Fréttablaðið - 05.01.2019, Blaðsíða 54
Akureyri:
Löggiltur endurskoðandi
Við leitum að kraftmiklum og ábyrgðarfullum einstaklingi sem á auðvelt
með að starfa sjálfstætt, býr yfir haldbærri reynslu af endurskoðunarstörfum
og er reiðubúinn til að takast á við ögrandi verkefni.
Grant Thornton endurskoðun ehf. óskar eftir að ráða löggiltan
endurskoðanda til starfa á starfsstöð félagsins á Akureyri.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Ársreikningagerð og skattframtalsgerð
lögaðila fyrir viðskiptavini Grant Thornton.
• Þáttaka í og stjórnun endurskoðunarteyma.
• Ráðgjafaverkefni á sviði reikningsskila,
skatta og fjármála.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Löggilding í endurskoðun.
• Reynsla af bókhalds- og uppgjörsvinnu.
• Reynsla af endurskoðunar- og ráðgjafastörfum.
• Þekking á helstu bókhaldskerfum
og almenn tölvuþekking.
• Góð samstarfs- og samskiptahæfni.
• Frumkvæði, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð.
grantthornton.is
Grant Thornton endurskoðun ehf.
Grant Thornton endurskoðun ehf. er aðili að
Grant Thornton International, sem er eitt af
stærstu endurskoðunarfyrirtækjum heims.
Grant Thornton veitir faglega og persónulega
þjónustu á sviði fjármála og viðskipta.
Nánari upplýsingar veitir Sturla Jónsson,
meðeigandi, sturlaj@grantthornton.is
eða í síma 520 7000.
Endurskoðun Skattar Ráðgjöf
Hæfniskröfur:
• Menntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af sambærilegu starfi skilyrði
• Góð samskipta- og skipulagshæfni
• Frumkvæði og brennandi áhugi á öryggismálum
• Góð greiningarhæfni
• Góð hæfni í íslensku og ensku í ræðu og riti
• Þekking á öryggisstjórnunarstöðlum (ISO 45001 eða OHSAS 18001)
Starfssvið:
• Uppbygging og rekstur á öryggisstjórnunarkerfi
• Eftirfylgni atvikaskráningar
• Skipulag og þarfagreining þjálfunar í öryggismálum
• Stuðningur og þjálfun í framkvæmd rótargreininga
• Gagnasöfnun og skýrslugjöf varðandi öryggismál
• Þjálfun í gerð og notkun áhættumats
• Skipulag úttekta og eftirlits
• Innleiðing nýrra öryggisaðferða
Marel leitar að sérfræðingi í öryggismálum til starfa í framleiðslu Marel. Viðkomandi er hluti af kjarnateymi
framleiðslustýringar og vinnur náið með öðrum starfsmönnum framleiðslu.
SÉRFRÆÐINGUR Í ÖRYGGISMÁLUM
ER FRAMTÍÐ ÞÍN
HJÁ OKKUR?
Marel er alþjóðlegt hátæknifyrirtæki með um 6.100 starfsmenn, þar af um 720 á Íslandi. Fyrirtækið er brautryðjandi á
heimsvísu í þróun og framleiðslu tækja og hugbúnaðar fyrir matvælaiðnað. Við leggjum ríka áherslu á nýsköpun og
framþróun í öllu okkar starfi. Þess vegna viljum við ráða til okkur öflugt fólk, konur og karla, sem hafa áhuga á að
mæta nýjum og spennandi áskorunum á hverjum degi. Við bjóðum upp á góða vinnuaðstöðu, skilvirka starfsþjálfun,
sveigjanlegan vinnutíma, glæsilegan matsal, framúrskarandi íþróttaaðstöðu og gott félagslíf.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ingólfur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Marel, ingolfur.agustsson@marel.com.
Umsóknarfrestur er til og með 21. janúar. Sótt er um starfið rafrænt á vef Marel, marel.is/43241.
ATVINNUAUGLÝSINGAR 15 L AU G A R DAG U R 5 . JA N ÚA R 2 0 1 9