Heimsmynd - 01.05.1993, Síða 94
nokkur börn hafa afvegaleiðst. Lögreglu-
stjóri hefur falið barnaverndarnefnd
Reykjavíkur mál þetta til þess að ráða ein-
hverja bót á því. Nú er henni málið kunn-
ara en flestum öðrum. Vegna blaðaskrifa
og umtals skal nefndin láta þess getið að
yfirsjón barna þessara er ekki hægt að
kenna starfsmönnum neinnar sérstakrar
skólastofnunar. Umgetin börn eru að því er
nefndinni er nú kunnugt úr fjórum skólum
borgarinnar. Það er engin nýjung, hvorki
hér né annars staðar, þótt einstök börn lifi
kynlífi. En kynfærasýki hefur verið fátíð
hér fram að þessu.“
Þá sagði ennfremur til skýringar í
þessari orðsendingu frá formanni barna-
verndarnefndar:
„Margt er það sem veldur afvegaleiðslu
barnanna. Má þar minna á óhollt félagslíf
að kveldlagi, daðurdansa, nætursukk, létt-
úðarkvikmyndir, bókmenntir sem fjalla
um lauslæti, heimilisóreglu, eftirlitsvöntun
og agaleysi á heimilum, í skólum og á
götum borgarinnar.“
Skemmdarverk og hvers konar
vandalismi voru einnig daglegt brauð. í
Morgunblaðsgrein frá því í ágúst 1928
sagði um nokkra spellvirkja:
„Unglingar sem temja sér svona
framferði eru sannarlega illa upp alinn
skríll og svartur blettur á höfuðstað
landsins. Þetta skrílsframferði kemur líka
víðar fram, það kemur einnig fram í
athöfnum. Þessir hópar kærulausra
unglinga vaða yfir eignir manna og lóðir,
girðingar og hvað sem fyrir er, enda eru
þau ekki fá hermdarverkin sem unglingar
vinna öðrum til tjóns og skapraunar.
Gagnvart þessum ófögnuði standa
flestir vamarlausir ...
Þessar
„Þá klukkan
átta um kvöldið
byrjuðu Reykyfldngar að
safnast saman í hópa á
aðalgötunum og bar þar
langmest á unglingum á aldrinum
tólf til sextán ára. Þó tóku margir
fullorðnir þátt í ólátunum.*"
skemmdarathafnir fara flestar fram á kvöld-
in og þá helst í skjóli rökkursins eða
myrkursins ..."
I upphafi þessarar greinar var vikið að
skemmdarverkum sem framin voru á sum-
arbústöðum á þessu ári. Slík verk eru ekki
nýlunda á Islandi. Snemma árs 1925 voru
til dæmis handteknir tuttugu reykvískir
drengir á aldrinum tólf til fjórtán ára
gamlir. Þeir höfðu brotið um hundrað
rúður í fiskverkunarstöð Hauksfélagsins í
Vesturbænum, sagað niður fjölda þvotta-
snúrustaura fyrir fólki á svipuðum slóðum
og skemmt báta með því að saga í öldu-
stokka þeirra. Eitt blaðið sagði að þetta
væri svo sem ekki í t'yrsta sinn að smá-
strákar stofnuðu með sér glæpamannafélag
sem þeir svo kölluðu og þættust miklir
menn að.
Vorið 1929 upplýstist um
þjófnaðarsamtök sjö
drengja í Barnaskóla
Reykjavíkur á aldrinum
sjö til fimmtán ára. Með-
gengu þeir um tuttugu
þjófnaði. Aðferð þeirra
var sú að fara suður í
Hafnarfjörð í leigubíl og koma þangað um
messutímann þegar margt fólk var í kirkju.
Þeir þóttust vera blaðasalar og gengu með
einhver blöð og pésa í hús. Ef enginn var
heima fóru þeir inn og stálu peningum og
hlutum sem þeir álitu að þeir gætu komið í
verð. Flestir íbúðir voru hafðar ólæstar í
Hafnarfirði á þeim árum, þó að enginn
væri heima, en þar sem læst var opnuðu
drengirnir íbúðirnar með þjófalykli. I
blaðafrétt um þetta félag sagði að þjófn-
aður og rupl meðal barna væri miklu
algengara í Reykjavík en flesta grunaði.
