Fréttablaðið - 05.01.2019, Blaðsíða 35
Ég byrjaði að nota kollagen frá Feel Iceland rétt áður en ég hóf að leika í Vikings-sjón-
varpsþáttunum. Það hreinlega
bjargaði húðinni sem varð fljótt
undir miklu álagi við tökur á Vik-
ings og frábær árangurinn leyndi
sér ekki,“ segir Ragga sem fann
strax mikinn mun á húð sinni, hári
og nöglum.
„Eftir langan sundferil og dagleg-
ar æfingar í klórvatni voru neglur
mínar orðnar linar og mjúkar
en með kollageni urðu þær aftur
sterkar og fallegar. Húð mín hafði
einnig orðið hrjúfari eftir að ég
eignaðist son minn en varð fljótt
slétt og fín áferðar. Því hvarflaði
ekki að mér að hætta!“ segir Ragga
broshýr og sæl af vellíðan.
„Ég hef nú notað Feel Iceland-
serum á andlitið í rúm tvö ár og er
ótrúlega ánægð. Ég set það einnig á
axlir og hnén ef ég fæ þurrkubletti.
Ég fann líka mikinn mun í liðum
eftir að ég fór að taka inn kollagen
frá Feel Iceland, þótt ég hafi aldrei
verið neitt sérstaklega stirð. Ég
varð bara léttari á mér og þarf nú
ekki að teygja eins lengi og áður.“
Tökudagar Vikings langir
Röggu er annt um heilsu sína og
lifir á því að líta sem best út.
„Ég æfi á hverjum degi, drekk
nóg af vatni og reyni að ná sem
bestum nætursvefni. Ég syndi og
stunda ræktina eins og ég get en í
tökum á Vikings eru dagarnir mjög
langir og ég hef varla tíma í annað
en fáeinar magaæfingar og arm-
beygjur á stofugólfinu,“ upplýsir
Ragga sem tekur inn fæðubótarefni
frá Feel Iceland til að hámarka
árangur sinn í heilsuræktinni.
„Ég tek inn fæðubótarefnin á
hverjum degi og finnst það frábær
kostur og algjör snilld að hrista
þau saman við djúsa eða „boost“.
Feel Iceland-vörurnar hafa í
heildina mjög góð áhrif á mig og
þótt ég finni mest fyrir áhrifum
kollagens á áferð húðarinnar hafa
þær sömuleiðis áhrif á almenna
vellíðan. Því mæli ég hiklaust með
fæðubótarefnunum fyrir alla sem
vilja hugsa vel um heilsuna.“
Bardagakona að upplagi
Ragga er margfaldur Íslandsmeist-
ari í sundi og keppti með lands-
liði Íslands á Ólympíuleikunum í
Aþenu 2004 og í Peking 2008. Hún
var að undirbúa sig fyrir keppni
á Ólympíuleikunum í Lundúnum
2012 þegar hún varð barnshafandi
af Breka syni sínum sem fæddist í
ársbyrjun 2013.
„Ég hef alla mína ævi verið í
sundi en var alltaf staðráðin í að
verða leikkona þegar sundferlinum
sleppti og fór í leiklistarnám til Los
Angeles þegar Breki var ársgamall.
Þar sá ég sjónvarpsþættina Vikings
í fyrsta skipti og ákvað með það
sama að verða mér úti um hlutverk
í þeim. Fólk hló að mér þá, rétt
eins og það hló að mér þegar ég
sagðist ætla á Ólympíuleikana á
sínum tíma, en ég hef alltaf haldið
mínu striki og sé svo sannarlega
ekki eftir því að láta engan draga
úr þrótti mínum til að halda áfram
að eltast við drauma mína,“ segir
Ragga sem leikur víkingakvendið
Gunnhildi í Vikings. Ævintýraleg
þáttaröðin er margverðlaunuð,
byggir á Íslendingasögunum og
segir af víkingnum Ragnari Loð-
brók.
„Við Gunnhildur eigum ýmis-
legt sameiginlegt,“ upplýsir Ragga.
„Við erum báðar sterkar, ákveðnar
og þrjóskar, og það er gert mikið
úr hæð hennar í þáttunum en ég
er 188 sentimetrar á hæð. Gunn-
hildur er líka mikil bardagakona,
slæst og berst og mér finnst ég líka
hafa það innra með mér. Ekki að
slást við fólk, en við markmið mín
og það sem ég ætla mér; að æfa lát-
Framhald af forsíðu ➛
Ragga blandar fæðubótarefni Feel Iceland út í djúsa og boost á hverjum degi og segist uppfull vellíðunar. Hún mælir hiklaust með því fyrir alla sem vilja hugsa um heilsuna. MYND/RUT SIGURÐARDÓTTIR
Ég hef ekki enn
gefið strákunum
neitt en við vinkon-
urnar úr leikararhóp
Vikings áttum æðislegt
stelpukvöld saman um
daginn og settum á
okkur Feel Iceland-
maska til dekurs. Þær
voru sérdeilis ánægðar
með árangurinn.
laust til að komast
á Ólympíuleikana
eins og Gunnhildur
gerir til að vinna orr-
ustur.“
Þessa dagana
vinnur Ragga að
nokkrum verkefnum
sem enn má ekki
ljóstra upp um.
