Fréttablaðið - 10.10.2019, Page 5

Fréttablaðið - 10.10.2019, Page 5
ÁRÉTTING Vegna forsíðumyndatexta í gær er áréttað að UNESCO hefur ekki skorið úr um hvort umsvif köfunarfyrirtækja samrýmist stöðu Þingvalla á heimsminjaskrá. Allar nýjustu fréttir og blað dagsins eru fáanleg á www.frettabladid.is 1 Al var legt vinnu slys: Klemmd­ist á milli bíl hræs og vinnu­ vélar Maðurinn var að störfum hjá málmvinnslufyrirtækinu Furu. 2 Fjórtán álftir drepnar: „Bara lög brot og ekkert flóknara en það“ Gunnar Þór Hallgrímsson fuglafræðingur segir að eðlilegast væri að kæra atburðinn beint til lögreglu. 3 Níu ára barn á kært fyrir að hafa myrt fimm manns Dauðsföllin urðu eftir íkveikju í hjólhýsagarði í Illinois fylki í Bandaríkjunum. GOÐSÖGNIN NÝR JEEP® WRANGLER jeep.is JEEP® WRANGLER RUBICON Rock-Track® fjórhjóladrif, Select-Trac® millikassi, Tru-Lock® 100% driflæsingar að framan og aftan, aftengjanleg jafnvægisstöng að framan, Heavy Duty fram- og afturhásing, 17” álfelgur, 32” BF Goodrich Mudtrack hjólbarðar, bakkmyndavél með bílastæðaaðstoð, bakkskynjarar, aðgerðarstýri, hraðastillir, sjálfvirk miðstöð með loftkælingu, rafdrifnar rúður, rafdrifnir og upphitaðir hliðarspeglar og fjarstýrðar samlæsingar. WRANGLER RUBICON BENSÍN 273 HÖ. 8 GÍRA SJÁLFSKIPTUR VERÐ FRÁ: 10.890.000 KR. WRANLGER RUBICON DÍSEL 200 HÖ. 8 GÍRA SJÁLFSKIPTUR VERÐ FRÁ: 10.890.000 KR. Au ka bú na ðu r á m yn d 35 ” d ek k UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 STJÓRNSÝSLA Samband íslenskra sveitarfélaga krefst þess í bréfi til félagsmálaráðherra að ráðuneytið „dragi tafarlaust til baka ráðagerðir" um „gerbreyttan útreikning á hlut- deild ríkisins í samningsfjárhæðum NPA-samninga. Ráðuneytið segir NPA „ekki hugsað fyrir börn“. Karl Björnsson, framkvæmdastjóri SÍS, segir í bréfi til Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamála- ráðherra, að það komi „sambandinu algerlega á óvart að ráðuneytið væri að boða til fundar þau sveitarfélög sem hafa NPA-samninga“ eftir að áður hafi verið ákveðið að leysa úr ágreiningi í samræmi við bráða- birgðaákvæði í lögum. „Umrædd breyting samræmist hvorki gildandi lögum, reglugerð né viðtekinni fram- kvæmd við innleiðingu NPA allt frá 2012. Nái hún fram að ganga myndi það kollvarpa fjárhagslegum sam- skiptum vegna verkefnisins enda sætu sveitarfélög uppi með útgjalda- auka sem gæti numið allt að 100 milljónum króna á ársgrundvelli.“ Karl segir sambandið krefjast þess að ráðuneytið dragi þessar ráðagerðir til baka tafarlaust. „Má augljóst vera að útspil af þessu tagi – án nokkurs samráðs við sambandið – er til þess fallið að skaða traust og trúnað í sam- skiptum mili stjórnsýslustiga,“ undir- strikar framkvæmdastjórinn. Bréfi framkvæmdastjórans fylgir minnisblað frá lögfræðisviði sam- bandsins. Er þar vitnað til fundar- gerðar frá 18. september. „Ráðu- neytið segir það skýrt að NPA er ekki hugsað fyrir börn, en gæti mögulega átt við fyrir ungmenni,“ er rakið úr fundargerðinni. gar@frettabladid.is Sakar ráðherra um trúnaðarbrest vegna NPA fyrir börn REYKJAVÍK „Mér finnst þetta bera keim af vanhugsaðri verktaka- græðgi. Þarna er um að ræða lóðir sem voru