Heimsmynd - 01.05.1993, Page 86

Heimsmynd - 01.05.1993, Page 86
að búkurinn virki lengri og grennri. Þegar um er að ræða fjórar tölur á tvíhnepptum jakka skal ætíð hneppa neðstu tölunni. Ef sex tölur eru á tvíhnepptum jakka ná boðungarnir yfirleitt að miðtölunum eða þeim neðstu og þá skal hneppa þeim. Jakkar með boðungum sem ná niður að neðstu tölunum eru klæðilegir fyrir lág- vaxna menn og virka að auki mjög þægi- legir. Vilji menn nota axlabönd er ráðlegt að biðja klæðskera að færa út mittismálið svo buxurnar liggi hærra upp og falli beint nið- ur en síddin á að ná niður að skóm. Séu uppbrot á buxum er vanalega miðað við tæpa fjóra sentímetra. Hafa ber í huga þegar fatnaður er mát- aður að taka mið af persónulegum þörfum hvers og eins. Noti menn stór armbandsúr til dæmis, þarf jafnvel að víkka ermina öðru megin við úlnlið svo pláss sé fyrir úrið. Noti maður innri vasann öðru megin undir seðlaveski er rétt að biðja klæðsker- ann að taka mið af því og aðlaga sniðið veskinu svo það myndist ekki bunga á jakkanum. Loks skal á það minnt að engin föt passa nokkrum fullkomlega. Það eru alltaf einhvers staðar brot eða hrukkur sem menn verða að sætta sig við nema þeir vilji líta út eins og plastdúkkur. Þegar keypt eða saumuð eru jakkaföt er æskilegt að þau falli að líkama þess sem klæðist þeim og haldi sniði sínu sem lengst. Eini mælikvarðinn á gæðin er sá að hægt sé að nota sömu jakkafötin árum ef ekki áratugum saman. ■ Bylting varð á sjöunda áratugnum eins og sést á óhefðbundnum jakkafötum valdsmannslegum jakkafötum í viðskipta- lífinu innleiddi Armani afslappaða línu, rúnnaðar axlir og frjálslegri liti sem efni. Jakkaföt nútímans taka mið af þessari þróun sem hefur orðið á ólíkum tíma- bilum. Sígild snið eru sambland af því besta sem hannað hefur verið á karlmenn, almennt eru fötin lausari í sniðum, áherslan er á vönduð efni sem eru bæði mikil að gæðum og auðveld í meðförum. Þægindin sitja í fyrirrúmi og litirnir eru náttúrulegir. En hvað ber að hafa í huga þegar valin eru jakkaföt? Þegar sniðið, efnið, mynstrið og litur hafa verið valin er að sjálfsögðu mikilvægast að fötin passi og þau verða að vera þægileg. Til dæmis verður jakkinn að fylgja útlínum líkamans frá herðum og niður að mitti. Þegar jakkanum er hneppt á kraginn að snerta hálsinn laust en ekki að gapa frá eins og jakkinn sé of rúmur. Jakkakraginn á einnig að liggja nægilega langt niðri þannig að skyrtukraginn sjáist að aftan. Efnið í bakinu á að vera mjúkt og hvergi að þrengja að né vera með sylgjum eða bindingum. Að framanverðu á jakkinn að vera nægilega rúmur til að hægt sér að hreyfa handleggina án þess að jakkinn sé of víður yfir axlirnar eða undir hand- veginum. Það á ekki að nota hann í kringlukasti. Boðungarnir eiga að liggja flatir, hvergi að fettast eða brettast. Sá sem þekkir vel sniðin jakkaföt sem passa veit að það er í lagi ef jakkinn kemur inn í mittinu þegar honum er hneppt, sem er klæðilegt og þægilegt. Jakkinn má aldrei koma of mikið inn í mittinu því þá er hætt við að hann gapi að aftan, sem er vísbending um að hann passi ekki. Hvað varðar jakkasídd þá er sú almenna regla höfð til viðmiðunar að jakkinn eigi að hylja afturendann þegar maður stendur eða beygir sig fram. Varast skal að stytta jakka og gæta þess að vasarnir verði ekki of neðarlega í slíku tilviki. Ermasíddin fer eftir ósk hvers og eins og algengt viðmið er að láta ermina ná niður á úlnliðinn. Hvað varðar tölur á einhnepptum jökkum er sú regla í gildi að efsta talan sé tæpum sentí- metra fyrir ofan mittið. Margir hönnuðir hafa þó freist- ast til þess að færa efstu töl- una neðar til Kennedy forseti, með Harold Macmillan, forsœtisráðherra árið 1961, innleiddi engar nýjungar í tísk- unni en gœddi jakka- fötin ákveðnum þokka. Ihalds- semin réð smekknum á sjötta áratugnum eins og sést á penumfatnaði Bobby Darins (til vinstri) og Gregorys Pecks í gráumflannelfatnaði (að neðan). Réttar stærðir JAKKAFÖT Bandaríkin 36 38 40 42 44 46 Evrópa 46 48 50 52 54 56 SKYRTUR Bandaríkin 14 15 16 17 Evrópa 36 38 41 43 SKÓR Bandaríkin 6 7 8 9 10 11 Evrópa 39 40 41 42 43 44 Ath. Enskar stœrðir eru svipaðar þeim bandarísku en skónúmer hálfu eða jafnvel einu númeri minni.

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.