„Allt er það afar
spennandi og leik-
listarlífið er dásam-
legt. Það er óskaplega
gaman að lifa og hrær-
ast í þessum bransa,
með tökum hér og
þar og ferðalögum um
allan heim. Ég finn vel
að fólk er farið að taka
eftir mér úti um allt og
fylgi mitt á Instagram
hefur aukist mikið í
kjölfar Vikings,“ segir
Ragga.
Meðleikararnir hrifnir
Meðleikarar Röggu í Vikings hafa
komist á snoðir um ágæti Feel
Iceland.
„Ég hef gefið vinkonum
mínum úr leikarahópnum
prufur en við áttum æðis-
legt stelpukvöld saman um
daginn, settum á okkur
Feel Ice land-maska til
dekurs og þær voru
aldeilis ánægðar með
árangurinn. Ég hef ekki
enn gefið strákunum
neitt en er viss um að
þeir vildu gjarnan prófa
jafn einstaka, hreina
og rammíslenska
náttúruafurð,“
segir Ragga, full
af fítonskrafti
með liðsinni Feel
Iceland-varanna.
„Leiklistin er
erfið líkamlega
sem andlega en ég
er ákveðin, kann að
setja mér markmið
og hugsa vel um
mig. Sundferillinn
undirbjó mig vel
undir þetta allt og ég er þakklát
fyrir að hafa synt svo lengi því það
hefur góð áhrif á það sem ég er að
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um-
fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar-
efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Sólveig Gísladóttir, solveig@frettabladid.is s. 550 5762 | Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.
is, s. 550 5761 Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 550 5766 Brynhildur Björnsdóttir, bryn-
hildur@frettabladid.is, s. 550 5765 | Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 550 5769 | Starri
Freyr Jónsson, starri@frettabladid.is, s. 550 5763 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Kristín Þorsteinsdóttir
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli
Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is,
s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653,
gera í leiklistinni,“ segir Ragga sem
keppir enn árlega í sundi, sér til
gamans.
„Galdurinn við að láta drauma
sína rætast er að vera glaðsinna
og njóta þess sem maður fæst
við. Það þarf líka að halda út
og má ekki gefast upp. Maður
fer ekki á Ólympíuleikana á
einni nóttu né fær hlutverk í
stærstu sjónvarpsþáttum
heims yfir nótt. Allt tekur
það tíma og ég hef haldið
ótrauð áfram. Númer
eitt er að hafa gaman af
því öllu því ef mér hefði
ekki þótt gaman að synda
hefði ég aldrei farið á
Ólympíuleikana og
hefði mér ekki þótt
gaman að undir-
búningsferli Vikings
hefði ég aldrei náð
hlutverki.“
Gleði uppskrift
að hamingju
Lífsmottó Röggu er
að brosa.
„Ef maður er
glaður og fæst við
það sem drífur mann
áfram er hamingjan vís,“ segir
hún og brosir, nýkomin heim frá
Bahama-eyjum.
„Þar upplifði
ég fáránlega
fallega hluti,
snorklaði og
naut dásamlegs
dekurs.“
Ragga naut
líka fegurðar og
vellystinga jóla-
hátíðarinnar.
„Ég viðurkenni
alveg að jólin taka
sinn toll og ég æfi
meira en vanalega
yfir hátíðarnar
en ég er dugleg að
leyfa mér óholl-
ustu jólanna og
gleðinnar með
fólkinu mínu, og
vitaskuld ekkert
slæmt við það.
Það er bara hluti af
þessum árstíma og
ég á auðvelt með
að koma mér aftur í reglubundna
rútínu sem mér líður alltaf best í,“
segir Ragga sem passar upp á sjálfa
sig í hvívetna.
„Ég elska að fara í gott nudd og
dekur, láta lakka neglurnar og vera
ein með sjálfri mér. Ég er mikill
lestrarhestur og gleymi mér yfir
góðri bók eða hlusta á hljóðbækur
í gönguferðum. Ég reyni líka alltaf
að vera jákvæð og það hefur nýst
mér best í afreksíþróttum sem og
leiklistarlífinu. Ef mér líður illa
eða er í neikvæðu skapi reyni ég
að taka smá tíma fyrir sjálfa mig,
safna kröftum og díla við áhyggjur
á sem stystum tíma til að verða
jákvæð á ný. Maður ætti líka að
vera glaður með að gera hluti sem
maður ákvað sjálfur að gera,“ segir
Ragga og er meðvituð um að vera
góð fyrirmynd.
„Ég hef alltaf reynt að sýna ungu
fólki gott fordæmi, sérstaklega
stelpum. Að kenna þeim að vera
samkvæmar og trúar sjálfum sér
og gera það fyrir sig en ekki aðra.
Ég fór ekki á Ólympíuleikana til að
sýnast fyrir öðrum né tók ég hlut-
verk í Vikings fyrir aðra, heldur
sjálfa mig. Líka að vera glaður og
kátur í lífinu og góður við allt og
alla; jörðina okkar, dýr og menn.
Það hjálpar til að hafa jákvætt við-
horf til lífsins.“
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 5 . JA N ÚA R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R