Heimsmynd - 01.05.1993, Side 87

Heimsmynd - 01.05.1993, Side 87
 Meðhöndlun jakkafata • Ólíkt því sem ágætur þingmaður hélt fram einu sinni í HEIMSMYND þarf ekki að fara með jakkafötin í hreinsun eftir hverja notkun. Það nægir að bursta fötin vel eins fljótt og unnt er eftir notkun með stinnum bursta til að koma í veg fyrir að óhreinindi og ló festist í þeim. • Of milcil pressun og hreinsun skemmir efni fatanna fyrr. Stundum nægir að fara með fötin í gufuna í sturtuklefanum eða nota þar til gert rakatæki til að krumpurnar fari úr. • Gott er að skipta um jakkaföt á hverjum degi, eiga að minnsta kosti tvenn til skiptanna, þannig að fötin aflagist ekki við stöðuga notkun. • Pakkið fötunum inn í plast, eins og þið fáið þau úr hreinsun, þegar þið ferðist því það kemur í veg fyrir að þau krumpist! • Ef leggja á fötunum um tíma, til dæmis vetrarfatnaði yfir sumartímann og öfugt, er góð regla að hreinsa þau fyrst því blettir geta sokkið dýpra inn eða dekkst við geymsluna. • Ekki taka saumana sem halda vösunum aftur. Úttroðnir vasar eyðileggja snið á jökkum. Polyester-áratugurinn er í réttnefni yfir diskóárin þar | semJohn Travolta (Saturday Night Fever) var aðal kyntáknið og aðrir slöppuðu afmeð skyrtukragana langt út á herðar. Don Johnson í Miami Vice hafði áhrifá sportlegt útlit uppanna (til vinstri). Michael Douglas (íWall Street) kenndi þeim að klœða sig rétt. David Byrne (Talking Heads) gerir grín að öllu saman í fáránlega stórum fötum.

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.