Heimsmynd - 01.05.1993, Page 72

Heimsmynd - 01.05.1993, Page 72
sviðinu, sem getur alltaf gerst, þá bilar sjálfstraustið ekki. En ég vil þó taka það fram að það hefur sárasjaldan gerst að eitthvað komi uppá, kannski vegna þess að ég er yfirleitt örugg á sviðinu.“ Og nú bankar Móeiður í tré, 7,9 13. Það gerðist í forkeppni að Söngvakeppni framhalds- skóla að ég missti röddina áður en ég steig á sviðið. Rétt áður en ég átti að syngja fékk ég hana aftur og þá rétt þannig að hún dugði mér út lagið. Síðan var hún farin aftur og fram á næsta dag. Ég hef oft orðið kvíðin út af mörgu sem ég hef tekið mér fyrir hendur og fékk oft og iðulega sviðsskrekk þegar ég þurfti að koma fram á nemendatónleikum til að spila á píanóið en aldrei þegar ég hef verið að syngja. Ég telst eflaust vera metnaðargjörn og það kemur líklegast fram í velflestu sem ég tek mér fyrir hendur, ég vil ná langt í því sem ég er að gera. En ég reyni þó að hafa hugfast að maður getur aldrei gert betur en sitt besta. Það er til máltæki sem segir: „Þegar þú ætlar að gera betur en vel, fer oft ver en illa.“ Ég reyni að hafa það í heiðri." En hvað ertu að fást við þessa dagana? „Undanfarið hef ég haft meiri áhuga fyrir því að semja mína eigin tónlist og texta og verið upptekin af því.“ Kannski þú viljir sýna lesendum texta sem þú hefur sjálf verið að semja? „Nei, ég vil það síður. Þetta er ekki komið á það stig ennþá.“ En um hvað fjalla textamir þínir? „Það er misjafnt. Yfirleitt eitthvað um lífið og þá í léttari kantinum. Eitthvað sem mér dettur í hug á því augnabliki sem þeir verða til.“ Eru tónlistarmenn famir að hugsa meira um erlendra markaði þegar þeir skrifa texta, eða af hverju eru þeir allir á ensku? „Þetta er ekki spurning um að meika það og verða frægur í útlöndum heldur fyrst og fremst um að útbreiða boðskapinn. Þegar ég skrifa texta virðast orðin koma til mín á ensku, það er eiginlega tungumál popp- tónlistarinnar. Þetta er auðvitað líka spuming um að fá borgað fyrir það sem þú ert að gera. Héma hefur það verið þannig að tónlistarmenn fá sáralítið borgað fyrir plötuútgáfu en þeir hafa fengið pening í vasann með því að spila á sveitaböllum, það er eðlilegt að fólk horfi til stærri markaðar með hliðsjón af því.“ En hvað værirðu að gera í dag ef ekki væri tónlist í lífi þínu? „Mig langaði alltaf að verða galdranorn þegar ég var lítil eða Kínverji því að ég hef alltaf verið yfir mig hrifin af öllu sem er kínverskt. Annars er ég ltka ferlega raunsæ og ætlaði alltaf að verða lögfræðingur eða sendiherra í sendiherrafötum. Mér fannst svo spennandi við lögfræðina að berjast fyrir einhverjum málstað. Ég þarf líka í lífinu að hafa fyrir hlutunum, annars finnst mér þeir ekki áhugaverðir. Peningar verða meira virði ef þú hefur þurft að vinna fyrir þeim. Eftir að hafa séð kennslubækur í lögfræði ýtti ég þessari hugsun frá mér, þær voru svo óspennandi og fjarri því sem ég hafði ímyndað mér. Ég veit það lrka í dag að það eru í fæstum tilfellum spennandi störf sem bíða lögfræðinga, heldur frekar þurr skrifstofuvinna. Þegar komið var fram á unglingsárin var ég búin að ákveða að verða tónskáld og þá fyrsti kvenkynshljómsveitarstjórinn. Mér þóttu þessir gráhærðu, síðhærðu stjórnendur svo sjarmerandi þar sem þeir böðuðu út höndunum alveg trylltir við að stjóma.