Heimsmynd - 01.05.1993, Síða 92
Skemmdarverk afvega-
leiddra unglinga á
nokkrum sumarbú-
stöðum í nágrenni
Reykjavíkur á önd-
verðu þessu ári vöktu
mikla athygli og urðu
til þess að margir mál-
uðu skrattann á vegg-
inn. Sannleikurinn er
hins vegar sá að æsku-
lýður nútímans er
einhver sá efnilegasti
sem Island hefur alið. Yfirleitt eru börn og
unglingar frjálslegir, vel að sér, víðförlir,
prúðir, iðjusamir og áhugasamir um
landsins gögn og nauðsynjar. Hins vegar
verður nokkur hópur ávallt illa úti vegna
fátæktar, óreglu eða geðtruflunar foreldra.
Þetta er kannski að færast í vöxt núna
vegna atvinnuleysis og versnandi afkomu
heimila. Engu að síður var fátæktin,
atvinnuleysið og eymdin margfalt meiri á
fyrri hluta þessarar aldar þegar þjóðfélagið
var þó smærra í sniðum og fábrotnara. Það
er því alls ekki víst að heimur fari
versnandi. Líklega hefur hann farið
batnandi að því er varðar unglinga - ef
eitthvað er. Hér verður farið nokkrum
orðurn um afbrot unglinga í Reykjavík á
þeim tímum, sem gamla fólkið okkar var
að alast upp, og ástæðumar fyrir þeim. Ef
til vill er hægt að draga einhverja lærdóma
af þeirri sögu.
Vegna búhokurs og fásinnis í sveitum
landsins og bágrar afkomu streymdi fólk
til Reykjavíkur á fyrri hluta aldarinnar. Það
var í leit að betra lífi. í byrjun hafðist
hvergi nærri undan að byggja
húsnæði yfir allt
þetta fólk.
„Ef ekki skal
telja fátæktina og
fáfræðina þá eru
húsakynnin langstærsta
heilbrigðis- og menn-
ingarmálið hér á landi.“
Fátækt aðkomufólk varð að láta sér nægja,
meðan það var að koma undir sig fótunum,
að búa við afar frumstæð skilyrði. Margir
bjuggu í saggafullum kjöllurum, kannski
stór fjölskylda í einu herbergi með
eldunaraðstöðu frammi á gangi, uppi á
hanabjálkum eða í kofaskriflum, gerðum
af kassafjölum, sem hróflað var upp víða í
bæjarlandinu. Börnin úr þessu fátæktar-
standi urðu að veltast úti allan guðs langan
daginn því að ekki var pláss fyrir þau
heima nema rétt yfir blánóttina og dag-
legur skólatími í Bamaskóla Reykjavíkur
var kannski ekki nema tveir tímar á dag.
Til eru rnargar lýsingar á þessu ástandi.
Guðmundur Hannesson prófessor skrifaði
árið 1924:
„Ef ekki skal telja fátæktina og
fáfræðina þá eru húsakynnin langstærsta
heilbrigðis- og menningarmálið hér á
landi. Ef landsstjóm og landshagur væri í
góðu lagi þá ættum vér að verja stórfé á
hverju ári til þess að bæta húsakynnin og
láta flest annað mæta afgangi ... Við
síðasta manntal var í Reykjavík 34% íbúða
eða rúmlega þriðjungur aðeins eitt
herbergi og helmingur slíkra íbúða var
algerlega án eldhúss. 29% voru tveggja
herbergja íbúðir. Og svo bætist það við að
margt af þessu eru rakar og dimmar kjall-
araholur."
Lýsing á einni slíkri íbúð birtist í
Alþýðublaðinu vorið 1924. Það var norð-
urherbergi í niðurgröfnum og rökum
kjallara, um það bil 7-8 fermetrar að stærð
en lofthæðin var 1,90 metrar. Síðan sagði í
greininni:
„En skorsteinn og klóakpípa sem eru í
herberginu taka töluvert af þessu rúmi.
