Fréttablaðið - 19.01.2019, Page 2

Fréttablaðið - 19.01.2019, Page 2
Veður Víða rigning eða slydda fyrri part dags, einkum vestan til, en snýst í suðvestan 5-13 með éljum síðdegis, fyrst vestast. Hiti 0 til 5 stig sunnan- og vestanlands, en annars frost 1 til 7 stig. Yfirleitt vægt frost í kvöld. SJÁ SÍÐU 44 Spegilslétt tjörn Ölduhæðin var ekki mikil þegar ljósmyndari Fréttablaðsins átti leið fram hjá Reykjavíkurtjörn. Tjörnin var fallega spegilslétt í þessu sæmilegasta veðri sem lék við höfuðborgarbúa í gær. Veðurstofa spáir rigningu og slyddu í borginni í dag en ágætu veðri fyrripartinn á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Prótínríkt og gott hvenær sem er! MENNING Ákvörðun hefur verið tekin um að fjarlægja alfarið nektar­ málverk eftir Gunnlaug Blöndal af veggjum Seðlabanka Íslands. Verkin hafa verið sett í geymslu um ókomna tíð eftir að gerð var athuga­ semd við hina ósæmilegu nekt. Fréttablaðið fjallaði um það síð­ astliðið sumar að til skoðunar væri með hvaða hætti ætti að bregðast við kvörtun starfsmanns sem var misboðið af málverkunum sem innihalda nekt. Fréttin vakti verð­ skuldaða athygli og sitt sýndist hverjum. Nú liggur fyrir niðurstaða þessarar skoðunar og var hún að myndirnar skyldu fjúka. „Ákveðið var að þessi málverk yrðu ekki á almennum vinnu­ svæðum eða á skrifstofum yfir­ manna, þ.e. á þeim svæðum þar sem almennir starfsmenn vinna eða þurfa að leita með erindi,“ segir Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands, í skriflegu svari við fyrirspurn blaðsins um lyktir málsins. Í Seðlabanka Íslands er að finna nokkurt safn klassískra myndlistar­ verka eftir meðal annars marga af meisturum íslenskrar málaralistar. Á einhverjum þeirra, nánar tiltekið myndum eftir Gunnlaug Blöndal, er að finna nekt. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í júní gerði starfsmaður athugasemd við myndirnar, taldi þær ósæmilegar og fór fram á að þær yrðu fjarlægðar. Kvörtunin kom í kjölfar mikillar MeToo­umræðu í þjóðfélaginu og var hún tekin föst­ um tökum af stjórnendum bankans sem settu málið í ferli til að ákveða örlög nektarverkanna. Ljóst er að listunnendur munu margir súpa hveljur yfir morgun­ kaffinu í dag yfir svörum Stefáns Jóhanns. „Þau eru um þessar mundir í geymslu og ekki hefur verið tekin ákvörðun um aðra notkun þeirra.“ Listamaðurinn og prófessorinn, Guðmundur Oddur Magnússon, oft kallaður Goddur, gagnrýnir það sem hann kallar púrítanastefnu Seðla­ bankans í þessu máli. „Þá mætti alveg eins pakka hálfri listasögunni ofan í geymslu. Manns­ líkaminn, bæði karla og kvenna, hefur lengi verið viðfangsefni listamanna,“ segir Goddur og fer á flug. Hann viti til þess að það séu styttur af berum karlmanni eftir Bertel Thorvaldsen í borginni, fullt af brjóstum í verkum Ásmundar Sveinssonar líka. „Það þarf aldeilis að taka hér til. Við þurfum að gerast aftur alvöru púritanar og fara með hálft lista­ safn þjóðarinnar og allra þjóða og læsa það í geymslum! Ég styð púrítanisma. Lengi hann lifi!“ segir listspekúlantinn kaldhæðinn að lokum. mikael@frettabladid.is Nektarlist í Seðlabanka komið fyrir í geymslu Eftir skoðun innan Seðlabankans varð niðurstaða stjórnenda sú að málverk sem innihalda nekt eftir Gunnlaug Blöndal skuli fjarlægð úr almennum vinnu- svæðum og skrifstofum yfirmanna. Sett í geymslu þar til annað er ákveðið. KJARAMÁL „Þetta er algjört auka­ atriði og skiptir engu máli en það virðist hafa verið ógurlegur titringur hjá SA út af þessu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness (VLFA), um fjölda félags­ manna sinna sem heyri undir kjara­ viðræðurnar við SA. Ríkissáttasemjari kallaði eftir fjölda félagsmanna sem samning­ arnir ná til frá stéttarfélögunum. Samkvæmt upphaflegu svari VLFA voru félagsmenn alls 2.509 en sam­ kvæmt leiðréttu svari eru þeir 1.102. „Ég sendi tölvupóst á SA og sagði að ef þetta væri nú það sem SA hefðu mestar áhyggjur af þá væru áhyggjurnar sem við þyrftum að hafa ekki miklar.“ Vilhjálmur segir að vegna mis­ skilnings hafi verið tekinn saman listi þar sem einnig var að finna félagsmenn sem heyra undir sér­ kjarasamninga. Stærstur hluti þeirra starfar í stóriðju á Grundartanga. „Það fór vitlaus tala til Ríkissátta­ semjara en ég er búinn að leiðrétta það. Við erum aldrei að spá í þetta fyrr en við þurfum að láta kjósa um verkfall eða samning. Þetta hefur aldrei verið gert á meðan viðræður eru í gangi þannig að þetta eru ný vinnubrögð hjá sáttasemjara.“ Vilhjálmur vill á móti vita hversu mörg fyrirtæki eigi aðild að SA. „Ég ætla að senda erindi og spyrja að því hvað það séu mörg fyrir­ tæki sem tengjast SA á mínu félagssvæði. Við höfum ekki hug­ mynd um það hvort fyrirtæki sem félags­ menn okkar vinna hjá tilheyra SA eða ekki. Ég kalla e f t i r þ e ssu m upplýsingum og að þetta verði greint niður á félagssvæði.“ – sar Fækkaði um 1.400 hjá VLFA Þau eru um þessar mundir í geymslu og ekki hefur verið tekin ákvörðun um aðra notkun þeirra. Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðla- banka Íslands Seðlabankinn á mikið málverkasafn en nekt líkt og á meðfylgjandi mynd eftir Gunnlaug Blöndal fær ekki að prýða veggi bankans. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Vilhjálmur Birgisson. VIÐSKIPTI Stefnt er að því að viðræður um kaup Indigo Partners á 49 pró­ sentum í WOW air klárist í febrúar. Þetta segir Skúli Mogensen forstjóri. Þeir fjárfestar sem tóku þátt í skuldabréfaútboði WOW í fyrra og eignuðust þannig kauprétti að hluta­ bréfum í félaginu hafa samþykkt að falla frá kaupréttunum, samkvæmt tilkynningu frá WOW air í gær. Niðurfelling umræddra kauprétta, sem samið var um í 60 milljóna dala skuldabréfaútboði flugfélagsins sem lauk í september í fyrra, er skilyrði þess að fjárfesting bandaríska félags­ ins Indigo Partners í WOW air gangi eftir. – þea / kij Stefna á að klára fyrir lok febrúar Skúli Mogensen. 1 9 . J A N Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.