Heimsmynd - 01.05.1993, Blaðsíða 78

Heimsmynd - 01.05.1993, Blaðsíða 78
Kvikmynd Michal Aviad, Nágrannakonur, hlaut friðarverðlaun alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Berlín í ár. Þessari mynd smellti ég afhenni er við hittumst að aflokinni sýningu á mynd hennarþar í borg. r gyðingar tóku að flykkjast til Palestínu und- ir lok síðustu aldar var land- ið þéttbyggt aröbum sem litu á sig sem sérstaka þjóð innan arabaheimsins. Sú stað- reynd féll engan veginn að þeirri óskhyggju zíonista sem dreymdi um „land án þjóðar, fyrir þjóð án lands“, eins og Israel Zangwill, formælandi zíonista, orðaði það. Israelsríki var formlega stofnað árið 1948, þremur árum eftir að verstu fjöldamorðum mannkyns- sögunnar undir stjórn nasista Nágrannakonur Heimildarmynd ísraelsku kvikmyndagerðarkonunnar Michal Aviad, The Women Next Door eða Nágrannakonur, leiðir okkur inn í heim ísraelskra og palestínskra kvenna. Þetta er heimur sem einkennist af hervaldi, þar sem ótti, sársauki, niðurlæging og kúgun eru daglegt brauð. Hlutskipti palestínskrar konu er að vera móðir ogfœða af sér kynslóð sigursins. lauk. Þjáningum og örbirgð gyðinga sem fylgdu í kjölfar ofsókna nasista verður ekki með orðum lýst, enda áttu þeir dyggan stuðning flestra þjóða heims þegar skipting Palestínu var samþykkt með miklum meirihluta aðildarríkja Sameinuðu þjóð- anna. Fimm ár eru nú liðin frá því að uppreisn Palestínumanna gegn kúgun og yfirræði ísraelsmanna braust út. Steinastríðið eða Intifada, sem á arabísku merkir „að hrista af sér“, hefur verið íbúum landsins dýrkeypt og litar hversdagslíf fólksins í landinu með blóði og tárum. Heimildarmyndin Nágranna- konur eftir ísraelsku kvikmynda- gerðarkonuna Michal Aviad lýsir hlutskipti ísraelskra og palest- ínskra kvenna í þessum hatrömmu átökum gyðinga og araba. Þetta er önnur mynd Michal í fullri lengd, en mynd hennar Acting Our Age, sem fmmsýnd var fyrir um það bil fimm árum og fjallar um hvaða þýðingu það hafi fyrir konur að eldast, hlaut einnig góðar viðtökur og vann til fjölda verðlauna á kvikmyndahátíðum víðsvegar um heiminn. Michal Aviad brást fúslega við beiðni minni um viðtal er við vorum staddar á alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni í Berlín eftir sýningu myndar hennar Ná- grannakonur. „Eg veit nú ekki mikið um Island, en það litla sem ég veit er það að formæður ykkar úr íslendingasögunum voru miklir kvenskörungar,“ hrópar Michal upp yfir sig þegar ég segist vera frá íslandi. í mín-um huga er Michal Aviad kvenskörungur mikill. Hún ræðst í ferðalag í gegnum ísrael og hernumdu svæðin ásamt tveimur öðrum konum, palestínskum aðstoðarleikstjóra og ísraelskri kvikmyndatökukonu, til að kanna stöðu nágrannakvenna af ólíku þjóð- erni og menningu. Nágrannakonur segir sögu þessa ferðalags, sem byrjar í hjarta Jerúsalem. HEIMS 78 MYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.