Heimsmynd - 01.05.1993, Síða 66

Heimsmynd - 01.05.1993, Síða 66
HUN ERIVERKALYÐSFORY STU -v r v r v r •y r ■v A Að vera í verkalýðsbaráttu er lífsstíll,“ sagði Lára V. Júlíusdóttir, fram- kvæmdastjóri Alþýðusambandsins. „Eg hef bókstaflega engan tíma til að gera neitt annað nema ef vera skyldi hola nokkrum kartöflum niður á vorin. Mín áhugamál eru þess vegna verkalýðsmál númer eitt, tvö og þrjú, sérstaklega á þessum árstíma. Ég er núna á leið út á land til að dvelja þar yfir páskana en það hefur ekki gerst í fjöldamörg ár að ég hafi leyft mér það.“ Lára er þriggja barna móðir, gift, og maðurinn hennar starfar sem endur- skoðandi. Þau búa í einbýlishúsi á Soga- veginum og þar sem Lára vinnur mikið og oft á óreglulegum tímum aðstoðar móðir hennar þau við heimilisstörfin og barna- gæslu. Aðspurð um hvort umrædd kreppa og niðurskurður á félagslegri þjónustu hefði haft áhrif á hennar líf og lífsstíl þeirra hjóna, sagði Lára: „Ég get ekki sagt að ég sjálf sé dæmigerð fyrir versnandi tíð í efnahagsmálum. Kreppan og sá niðurskurður sem verið hefur í félagslega kerfinu hefur þó bitnað mjög mikið á fjölskyldufólki og aukið atvinnuleysi hefur komið svo til jafnt við karla og konur ef frá eru talin einstaka byggðarlög úti á landi þar sem atvinnuleysi er árstíðabundið.“ En hvað ertu með í laun sem fram- kvæmdastjóri ASÍ? „Ég er með ákveðin grunnlaun en ofan á það bætist föst yfirvinna og bílastyrkur. Þetta gerir samtals um 260 þúsund krónur." En nú hafa yfirborganir á launataxta verið gagnrýndar innan Verkalýðshreyf- ingarinnar. Stingur það ekki í stúf að forysta þessarar hreyfingar skuli vera á grunnlaunum sem gefa enga mynd af raun- verulegum tekjum? „Mér finnst þetta ekki sambærilegt. Við erum á ákveðnum launataxta og höfum síðan fasta yfirvinnu. Ég er ekkert að kvarta yfir mínum tekjum, síður en svo, og ég hef val. Ég gæti verið heima hjá bömun- um mínum og ég gæti líka rekið lögmanns- stofu og haft miklu hærri tekjur. Verkalýðsforystan verður að vera sam- keppnisfær þegar kemur að því að ráða starfsmenn og það (framhald á bls. 98) J V
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.