Heimsmynd - 01.05.1993, Síða 82

Heimsmynd - 01.05.1993, Síða 82
innar, þar sem mjög fáir karlmenn voru viðstaddir. Hin ýmsu kvennasamtök hafa nú ákveðið að stofna stuðningshópa til að vinna með konum að tilfinningahliðinni. Sársaukann er búið að kæfa niður og kon- umar þurfa að læra að tala um tilfinningar sínar. A hinn bóginn er þjáning þeirra dag- legt brauð og því er þetta kannski líka spurning um að halda sönsum og bæla niður tilfinningar.“ Þú minnist á kvennasamtök í þessu karlaríki, eru þetta þá samtök sem starfa innan herteknu svæðanna? „Já, það eru mörg kvennasamtök út- breidd á Gazasvæðinu og Vesturbakkanum sem hafa samvinnu við önnur samtök og öll eru þau í tengslum við Frelsissamtök Palestínumanna, PLO. Þau voru stofnuð árið 1979 og hafa nokkur þúsund konur á félagsskrá." Er eitthvert samband á milli kvenna- samtaka gyðinga og arabakvenna? „Báðir þessir hópar hafa haft samvinnu í mörg ár. Það er auðveldara fyrir konur að hittast og skiptast á skoðunum, þar sem fleiri konur en karlar sinna daglegum störf- um innan hersetnu svæðanna. Frásögn Dönu Eizenberg í Nágranna- konum er áhrifamikil. Þessi unga kona, sem er fyrrurn hermaður í ísraelska hernum, hafði það að atvinnu að leita á palestínskum konum við landamæri Israels og Jórdaníu. Rödd hennar er einlæg og ekki laus við blygðun. Hún lýsir því hversu erfitt það var að afklæða eldri konur og niðurlægja þær með því að leita á þeim. „Hver þessara kvenna hefði getað verið móðir mín eða amma,“ segir hún. „Þegar ég neitaði einu sinni að leita á tveimur gömlum konum, sem nánast lágu á bana- beði sínu, brugðust yfirmenn mínir æfir við og sögðu að ég ætti ekki að blanda til- finningum mínum í vinnu sem þessa, þetta væru hvort sem er skepnur. I hitanum var loftið þrungið svitastækju og hlandfýlu svo mér varð óglatt.“ Dana segir okkur einnig frá því þegar einn yfirmanna hennar neyddi hana til samræðis við sig og hvernig hún barðist á móti og að lokum kærði hann. Þegar maður þessi var kallaður fyrir dómstóla, sagði hann vinum og kunningjum ástæðuna vera þá, að hann hefði áreitt nokkra „arabaskratta“. Fyrir þessum manni er það greinilega réttmætara en að leita á samstarfskonu sína. Viðtalið við Dönu fer fram í lítilli tísku- vöruverslun þar sem hún starfar í dag og enn er hún að fylgja konum inn í klefa og bíða eftir því að þær afklæði sig, þó á mun manneskjulegri hátt. „ísraelskar konur eru skyldugar til að gegna herþjónustu,“ tjáir Michal mér. „Um það bil helmingur ísraelskra kvenna fer í herinn, en mun auðveldara er fyrir þær að neita en karlmenn. Þær losna til dæmis undan herþjónustu ef þær eru giftar, þungaðar, strangtrúaðar eða ómenntaðar. Það er öllu erfiðara fyrir ísraelska karlmenn að komast hjá herþjónustu. Neiti þeir verða þeir að sitja herþjónustuna af sér í fangelsi. En fáir ungir menn mótmæla, 18 ára gamlir vita þeir varla um hvað málið snýst. Herþjónusta er hluti af menningu þeirra og mjög stór þáttur í uppeldinu." Þær konur sem við sjáum gráta í Ná- grannakonum eru mæður þessara drengja að kveðja syni sína á leið í herinn. Þeir virðast flestir ganga glaðir og reifir á vit nýrra „ævintýra“. „Já, en ég held að þær gráti ekki af ótta við að synir þeirra fremji ofbeldisverk eða mannréttindabrot. Eg held að þær gráti af því að þær elska syni sína. Þær eru, eins og flestar mæður, hræddar um að börnunum sínum verði kalt, að þau hafi ekki peysu til að fara í, eru jafnvel hræddar um að drengirnir fari á puttanum til baka heim og lendi í árekstri, eða að eitthvað hendi þá.“ Stefna ríkisstjórnarinnar í Israel er að fjölga gyðingum á hersetnu svæðunum og Ótrúlegt úrval, endalausir möguleikar mismunandi gerðir af veggfóSri og borðum tegundir af veggfóSri og mynsturborSum Veggfóðrarinn hefur örugglega veggfóðrið sem passar hjá þér. Mynstur fyrir stofur, svefnherbergi, barnaherbergi og aðrar vistarverur sem þú vilt gera hlýlegar og notalegar. Við bjóðum einnig efni í stfl, fyrir gluggatjöld, púða og ábreiður. Kynntu þér úrvalið, verðið er lægra en flestir halda. Hcegt er aS sérpanta ATHUGIÐ: VEGGFÓÐRARINN E R FLUTTUR í NÝTT HÚSNÆÐI AÐ FAXAFENI 12 arnaherbergið verður skemmtilegt með glaðlegu og litríku veggfóðri. Glugga- tjaldaefni, rúmföt og púðar í stíl. Ef tekið er dæmi þar sem veggfóðraður er einn veggur, u.þ.b. 10 fm, og mynstur- borði lagður hringinn um herbergið, u.þ.b. 10 m, þá er kostnaðurinn: Umhverfið breytir um svip með fallegu veggfóðri. 2 rúllur veggf. (10,5 fm) 1 rúlla borði (10 m) 1 pk. lím kr. 1.990, kr. 1.380, 380 Samtals kr. 3.750, VEGGFÓÐRARINN \_J VERSLUN M FAXAFEN 1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.