“ En Eyþór, sambýlismaður þinn. Hvenær kom hann til sögunnar? „Ég sá Eyþór fyrst í Tónlistarskólanum í Kópavogi. Hann var að fara upp tröppumar með sellóið sitt í annarri hendinni, þegar ég var á leiðinni niður. Hann var frekar alvarlegur og klæddur í jakkaföt með bindi. Þetta var eiginlega ást við fyrstu sýn. Ekki svo löngu seinna bað mamma mig að koma með sér á tónleika. Sonur fólks sem hún þekkti hafði verið að útskrifast með einleikarapróf og þetta voru burtfarartón- leikarnir. Þegar við mætum á tónleikana sé ég að þetta er ungi maðurinn úr tónlistar- skólanum og var enn spenntari fyrir vikið. Eftir tónleikana var haldið hóf heima hjá foreldrum Eyþórs og þar töluðum við dálítið saman. Eftir það vorum við orðin kunningjar og nokkrum mánuðum seinna fórum við að vera saman. Þetta er fyrsta alvarlega ástarsambandið sem ég hef verið í og ég vona að við verðum alltaf saman. Ég á fáa en góða vini og tengist mjög fáu fólki náið. Þegar það gerist þá þykir mér ofboðslega vænt um það fólk.“ Ég spyr hvort hún hafi dregist að honum vegna tónlistarinnar og hún segir já og nei. „Hann var að fást við aðra hluti þá og hljómsveitin Todmobile var þá rétt að byrja. Þegar við kynntumst vorum við bæði í klassísku tónlistarnámi og hann hafði mestan hug á því að fara utan að læra klassískar tónsmíðar. Það má segja að tónlistin hafi kynnt okkur en við byrjuðum ekki saman vegna hennar. Það er óskaplega gefandi að vera í sambandi við manneskju sem hefur sömu áhugamál og þú. Við getum talað um alla hluti og hann er ekki bara kærasti heldur ltka besti vinur minn.“ Hún segist ennþá hlusta mikið á klass- íska tónlist og sækja innblástur þangað. „Fyrir mér er klassísk tónlist einskonar varðveisla og það fólk sem flytur klassíska tónlist vinnur mjög dýrmætt starf við að varðveita tónlistarleg verðmæti. En mér finnst eins og sköpunin í dag fari frekar fram annars staðar. Til dæmis í dægurtón- listinni. A sínum tíma þóttu til dæmis Straussvalsamir vera léttúðug danstónlist en teljast nú til sígildra verka.“ Hvemig er að vinna vinnu þar sem er nauðsynlegt að vera sífellt að koma sjálfri sér á framfæri. Finnst þér það aldrei erfitt? „Ég er svo heppin að hafa ekki þurft þess. Þetta hefur komið mikið til af sjálfu sér að því leytinu að ég hef ekki verið sérstaklega að reka á eftir því. Það er þó eitt leiðindamál sem skyggir á og ég hef gert mitt besta til að fá það leiðrétt." Það sem Móeiður vitnar í er ósætti við Samútgáfuna eftir myndbirtingu í tímaritinu Samúel sem var án hennar leyfis, en hún vill ekki fara nánar út í þá sálma. En hún segir þó að lögfræðingur sé að skoða málið fyrir hennar hönd. Málið fór fyrir Siðanefnd Blaðamannafélagsins og blaðið fékk áminningu.“ Hvernig gengur dagurinn fyrir sig hjá söngkonu í fullu starfi? „Ég fer alltaf snemma á fætur á morgn- ana og yfirleitt fer ég í sund. Þessa dagana vinn ég mikið í stúdíói en annars eru viðfangsefnin mjög breytileg. Ég lauk við stúdentinn síðastliðið vor frá Mennta- skólanum í Reykjavík en sakna skólans ekki baun og er ofsalega fegin að vera búin. Píanóið er núna eins vinur sem mér finnst ég vera að vanrækja. Ég fæ öðru hvoru saknaðartilfinningu. En ég hef verið að læra að spila frá átta ára aldri og það kemur alltaf upp sú stund að maður verður að velja og hafna, enda er ekki hægt að komast yfir að gera allt. Áður var ég Irka í klassískum söng, fyrst hjá ömmusystur minni Guðmundu Elíasdóttur og seinna í Tónlistarskólanum í Reykjavík á óperu- sviði en ég er hætt að læra í bili. Þetta tvennt var það mikilvægur hluti af mínu lífi að auðvitað var það erfið ákvörðun að hætta. Og hver veit nema ég byrji aftur einhvem daginn en í dag hef ég meiri þörf fyrir að koma minni eigin tónlist frá mér. Það er helst útþráin sem er sterk hjá mér núna. Island er svo lítið og einangrað að það er nauðsynlegt fyrir alla að fara burt og koma aftur með ferskar hugmyndir.“ Eftir að ég hafði hitt Móeiði tvisvar kom hún röltandi niður á skrifstofu til mín, klædd ermalausum skinnjakka og leður- blússu undir honum. Töluvert ákveðin en samt líka feimin, Móeiður spóafótur er dálítið sérstök söngkona og rödd hennar á eflaust eftir að hljóma víða. ■ HEIMS 72 MYND

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.