Heimsmynd - 01.05.1993, Page 62
_____verslar
Almar Grímsson er lyfsali í Apóteki
Hafnarfjarðar, fimmtugur að aldri,
giftur og á þrjú uppkomin böm sem eru
ýmist búin með háskólanám eða í
háskólanámi. Hann hefur rekið Apótek
Hafnarfjarðar í átta ár en starfaði áður fyrir
WHO, Alþjóða heilbrigðisstofnunina, og
einnig í Heilbrigðis- og trygginga-
ráðuneytinu. „Með því að fara að starfa
sem apótekari finnst mér ég hafa færst nær
fólkinu heldur en í fyrri störfum mínum
sem lutu aðallega að stjórnun og stefnu-
mótun. Ég hef til dæmis búið hér í Hafnar-
firði í tuttugu ár en áður en ég byrjaði með
apótekið þekkti ég varla nokkra sálu utan
fjölskyldu konunnar minnar.
Ég er mikill áhugamaður um útivist,
stunda reglulegar göngur og fer mikið á
skíði og er ómögulegur maður ef ég kemst
ekki í skíðaferðir til útlanda svona einu
sinni á ári. Ég spila brids reglulega og les
mjög mikið og er eiginlega alæta á bók-
menntir og svo starfa ég mikið að félags-
málum og það tekur ansi mikið af mínum
frítíma. Ég hef verið að vinna að sérstöku
verkefni í Eystrasaltslöndunum fyrir
Islenska heilsufélagið en það er hlutafélag
sem ég er aðili að og vinnur uppbygging-
arstarf í samvinnu við alþjóðlegar
lánastofnanir. Aðspurður sagði hann að
tekjur eða lífsstíll þeirra hjóna hefði ekki
breyst neitt í kreppunni. „Lyfsala til fólks
er ekki sveiflukennd heldur alla jafna mjög
stöðug verslun. Sumir vilja meina að
lyfsala aukist í hlutfalli við erfiðleika í
þjóðfélaginu en ég held að það sé líka
orðum aukið. En ég verð auðvitað var við
að fólk hefur minna milli handanna. Ég er
ekkert að bera mig saman við aðra en er
mjög sáttur við það sem ég hef enda hef ég
verið þó nokkuð mörg ár að vinna mig upp
í þessi laun. Ég berst ekkert á, en ég er
efnalega sjálfstæður og ríkari af andlegum
verðmætum. Mér finnst þessi umræða um
launamál apótekara vera mjög brengluð og
þó að sumir þeirra séu vissulega sterk-
efnaðir er það ekkert lögmál sem gengur út
yfir alla stéttina. í lyfjasölu koma allar
tekjur fram enda er ekki neitt hægt að draga
undan og lyfsalar hafa því oft komist á
þennan topptekjulista en ég hef aldrei verið
á honum.
Ég held að ég verði að svara því