amma hennar í sveitinni, Kristín Margrét Jósefína Björnson, varaði hana við að ganga á ákveðnum steinum til að styggja ekki álfana þegar Hulda var bam. „Amma er 92 ára og hún hefur haft mjög mikil áhrif á mig. Hún er ákveðin og gáfuð kona. Það var hún sem vakti áhuga minn á íslenskum menningararfi, sérstaklega þjóðsögunum.“ En Hulda var komin langt frá þeim veruleika eða óraunveruleika þegar hún hélt til New York ásamt Jóni 1980. Þau kynntust í Menntaskólanum við Tjömina, ótrúlega lfk í útliti og bæði mjög áhugasöm 56 um myndlist. Enda lá leið þeirra beggja í Myndlista- og handíðaskólann að loknu stúdentsprófi. Hulda var aðeins sautján ára gömul þegar hún varð ófrísk að Burkna syni sínum og líf þeirra Jóns Óskars gjörbreyttist. En það kom ekki í veg fyrir að þau héldu til New York nokkrum ámm síðar, þar sem þau voru bæði við nám og bjuggu í fimm ár. Halldór Björn Runólfsson listfræðingur segir að áhrifa goðafræðinnar hafi strax gætt í verkum Huldu. Ástæðu þessa segir hann tvíbenta. í fyrsta lagi hafi þetta verið heimþrá og hins vegar hafi hún með þessu móti haldið tengslum við þá menningu og þann arf sem hún ber einlæga virðingu fyrir. Að ýmsu leyti má segja að verk hennar minni sum á altaristöflur í gömlurn, íslenskum kirkjum. Dvölin í New York hafði mikil áhrif á Huldu. „Það er gott veganesti að fá að nema í þessari háborg menningar nútímans og geta gengið að því besta sem gerist í listinni. Um skeið vann ég í þekktu galleríi í Long Island City, litlu hverfi milli Queens og Brooklyn, en þetta er eitt þekktasta galleríið í New York. Ég á mjög góðar minningar þaðan, þegar ég sat ein úti í horni með listaverkunum eins og kona á Þjóðminjasafninu. En ég komst fljótt að því að minn mest metni hæfileiki á þessum árum þegar ég var að leita að vinnu eða verkefnum var að ég kunni að prjóna, því best launaða starfið sem ég fékk var hjá fatahönnuði." Hún hreifst af hörðum andstæðum borgarinnar og sogaði áhrifin til sín. Ein af hennar fyrstu myndum sýnir skýjakljúfana í New York með hundinn Heiðu Berlín og köttinn Krumma í forgrunni. Hún strýkur dýrunum varlega, eins og þau séu lifandi, og segist sakna þeirrar leikgleði sem hafi einkennt fyrstu verkin. „Nú er ég orðin agaðari og um leið gagnrýnni,“ segir hún. „Ég læt ekkert frá mér nema ég sé fullkomlega ánægð og það er ákveðinn hemill í sköpuninni.“ Hún flissar og bætir við að það höfði svo sterkt til sín þegar fólk láti allt vaða. Svo virðist sem fólk höfði sterkt til Huldu en hún haldi sér í ákveðinni fjarlægð frá því. Hún skoðar það brosandi og gleymir eigin óöryggi á meðan. Þannig lýsir hún Margréti Danadrottn- ingu á sýningunni í Barbican sem „ofsalega flott konu, í dumb- rauðum kjól með (framhald á bls. 97) Hulda Hákon við verk sitt: Taking advantage ofa Situation in the Midnight sun. HEIMS MYND

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.