Heimsmynd - 01.05.1993, Qupperneq 80

Heimsmynd - 01.05.1993, Qupperneq 80
/ ferðalaginu komum við í borgir, þorp og flóttamannabúðir á hernumda Gazasvæðinu og Vesturbakkanum, ísraelskar borgir og þorp innan þessara svæða og utan. Við skyggnumst inn í hversdagslíf palestínskra og ísraelskra kvenna og heyrum sögu þeirra, sögu sem nær yfir landamæri stjómmála. „Eg hafði búið í San Fransisco í Banda- ríkjunum í ein 10 ár, þar sem ég var við framhaldsnám í kvikmyndagerð þegar intifada-uppreisnin braust út. Ég var ný- orðin móðir í fyrsta sinn og þegar ég sá myndir í sjónvarpinu af ofbeldi á götum Gaza og Ramallah spurði ég sjálfa mig hvaða þýðingu hemámið hefði fyrir konur, mæður og börn beggja þjóða. Þannig kviknaði hugmyndin að myndinni.“ Og vissulega er þetta spurning sem er um- hugsunarverð, því í stríði og átökum milli þjóða og þjóðabrota er það einmitt fólk í neðstu þrepum þjóðfélagsins, í þessu tilfelli konur, sem þjást einna mest. Eitt ógeðfelldasta og nærtækasta dæmið um það eru hinar kerfisbundnu nauðganir og morð á konum í átökunum milli Serba og Króata. A fimm ámm frá því að intifada- uppreisnin hófst, hefur Palestínuaröbum ekki tekist að „hrista“ hemámið af sér. En intifada hefur þó orðið til þess að lífsvenjur Israelsmanna hafa breyst. Foreldrar eru til að mynda í stöðugum ótta við að eitthvað hendi bömin í skólanum, eða eins og ein ísraelska konan í Nágrannakonum orðar það: „Ég þrái frið frá óttanum sem heltekur mig daglega, þegar börnin mín fara í skólann.“ Það liggur þó í augum uppi að aðstæður hersetnu Palestínumannanna í landinu em öllu verri. „A Gazasvæðinu, sem er eitt þéttbýlasta svæði heims, er gífurlegt atvinnuleysi og mikil fátækt,“ segir Michal. „Yfirráð ísra- elska hersins þar em mjög ströng, örbirgð- in allsráðandi sem og áhrif íslamstrúar- innar. Sú herör Palestínuaraba sem fylgdi í kjölfar intifada-uppreisnarinnar til að snúa konum meira til strangtrúaðri íslamskra lifnaðarhátta, hefur sérstaklega átt vel- gengni að fagna. Nú verða arabakonur að hylja hár, hnakka og enni með slæðum og gildir það opinberlega sem hlutdeild þeirra að intifada. Hér sameinast bókstafstrú og þjóðemiskennd. Bæði á Gazasvæðinu og á Vesturbakkanum má sjá slagorð rituð á húsveggi sem segja: „Konur sameinist intifada, gleymið ekki að hylja ykkur með slæðum." A ferð okkar við töku myndar- innar vomm við án höfuðklúta og ég hafði það á tilfinningunni að starað væri á beran hnakka minn. Mér hefur aldrei fundist ég eins berskjölduð þessa daga á aðalgötu Gaza.“ Palestínskar konur búa við mikla kúgun í eigin þjóðfélagi. í Ná- grannakonum segir kona okkur frá því þegar hún varð vitni að því á Gazasvæðinu að íslamskir bókstafs- trúarmenn réðust að ungri konu sem gekk frjálslega um í gallabuxum og helltu yfir hana sýru. Konan reytti af sér fötin af sársauka og stóð nakin úti á miðri götu. í augum bókstafstrúarmanna gat hún rétt eins gengið án klæða eins og í gallabux- um. Samkvæmt hefðinni og trúnni eiga palestínskar konur að vera eiginmönnum sínum undirgefnar og eru rændar svo til öllum almennum mannréttindum, sem gerir þeim kleift að lifa sem jafningjar karlmanna. Aðal hlutskipti palestínskrar konu er að vera móðir og geta af sér kynslóð sigursins. Börnin eru eins og í öðrum landbúnaðarsamfélögum ríkidæmi fjölskyldunnar; bæði vinnuafl og lífeyrir fyrir ellina. Því fleiri böm sem konan elur, því meiri virðingar nýtur hún. Það er ekki óalgengt að palestínskar konur fæði 10 börn, sem þýðir að þær ganga með börn stóran hluta ævi sinnar. Þungun er þeim því eðlilegt ástand. I Nágrannakonum segir Buthina Yassin frá Vesturbakkanum okkur frá því þegar ísraelski herinn meinaði henni að komast á sjúkrahús til að fæða bam sitt, vegna út- göngubanns í þorpinu. Eiginmaður hennar gat þó komist óséður út um miðja nótt til að útvega ljósmóður og Buthina fæddi bam sitt heima með ógurlegum kvölum. Bamið, sem var stúlka, var mjög máttvana og þurfti á sjúkrahúsumönnun að halda. Það var fyrst þegar útgöngubanninu var aflétt eftir nokkra daga að barnið komst undir læknishendur. Buthina sem ekki fékk að vera hjá bami sínu á spítalanum vegna þess að útgöngubanni var einungis aflétt í nokkrar klukkustundir, var ásökuð af hjúkrunarfólkinu fyrir að hafa ekki komið með bamið fyrr. Bamið lést á stofnuninni nokkrum dögum síðar og Buthina var hughreyst með því að þetta hafi þó verið stúlka og eftirsjáin því ekki eins mikil og hefði það verið drengur.. að sem vakti furðu mína þegar ég horfði á konu eins og Buthinu segja frá þjáningum sínum og ástvinamissi var hversu yfirveguð hún var, engin tár og engin beiskja. Nágrannakonur var sýnd nokkmrn sinnum á Vesturbakkanum og var stærstur hluti áhorfenda palestínskar konur,“ segir Michal. í umræðum sem hófust að lokinni sýningu myndarinnar fóru þær einmitt að tala um það hvað þær væru orðnar harðnaðar. Þeim er stöðugt sagt að þær eigi ekki að gráta og syrgja böm sín, að þær eigi að halda baráttunni áfram. Synir þeirra sem falla eru hetjur og þeim er ætlað að ala börn sín upp sem „byltingarsinna" og ekki aftra þeim frá því að fara í stríð. Þeim konum sem geta afborið ástvinamissi án tára er hampað eins og hetjum.“ En undir niðri hlýtur að krauma reiði, beiskja og sorg? „Að sjálfsögðu, og það kom líka fram í þessum umræðum eftir sýningu myndar- Ég var nýorðin móðir í fyrsta sinn og þegar ég sá ofbeldið á götum Gaza og Ramallah spurði ég sjálfa mig hvaða þýðingu hernámið hefði fyrir mœður og börn beggja þjóða. HEIMS 80 MYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.