Heimsmynd - 01.05.1993, Blaðsíða 95

Heimsmynd - 01.05.1993, Blaðsíða 95
tugnum var nánast ekki boðið upp á neitt annað en sveitasælulýsingar í lesbókum þeim sem þá voru notaðar. Og í barnabókmenntum þeirra ára var Reykjavíkurlífi nánast aldrei lýst á jákvæðan hátt. Urræði uppeldisfrömuða í Reykjavík, sem flestir voru sjálfir úr sveit, voru í þá áttina að koma óknyttabörnum upp í sveit og það sem fyrst. Talið var lífsnauðsynlegt að börn væru í sveit á sumrin og þær eru ófáar barnasögurnar um kaupstaðarkrakka sem komust til manns með sveitadvöl. Hitt gleymdist gjarnan að vist sveitakrakka var oft ekkert sældarlíf. Til sveita var víða mikil fátækt, þröngsýni og harðræði og stundum leiddust krakkar þar til óhæfuverka í heimóttarskap sínum og hjárænu þó að erfitt væri um vik vegna fámennis. Það sem olli erfiðleikum við bamaupp- eldi í Reykjavík á öndverðri öldinni var fyrst og fremst fátækt, ómegð og þrengsli á heimilunum. Framkoma bama var oftar en ekki örvæntingarfullt en rökrétt viðbragð við lágum launum og atvinnuleysi foreldra og þar af leiðandi bágurn uppeldisaðstæð- um. Skólamir gátu lítið komið til móts við fjölskyldur því að þeir voru yfirfylltir af börnum og dagleg viðvera hvers barns í þeim aðeins tvær til þrjár kennslustundir. Götubörnin voru gerð að umtalsefni í Morgunblaðinu 19. febrúar 1917. Þar sagði: „Oft hef ég hugsað um það hversu erfiða aðstöðu fátæk móðir á er til þess kemur að veita stórum barnahópi sæmilegan undir- búning undir skólanámið. Hún er oft ein með hópinn sinn í þröngu herbergi, stund- um í óvistlegri kjallaraholu. Hún verður fegin þegar litlu angarnir geta farið að vappa um gólfið og út á götuna svo að eitt- hvað rýmkist inni og hún geti komið því áfram er mest kallar að. Og ekki líður á löngu áður en gatan verður helsti dvalar- staður elstu bamanna. Móðirin á loks fullt í fangi með að ná þeim í matinn og koma þeim í rúmið á kvöldin. Hún er ef til vill bundin yfir litla hvítvoðungnum sínum og hefir því engan eða að minnsta kosti lítinn tíma til þess að leiðbeina hinum sem eru komnir á legg og út í götulífið. Líkt er þessu farið með föðurinn. Hann stundar erfiða vinnu mikið af deginum og hefur þörf fyrir hvíld er heim kemur. Það er því ekki undarlegt þótt börnin njóti lítillar til- sagnar á slíkum heimilum.“ Miklar umræður urðu um barnauppeldi á þriðja áratugnum í Reykjavík og var margt reynt til þess að bæta það, meðal annars var reynt að koma sem flestum börnum í sveit á sumrin, ýmist á sveitaheimilum eða Efsta mynd: Sumirpiltar gripu til þess ráðs í örvœntingu sinni og niðurlægingu að laðast að öfga- sinnuðum byltingarflokkum. Islenskir nasistar við leiði Jóns Sigurðssonar á kreppuárunum. Mynd ímiðju: Fátæktin skín úr hverjum andlitsdrœtti þessara prúðbúnu pilta á þriðja áratugnum. Hún gat auðveldlega leitt þá á glapstigu. Neðsta mynd: Þrengslin voru svo gífurleg í húsakynnum fátœkra Reykvíkinga á fyrri hluta aldarinnar að börnin urðu að vera úti allan liðlangan daginn og stundum komu þau ekki heimfyrr en liðið var á nótt. Nokkrir strákar við veiðar á Bœjarbtyggjunni. HEIMS 95 MYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.