Heimsmynd - 01.05.1993, Page 70

Heimsmynd - 01.05.1993, Page 70
hann fylgir mér í gegnum lífið. Mamma á mikla virðingu skilið fyrir að berjast eins og ljón fyrir fjölskyldunni undir þessum erfiðu kringumstæðum. Hún giftist aftur þegar ég var ellefu ára og fósturpabbi minn heitir Benedikt Jónsson, hann er fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs bænda. Það þarf örugglega sérstakan mann til að taka að sér fimm börn eins og hann gerði og ganga þeim öllum í föðurstað. Tónlistin sem hún semur ásamt sam- býlismanni sínum sækir aðeins hugmyndir í liðna tíð. Utfærslan er algerlega ný af nálinni. Þung og seiðandi rödd Móeiðar í laginu Komdu til mín gefur laginu alveg nýja merkingu. Takturinn er þungur dans- taktur og túlkunin í öllu ólík þessu sama gamla Hljómalagi sem allir þekkja undir nafninu An þín og Shady Owens söng svo eftirminnilega. Sjálf segir Móeiður að margir haldi að Hljómar hafi samið þetta lag. „Þetta er gamalt lag frá hljómsveitinni Supremes, My life is empty without you. Það er ýmislegt í bígerð hjá okkur og væntanleg eru tvö lög á safnplötu í sumar. Það er þó alveg eins líklegt að það komi meira í erum allar mjög skapmiklar systurnar og mamma líka. Það verður stundum heitt í kolunum þegar við þurfum að gera út um einhverja hluti. Ég er sjálf mjög lokuð og mundi segja að ég hefði skrítið skap. Ég er algert mömmubam, eiginlega mömmufrík, og það hafa orðið nokkrar skrítnar uppákomur í tengslum við það. Ég vildi algerlega ráða yfir henni og sleppti henni helst ekki úr augsýn þegar ég var lítil og það voru sjálfsagt hræðileg örlög fyrir hana að hafa krakka hangandi yfir sér alla tíð. Ég man sérstaklega eftir því þegar ég var átta ára gömul og eftir það má segja að ég hafi látið aðeins af stjómseminni. Mamma var þá að vinna á útvarpinu og hún var á leiðinni í ferðalag ásamt vinnufélögum sínum. Eins og vanalega átti ég mjög erfitt með að sleppa hendinni af henni en börn voru ekki velkomin og ég tók til minna ráða. Þegar hún framtíðinni því samstarfið gengur mjög vel og ég hef mikla trú á því.“ Sjálfri fannst mér Móeiður gera vel á barnaplötunni Stóru börnin leika sér. Mín kisa dansar tangó hefði getað verið samið fyrir þessa djúpu, sérkennilegu rödd og þennan granna, kattliðuga líkama. Hún segir samt þegar líður á viðtalið að hún eigi meira sameiginlegt með fiskum en köttum. „Mér líður alveg ofboðslega vel í vatni og fer í sund eins oft og ég get. Ég hef örugglega verið hafmeyja í fyrra lífi. En ég verð að fá reglulega líkamlega útrás, annars verð ég svo slæm í skapinu að ég geri alla vitlausa í kringum mig.“ Þetta er áhugavert og ég ákveð að fara nánar út í þessa sálma ég hef nefnilega áður heyrt því fleygt að Móeiður sé mjög skapmikil og láti ekki teyma sig á asnaeyrunum. „Við

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.