Heimsmynd - 01.05.1993, Page 63

Heimsmynd - 01.05.1993, Page 63
með lyf játandi,“ sagði Almar, þegar ég spurði hvort honum fyndist stéttaskipting vera að aukast. En mín afstaða er þó ekki sérlega stéttameðvituð enda á ég bæði tengdafólk og félaga úr öllum stéttum. Þegar ég komst í efri lög samfélagsins hef ég að sjálfsögðu tilhneigingu til að sjá þetta allt úr mínu sæti en mér finnst launabil vera að aukast til hins verra. Það er þó aldrei hægt að komast að neinni afgerandi niðurstöðu um hvað sé sanngjamt í launamálum og fólk sem ber mikla ábyrgð á að mínu mati að fá greitt í samræmi við það. Aðspurður um þá þróun að auka hlut sjúklinga í lyfjakostnaði, sagði Almar, að þetta kæmi mjög misjafnlega niður á fólki og því væri erfitt að tala um neitt meðaltal í þessum efnum. Að hluta til fyndist honum þetta rétt þróun en það væri slæmt að meðan þessar breytingar hefðu verið að ganga í garð hefði lyfjaverð verið mjög rokkandi og það hefði komið illa við marga. „Eg held persónulega að þetta hafi komið verst við margt bamafólk ólfkt því sem stundum er haldið fram að aldraðir og öryrkjar hafi orðið verst fyrir barðinu á þessari breytingu, þar kemur til að sýkla- lyfin eru ekki lengur greidd af Trygginga- stofnun og þau geta verið dýr og ef barna- hópurinn er stór geta fylgt mikil fjárútlát. Almar var beðinn að setja sig í spor krabbameinssjúkrar konu sem lifir af örorkubótum og hefur fyrir tveimur bömum að sjá. „Það er alltaf erfitt að setja sig í spor annarra en ég held að það séu alltaf fyrst og fremst sjúkdómurinn og ugg- vænlegar horfur sem eru truflandi fyrir hennar líf,“ sagði hann eftir nokkra umhugsun. „Það þarf líka alveg sérstakt andlegt atgervi og hugdirfsku til að kljást við þennan sjúkdóm og annast tvö böm í leiðinni. Eg hef kynnst fólki í svipuðum aðstæðum í gegnum starf mitt með Krabba- meinsfélaginu og er því ekki ókunnugur þessu máli. Ég mundi ráðleggja henni að umgangast fólk sem á við þennan sjúkdóm að etja því að það er alltaf betra að vera ekki einn um vandamálin. Margir leita í truna á guð og sinn æðri mátt og ég hef sjalfur fengið meiri áhuga á trúmálum með árunum.“ ruðst inn í drauma annarrar manneskju og séð það sem ekki átti að sjást. Osigurinn. Eftir á lifir sú tilfinning að sá sem laug að þessu fólki að heiðarleg vinna geri fólki endilega kleift að láta jafnvel hversdags- legustu drauma um barnaherbergi og rósarunna rætast, að sá loddari ætti skilið að hengjast. Síðan þetta var eru liðin nokkur ár og lífskjör verksmiðjufólks líkt og þeirra sem ætlaðu sér að eignast húsið góða hafa verið í hraðri afturför í þjóðfélaginu. Atvinnu- leysi ógnar æ fleiri hópum en hefur hingað til komið harðast niður á þeim sem starfa í framleiðslugreinunum. Fleiri raddir kveða úr um að þörf sé á niðurfærslu lífskjara, líkt og í Finnlandi og Færeyjum, og sú endurskipulagning er víða hafin innan fyrirtækja og hér í formi niðurfellingar á hverskyns yfirborgunum og sporslum sem hvergi eru inni í taxta. Efnahagsaðgerðir ríkisstjómarinnar hafa ennfremur orðið til að skerða kjör þeirra ver settu í þjóð- félaginu og margir þykjast sjá þess enn frekari merki að bilið milli hinna ríkari og fátækari sé að aukast. Umræðan um einkaskóla verður enn háværari eftir því sem skerðingin í Grunnskólum ríkisins verður meiri og til að svara kröfum um samfelldan skóladag hafa tómstundaskólar fengið aðstöðu í sumum skólum eftir kennslu og nemendur geta fengið þar inni. Um leið og við erum búin að skerða menntun bamanna okkar erum við búin að veikja grundvöll þess lýðræðis sem við búum við og minnka möguleikann á því að sem flestir séu í stakk búnir til að taka þátt í umræðu um þjóðfélags- og efnahagsmál. Umræðu sem verður sífellt sérhæfðari og flóknari og um leið fjarlægari hinum almenna þátttakanda. Á þessum tímum þar sem saumað er að láglaunafólki fer stórum jeppum og glæsi- kerrum fjölgandi á götunum, sala á ódýrari bifreiðum hefur hinsvegar dregist saman, en druslurnar ganga líka ennþá kaupum og sölum. Oft heyrist það að Island sé svo að segja stéttlaust þjóðfélag þó að þeim fari fækkandi sem gangi fram fyrir skjöldu og haldi því fram. Hér eru lítil sem engin hverfi þar sem eingöngu býr láglaunafólk þó svo að dæmi séu um andstæðuna, það er hverfi þar sem eingöngu býr hátekjufólk. Bömin ganga mestmegnis í sömu skóla og í flestum fjölskyldum eru fulltrúar fleiri en eins tekjuhóps. Flestir eiga kost á þeirri menntun sem hugurinn stendur til, eða er ekki svo? Einstæða móðirin á Sóknarkaup- inu leigir íbúð í kjallaranum hjá banka- stjóranum og beint á móti býr embættis- maðurinn við hliðina á kennaranum. Hugleiðingar um stéttaskiptingu virðast þó einkenna lágtekjufólk öðrum fremur sem merkja vonbrigði barnanna sinna þegar þau geta ekki fengið að kaupa þau föt sem mest eru í tísku í skólanum eða verða ódæl og pirruð af því að pabbi eða mamma eru alltaf að vinna og eru þreytt og úrill á kvöldin að nöldra um peninga. Eftir að Islendingar eignuðust peninga til að byggja hér upp góð lífsskilyrði fyrir fleiri en eina fámenna embættismannastétt, hefur hver kynslóðin á fætur annarri komið inn með nýtt gildismat á því hvernig þeim skildi varið. Sú kynslóð sem er núna að koma sér fyrir hefur þó önnur skilaboð að leiðarljósi: Hvernig á að að verja minni peningum án þess að skerða hlut þeirra sem nú skipa valdastéttirnar. Sú kreppa sem nú er til komin er þó ekki síst afleiðing af gegndarlausu bruðli ráðamanna með opinbera sjóði þar sem bankastofnanirnar styðja dyggilega við bakið á þeim. Það er stutt síðan færeyskir stjórnmálamenn klessukeyrðu þarlent efnahagslíf fyrir fullt og allt og orsakir skipbrotsins voru öllum ljósar, óarðbærar fjárfestingar að mestu fjármagnaðar með erlendum lánum. Færeyskir ráðamenn hentu peningum nánast umhugsunarlaust í gæluverkefni einstakra kjördæma til að halda áhrifum sínum. Hér hefur sama gatan verið gengin til ills og almennt launafólk, sjúklingar og barnafjölskyldur hafa fengið reikninginn afhentan. ■ 63 HEIMS MYND

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.