Lögreglustjórinn upplýsti að árlega
kæmist upp að börn og unglingar hefðu
með sér slíkan félagsskap. Hann var
spurður af hverju börnin leiddust inn á
þessa braut:
„Þeir (peningarnir) fara svo tii
allir í bíóin og fyrir sælgæti. Vera
^kann að eitthvað fari þó blátt
áfram fyrir mat - börnin steli
^meðal annars af því að þau eru
svöng - og er það vitanlega
hörmulegast."
Innibyrgð gremja
kvegna fátæktar og at-
i vinnuleysis fékk einnig
\ útrás í óeirðum og
, skrílslátum á götum
k bæjarins. Á kreppu-
^árunum var það
.reglulegur við-
burður við ýmis tækifæri og ekki síst á
gamlárskvöld. Þar voru unglingar fremstir
í flokki. Sem dæmi um „venjulegt“,
jafnvel fremur rólegt gamlárskvöld má
taka árið 1935. Þá klukkan átta um kvöldið
byrjuðu Reykvíkingar að safnast saman í
hópa á aðalgötunum og bar þar langmest á
unglingum á aldrinum tólf til sextán ára.
Þó tóku margir fullorðnir þátt í ólátunum.
Víða reyndu unglingar að kveikja bál og
höfðu safnað saman kassarusli sem
uppkveikju. Stærstu kestirnir voru á
Austurvelli, hjá Fríkirkjunni og við
Menntaskólann. Lögreglunni tókst þó að
koma í veg fyrir að bál yrði kveikt. Einnig
var reynt að kveikja í jólatré Hjálpræðis-
hersins á Austurvelli, en lögreglan greip til
þess ráðs að taka það og fara með það á
lögregluvarðstofuna í Pósthússtræti. Múg-
urinn elti og safnaðist saman í hóp fyrir
framan stöðina. Nokkrir unglingar sóttu
steina niður í fjöru og létu rigna á lögreglu-
stöðina. Brotnuðu sex rúður í húsinu. Lög-
reglan kom þá á vettvang og ruddi Póst-
hússtrætið og stöðvaði alla umferð gang-
andi manna um þær götur sem liggja að
lögreglustöðinni. Svo að segja alla nóttina
var lögreglan á þönum á eftir óeirðaseggj-
unum, við að koma á reglu og þá sér-
staklega við að aðstoða fólk vegna
yfirgangs þeirra.
^^^pphlaup vandræðaungl-
inga voru vaxtarverkir
hins nýja borgarsamfél-
ags á íslandi og þeirrar
fátæktar sem ríkti í
■ Reykjavík. Sómakærir
M sveitamenn skildu þetta
ástand ekki og fordómar
gagnvart borginni voru miklir. Á íslandi
hafði verið bændaþjóðfélag í þúsund ár og
hinn öri vöxtur kaupstaða var sveitafólkinu
þymir í augum. Spillingin í Reykjavík var
talin sönnun þeirrar öfugþróunar sem orðin
var. Það var skoðun margra bænda og
talsmanna þeirra að fólk úrkynjaðist í
þéttbýli. Fólk yrði þar að hálfgerðum
skepnum og missti allt samband við
íslenska menningu og íslenska náttúru.
Um þessa skoðun eru óteljandi dæmi í
blöðum og ekki síst barnabókum. Þannig
hófst til dæmis grein í Morgunblaðinu 11.
nóvember 1923:
„í augum margra Islendinga, ekki síst út
um land, er Reykjavík að verða eins konar
Sódóma þar sem framdir eru alls konar
glæpir og léttúð og siðleysi skipa önd-
vegi.“
Þegar höfundur þessarar greinar var við
nám í Austurbæjarskólanum á sjötta ára-