Heimsmynd - 01.05.1993, Side 66

Heimsmynd - 01.05.1993, Side 66
HUN ERIVERKALYÐSFORY STU -v r v r v r •y r ■v A Að vera í verkalýðsbaráttu er lífsstíll,“ sagði Lára V. Júlíusdóttir, fram- kvæmdastjóri Alþýðusambandsins. „Eg hef bókstaflega engan tíma til að gera neitt annað nema ef vera skyldi hola nokkrum kartöflum niður á vorin. Mín áhugamál eru þess vegna verkalýðsmál númer eitt, tvö og þrjú, sérstaklega á þessum árstíma. Ég er núna á leið út á land til að dvelja þar yfir páskana en það hefur ekki gerst í fjöldamörg ár að ég hafi leyft mér það.“ Lára er þriggja barna móðir, gift, og maðurinn hennar starfar sem endur- skoðandi. Þau búa í einbýlishúsi á Soga- veginum og þar sem Lára vinnur mikið og oft á óreglulegum tímum aðstoðar móðir hennar þau við heimilisstörfin og barna- gæslu. Aðspurð um hvort umrædd kreppa og niðurskurður á félagslegri þjónustu hefði haft áhrif á hennar líf og lífsstíl þeirra hjóna, sagði Lára: „Ég get ekki sagt að ég sjálf sé dæmigerð fyrir versnandi tíð í efnahagsmálum. Kreppan og sá niðurskurður sem verið hefur í félagslega kerfinu hefur þó bitnað mjög mikið á fjölskyldufólki og aukið atvinnuleysi hefur komið svo til jafnt við karla og konur ef frá eru talin einstaka byggðarlög úti á landi þar sem atvinnuleysi er árstíðabundið.“ En hvað ertu með í laun sem fram- kvæmdastjóri ASÍ? „Ég er með ákveðin grunnlaun en ofan á það bætist föst yfirvinna og bílastyrkur. Þetta gerir samtals um 260 þúsund krónur." En nú hafa yfirborganir á launataxta verið gagnrýndar innan Verkalýðshreyf- ingarinnar. Stingur það ekki í stúf að forysta þessarar hreyfingar skuli vera á grunnlaunum sem gefa enga mynd af raun- verulegum tekjum? „Mér finnst þetta ekki sambærilegt. Við erum á ákveðnum launataxta og höfum síðan fasta yfirvinnu. Ég er ekkert að kvarta yfir mínum tekjum, síður en svo, og ég hef val. Ég gæti verið heima hjá bömun- um mínum og ég gæti líka rekið lögmanns- stofu og haft miklu hærri tekjur. Verkalýðsforystan verður að vera sam- keppnisfær þegar kemur að því að ráða starfsmenn og það (framhald á bls. 98) J V

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.