Heimsmynd - 01.05.1993, Blaðsíða 62

Heimsmynd - 01.05.1993, Blaðsíða 62
_____verslar Almar Grímsson er lyfsali í Apóteki Hafnarfjarðar, fimmtugur að aldri, giftur og á þrjú uppkomin böm sem eru ýmist búin með háskólanám eða í háskólanámi. Hann hefur rekið Apótek Hafnarfjarðar í átta ár en starfaði áður fyrir WHO, Alþjóða heilbrigðisstofnunina, og einnig í Heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytinu. „Með því að fara að starfa sem apótekari finnst mér ég hafa færst nær fólkinu heldur en í fyrri störfum mínum sem lutu aðallega að stjórnun og stefnu- mótun. Ég hef til dæmis búið hér í Hafnar- firði í tuttugu ár en áður en ég byrjaði með apótekið þekkti ég varla nokkra sálu utan fjölskyldu konunnar minnar. Ég er mikill áhugamaður um útivist, stunda reglulegar göngur og fer mikið á skíði og er ómögulegur maður ef ég kemst ekki í skíðaferðir til útlanda svona einu sinni á ári. Ég spila brids reglulega og les mjög mikið og er eiginlega alæta á bók- menntir og svo starfa ég mikið að félags- málum og það tekur ansi mikið af mínum frítíma. Ég hef verið að vinna að sérstöku verkefni í Eystrasaltslöndunum fyrir Islenska heilsufélagið en það er hlutafélag sem ég er aðili að og vinnur uppbygging- arstarf í samvinnu við alþjóðlegar lánastofnanir. Aðspurður sagði hann að tekjur eða lífsstíll þeirra hjóna hefði ekki breyst neitt í kreppunni. „Lyfsala til fólks er ekki sveiflukennd heldur alla jafna mjög stöðug verslun. Sumir vilja meina að lyfsala aukist í hlutfalli við erfiðleika í þjóðfélaginu en ég held að það sé líka orðum aukið. En ég verð auðvitað var við að fólk hefur minna milli handanna. Ég er ekkert að bera mig saman við aðra en er mjög sáttur við það sem ég hef enda hef ég verið þó nokkuð mörg ár að vinna mig upp í þessi laun. Ég berst ekkert á, en ég er efnalega sjálfstæður og ríkari af andlegum verðmætum. Mér finnst þessi umræða um launamál apótekara vera mjög brengluð og þó að sumir þeirra séu vissulega sterk- efnaðir er það ekkert lögmál sem gengur út yfir alla stéttina. í lyfjasölu koma allar tekjur fram enda er ekki neitt hægt að draga undan og lyfsalar hafa því oft komist á þennan topptekjulista en ég hef aldrei verið á honum. Ég held að ég verði að svara því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.