Heimsmynd - 01.05.1993, Síða 60
Hún
er
r
■ inu sinni skoðaði
■ ég hús til sölu
I eftir auglýsingu í
■ blaði ásamt öðru
M fólki. Kostir
Æ hússins voru
tíundaðir
auglýsingunni.
Þetta var einbýlishús á besta stað, á þremur
hæðum og með gróðurhúsi með rósatrjám.
Við fórum á staðinn til að berja dýrðina
augum og það sem blasti við hefði eins
getað verið skopstæling á auglýsingunni.
Húsið var gamalt og í niðurníðslu enda
hafði verkafólkið sem átti húsið sjálfsagt
átt fullt í fangi með að vinna fyrir
afborgunum og haft lítinn tíma til að
glugga í híbýlablöð og gera hlutina í það
stand sem hugurinn stóð til. í öllum
hornum hússins voru grátandi smáböm og
kassar með eigum húsráðenda stóðu í
stöflum upp við veggina. Eftir að hafa
drukkið kaffi með húsmóðurinni fórum við
stutta ferð um húsið. Konan gekk eins og í
leiðslu á undan okkur og strauk hverri
spýtu og hverjum gluggalista eins og
ástvini og lýsti húsinu eins og það væri
höll. Áfram gengum við í humátt á eftir
konunni, gegnum tvö barnaherbergi, upp
og niður þrönga stiga og í gegnum kjallara
út í rósahúsið þar sem aðeins ein guggin
rós prýddi umhverfið og hún hallaði undir
flatt eins og til að túlka þær tilfinningar
sem einu sinni bærðust í hjörtum þeirra
sem í þessu húsi ætluðu að búa sér og
sínum heimili en voru nú á leið hvort í sína
áttina. „Ég ætla út á land með börnin í
fiskvinnu," upplýsti konan, og maðurinn
sem bograði yfir kössum leit upp og hálf
hvíslaði: „Við erum að skilja.“
„Við ætlum að kaupa annars staðar,“
sagði konan og reyndi að leyna ástandinu
eða vildi ekki sjá það. Hún var ung. Rétt
tæplega þrítug og hún barðist við að ýta
þeirri hugsun frá sér að verða
húsnæðislaus, einstæð móðir með þrjú
börn. Við vildum heldur ekki sjá það.
Hrósuðum húsinu og ætluðum að hringja
seinna. Lugum, létum aldrei heyra frá
okkur. En það olli samviskubiti að hafa
Bergrún Antonsdóttir býr ásamt tveimur
bömum sínum í leiguíbúð frá Örorku-
bandalaginu. Hún starfaði sem fóstra
fram til ársins 1989 og þá í Noregi þar sem
hún veitti forstöðu barnaheimili. í
nóvember þetta sama ár greindist hún með
krabbamein í brjósti og kom þá til íslands
nokkrum dögum seinna og var þá skorin
upp. Við tók geisla- og sprautumeðferð og
í ágúst 1990 hélt hún aftur út til Noregs.
„Ég fór rólega af stað í vinnu samkvæmt
læknisráði en var fljótlega farin að fá verki
í mjöðmina. Læknarnir sem ég ráðfærði
mig við úti héldu að þetta stafaði ýmist af
vöðvabólgu eða klemmdum taugum og
væri óviðkomandi krabbameininu, en um
jólin var ég orðin svo slæm að ég komst
varla úr rúmi og í kringum febrúar var ég
lögð inn á spítala enda höfðu fætumir á mér
stirðnað. Inni á spítalanum fékk ég morfín
og þar lá ég fyrir þangað til fjölskylda mín
héma heima hafði samband við íslenskan
lækni og Sigurður Bjömsson krabbameins-
læknir hringdi í mig út. Eftir að hafa talað
við hann tók ég ákvörðun um að fara aftur
heim til Islands og mágur minn kom út og
aðstoðaði mig við að komast heim en ég var
bundin við hjólastól. Bömin komu svo á
eftir mér nokkrum dögum seinna ásamt
vinafólki mínu og við höfum verið á íslandi
síðan þá. Ef ég hefði verið áfram úti hefði
ég þurft að bíða fram í apríl eftir að komast
í geislameðferð en hér voru strax gerðar
ráðstafanir. Það er mikill munur á læknis-
þjónustunni hér og í Noregi og ég fann
glöggt hvað ég var í góðum höndum er ég
var komin heim. Krabbameinið var komið í
beinin og í dag er ég metin 75% öryrki og er
til skiptis í sprautu- og geislameðferð.
Bömin eru núna sex og ellefu ára gömul
og það hefur verið erfitt fyrir okkur
undanfarin ár að vera stöðugt á faraldsfæti.
En þau eru ánægð að við höfum fengið
fastan samastað og þau ganga í skóla héma.
Nú er ég á átta mánaða sprautukúr en þetta
hefur verið sitt og hvað síðustu árin og
heilmikil barátta.
Minn lífsstíll markast af því að ég er
HEIMS 60
mikið rúmliggjandi og ákaflega bundin við
heimilið og uppá aðra komin að öllu öðm
leyti. Það fer stundum í taugarnar á mér
þegar fólk er að koma með ráðleggingar
um hitt og þetta sem á að létta mér lífið en
mér er algerlega ókleift sjúkdómsins
vegna. Það er ekki óalgengt að mér sé
ráðlagt að fara í langar gönguferðir, en
staðreyndin er sú að það hefur mjög slæma
verkun fyrir mig og kostar langar rúm-
legur. Stundum líður mér eins og ég sé í
fangelsi inni á heimilinu því að ég má lítið
sem ekkert aðhafast sem ég gerði áður til
að stytta mér stundir, ég get til dæmis ekki
prjónað lengur. Fjárhagurinn segir líka sitt
því að það sem ég má gera get ég oftar en
ekki gert sökum peningaleysis. Ég hef í
ráðstöfunartekjur tæplega 80.000 krónur
og í því er allt innifalið, örorkubætur,
tekjutrygging, meðlög, barnabætur og
mæðralaun. Af því borga ég tuttugu og
fimm þúsund í húsaleigu og þá á ég eftir
fimmtíu og fimm þúsund í ráðstöfunar-
tekjur. Lyfin sem ég fékk áður ókeypis þarf
ég að borga í dag og mín hlutdeild í
kostnaðinum hefur verið svo rokkandi að
mér er ómögulegt að taka saman hvað ég
borga mikið í allt. Það er svo breytilegt
milli mánaða. Hver lyfjaskammtur dugir
mér í tvo mánuði og kostar um tíu þúsund
krónur en að auki þarf ég ýmis lyf til að slá
á aukaverkanirnar og kostnaður við þau
bætist ofan á. Þetta hefur þó lagast síðan ég
fékk lyfjakortið fyrir stuttu en áður voru
þetta svimandi háar upphæðir. Ég fékk
með póstinum í dag synjun um frekari
lækkun á lyfjakostnaði en læknirinn minn
hafði sótt um undanþágu frá kostnaðar-
hlutdeild í sjö af þeim lyfjum sem ég þarf
að nota. Það er eitt í sambandi við þessi
lyfjakaup sem mér er ómögulegt að skilja.
Ég er öryrki með lyfjakort og fæ afslátt af
öllum þeim lyfjum sem ég þarf að nota, en
veikist börnin mín eins og gerðist fyrir
skömmu þá þarf ég að greiða lyfin þeirra
fullu verði. Þetta er undarlegt í ljósi þess að
allt kemur þetta úr sömu buddunni. Ég gæti
aldrei lifað af þessum peningum, nema
MYND