Heimsmynd - 01.05.1993, Page 88

Heimsmynd - 01.05.1993, Page 88
f jölmiðlar Myndin er af furðuskepnu úr alfrœðiorðabók um slík fyrirbœri sem fyrirfinnast hvergi í raunveruleikanum. Vinstri myndin er af Karli ríkisarfa bresku krúnunnar. ýverið hleyptu drukknir starfsmenn kjarnorkuvers í Síberíu milljónum lítra af sjóðheitu vatni út í gadd- freðna náttúruna og fimmtán karlar sem voru að veiða niður um vök drukknuðu. Eru þetta tvær af helstu fréttum nýjasta tölublaðs vikuritsins Weekly World News. Að mati vikuritsins National Enquirer ber það nú helst til tíðinda að nágranni Elísabetar Taylor er flúinn undan hótunum eiginmanns hennar, Larry Fortensky, vegna ágreinings um girðingu. Einnig birtir blaðið spá „mesta sjáanda heims“ um framtíð bresku konungsfjölskyldunnar. Spámaðurinn er enginn annar en Uri Geller, sá sem forðum beygði skeiðar og stöðvaði klukkur með afli augna sinna. Hann spáir því meðal annars að skilnaður Karls og Díönu verði til þess að Karl finni upp skallameðal og auðgist óskaplega. Fleiri blöð sem þessi koma út vikulega og verða þau nefnd á nafn þegar tilefni gefst hér á eftir. Öll kosta þau um dollar stykkið og eru til sölu við afgreiðslukassa í öllum helstu og stærstu matvörumörkuðum Bandaríkjanna, innan um rit á borð við People, Women’s Weekly, Vanity Fair, Rolling Stone, Vogue og TV-Guide. Það ber vott um að útgefendur fara ekki með fleipur þegar þeir fullyrða að lesendur nemi milljónum. National Enquirer státar meira að segja af því á forsíðu að vera útbreiddasta blað í Bandaríkjunum. Tölur liggja ekki fyrir, en fullvíst má telja að blöðin seljist í gríðarlegum upplögum. Þá má spyrja hvort mark sé á þeim takandi. Getur verið að sýningarstúlka hafi drepið og étið kærasta sinn og sagt þegar upp komst að kjötið hafi verið meyrt og veru- Ofrúlejt en satt? Um bandarisk furðufréttarit Stærsti köttur í heimi vegur 36 kíló og borðar 90 dósir af túnfiski á viku. Hann býr í Connecticut í Bandaríkjunum. EFTIRMÁ JÓNSSON lega bragðgott? Þetta á að hafa gerst í Orange-héraði skammt frá Los Angeles, en stúlkan var frá Egyptalandi. Ótal smáatriði styðja þessa sögu vikuritsins Globe, meðal annars að kærastinn, sem var bandarískur, hafi verið 110 kíló, þótt aðeins 50 kíló fyndust í rusli nágrannans. Er svo kannski hugsanlegt líka að Galína dóttir Bresnjevs heitins Sovétleiðtoga sé nú kynóð fyllibytta, orðin 63 ára? Það segir sama rit að minnsta kosti. Aðeins Weekly World News (sem ótví- rætt er öflugast þessara rita) gefur til kynna meðal upplýsinga um ritstjórn og símanúmer að greinar séu einvörðungu birtar lesendum til skemmtunar. Ekki er þó tekið fram hvort einhverju sé logið og heilu sögumar búnar til. Hin ritin láta ekki annað í ljós en að mark sé á öllu takandi sem í þeim stendur. Fyrir fáeinum árum fór leikkonan Carol Bumett í mál við National Enquirer vegna loginnar fréttar um hana og fékk sem nemur hundrað milljónum íslenskra króna í skaðabætur. Blaðið sjálft viðurkenndi aldrei að stefna þess væri annað en að segja satt og rétt frá. Einstakir starfsmenn þess játuðu þó því að sumar sögur blaðsins" væru uppspuni frá rótum, aðrar byggðu á orðrómi sem ekki væri haft fyrir því að fá staðfestan, enn aðrar tækju HEIMS MYND

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.