Þarna búa hjón með sex börn á aldrinum
þriggja til fjórtán ára; sjöunda barnið hafa
þau látið frá sér af því að þau komu því
ekki fyrir, en eitt barn hafa þau misst.
^Maðurinn er í siglingum og kemur ekki
heim nema fáa daga með löngu
millibili. Menn geta ímyndað sér
Jircngslin þegar búið er að búa um.
^Elsti drengurinn sefur á gólfinu
milli rúmsendans og kommóð-
^unnar og er það bil aðeins
^sextán þumlunga breitt en
fæturna hefur drengurinn
undir ofninum sem verður
kþó að leggja í þegar kalt
er. Vatnsrör liggja um
L loftið í herbergi þessu
^og lekur alltaf af
^þeim, þó sí og æ
séu þau þurrkuð,
k en konan vill
ekki verja þau til
þess að forðast vonda lykt sem af því
leiddi. Gluggarnir eru svo grautfúnir að
ómögulegt er að opna þá; rennur vatn ein-
att inn í þá og niður í gegnum fúnar kist-
umar og undir gólfið sem er fúið og hefur
verið bætt með pjátursplötum. Slagi er svo
mikill að rúmbotninn og madressurnar
hafa orðið ónýt og er þetta þó alltaf tekið
alveg upp þegar búið er um. Vatn er leitt
inn í herbergi þetta og er kraninn yfir
höfðalagi á legubekk sem tvö böm sofa á
og getur hver kona hugsað sér hvað það
muni vera þægilegt. Það má nærri geta
hvað kalt er í þessu herbergi þar sem aldrei
sér sól. Konan eldar á prímus í glugga-
lausri kompu sem er svo lítil að naumast
verður komist inn í hana en allt skólp ber
hún út í rennu í götunni.“
Ekki er lengra síðan þetta var að líklegt
er að einhver af bömum þessara hjóna séu
enn á lífi. Slíkar uppeldisaðstæður og
niðurlægingin, sem fylgir þeim, leiða oftar
en ekki til óreglu og afbrota. Enda sást
fátæktin utan á þessum börnum og þau
urðu fyrir aðkasti ef þau hópuðu sig ekki
saman og reyndu þannig að verja sig.
Umkomuleysi og örvænting, sem fylgir
slíkum aðstæðum, fær oftast útrás á
einhvern hátt. Börnin ná sér niðri á
þjóðfélaginu með skemmdarverkum eða
óspektum, leggja kannski á hraðan flótta
inn í heim brennivíns og annarra nautna,
verða byltingarsinnar eða hverfa í athvarf
trúarinnar. Þau sterkustu brjótast kannski
út úr fátæktinni og komast til auðs og
mannvirðinga. En æði mörg verða undir.
Grimmd götubarna í Reykjavík langt
fram eftir öldinni virðist hafa verið mikil.
Grimmdin var þeirra aðferð til þess að ná
sér niðri á þjóðfélaginu og jafnframt til að
vekja á sér athygli sem annars var af skom-
um skammti. Hún kom út í afbrotum,
skemmdarverkum, óþvegnu orðbragði og
aðsúgi að þeim sem ekki gátu borið hönd
fyrir höfuð sér. Reykvísku götubörnin eltu
vangefið fólk og aðra lítilmagna með hróp-
um og jafnvel grjótkasti. Þannig gátu þau
fengið uppbót fyrir eigin vanmetakennd
sem skapaðist af aðstæðum þeirra. Fatlað
fólk, örvasa gamalmenni og vangefnir
einstaklingar áttu stundum ekki sjö dagana
sæla. Að því leyti hefur þjóðfélagið meðal
annars breyst mjög til hins betra. Slíkt er
fátítt nú til dags.
Blaðið Ingólfur sagði frá því 24. janúar
1912 að kvöldið áður hefðu orðið mikil
ólæti á götum úti svo að sækja varð lög-
regluna til að skakka leikinn. Þama voru
götustrákar, eins og blaðið nefnir þá, sem
höfðu elt tvær konur neðan úr bæ upp
Laugaveginn með ópum og óhljóðum.