seldar með mjög skýrum kvöðum um að taka þátt í innviða- kostnaði á svæðinu,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Beri keim af verktakagræðgi Líkt og kom fram í gær hafa verk- takafyrirtæki, í samstarfi við Sam- tök iðnaðarins, stefnt Reykjavíkur- borg vegna innviðagjalda. Dagur segir það ekki ganga upp að ætla að láta borgarbúa borga reikninginn þegar búið var að semja um annað. „Það lá algjörlega fyrir hver þeirra hlutur hvers og eins væri, og það hafði áhrif á það sem þeir borguðu fyrir byggingar- réttinn.“ – ab Dagur B. Eggertsson. LÖGREGLUMÁL Íslensk stjórnvöld hafa móttekið 355 milljónir króna frá bandarískum yfirvöldum fyrir aðstoð við upprætingu umfangs- mikilla fíkniefnaviðskipta á sölu- síðunni Silk Road. Um er að ræða söluandvirði tugþúsunda bitcoina sem hýst voru í gagnaveri hér á landi og haldlögð voru í samstilltum aðgerðum íslensku lögreglunnar og bandarísku alríkislögreglunnar í október 2013. „Eftir að ljóst varð að upphæð þessi yrði lögð inn í ríkissjóð var ákveðið að hún rynni í sérstakan löggæslusjóð á forræði dómsmála- ráðherra,“ segir Áslaug Arna Sigur- björnsdóttir dómsmálaráðherra. Veitt verði úr sjóðnum í þágu rann- sókna á skipulagðri brotastarfsemi. Þessi ráðstöfun hafi þegar verið samþykkt í ríkisstjórn og fjárhæðin verið lögð inn í sjóðinn. Í Bandaríkjunum er ekki óal- gengt að andvirði ólöglegs ávinn- ings af lögbrotum sé látið renna til lögreglunnar eða þess embættis sem rannsakar og upplýsir um þau og var það vilji saksóknara Silk Road-málsins vestanhafs að íslenska lögreglan fengi tæpar 2,9 milljónir dollara eða 15 prósent þess fjár sem fékkst fyrir þau bit- coin sem gerð voru upptæk í mál- inu. Samkvæmt íslenskum lögum rennur andvirði upptekinna verð- mæta hins vegar óskipt í ríkissjóð og getur því ekki farið beint til lög- reglunnar að óbreyttum lögum. Spurð nánar um fjárveitingar úr sjóðnum segir Áslaug að tekið verði mið af tillögum nefndar sem skipuð var í kjölfar útkomu skýrslu ríkis- lögreglustjóra um skipulagða brota- starfsemi í vor. Það var ungur tölvunörd, Ross Ulbricht, sem opnaði Silk Road árið 2011 sem vettvang frjálsra viðskipta án afskipta yfirvalda. Ulbrict hefur verið lýst sem áköfum frjálshyggju- manni, stuðningsmanni kenninga Ayn Rand og hörðum andstæðingi stríðsins gegn fíkniefnum. Síðan var að mestu leyti vettvangur fíkni- efnasölu en þar var einnig hægt að kaupa annan varning eins og vopn, leiðbeiningar um skjalafals og jafn- vel lista yfir leigumorðingja. Öll viðskipti á síðunni fóru fram með rafmyntinni bitcoin sem tryggði nafnleysi í viðskiptunum. Framan af gekk bandarísku al- ríkis lögreglunni illa að finna hýs- ingarstað síðunnar en þegar loks tókst að staðsetja hýsinguna í gagna- veri Advania á Íslandi var óskað eftir samvinnu íslenskra yfirvalda. Í október 2013 eftir margra mánaða undirbúning var farið í samstilltar aðgerðir og Silk Road-vefsíðan var tekin niður hér á landi og hald lagt á bitcoin að jafnvirði um þriggja millj- óna Bandaríkjadala. Ulbricht var á sama tíma handtekinn á bókasafni í San Francisco þar sem hann sat við fartölvu sína með síðuna opna og opna tengingu inn á bitcoin-veskið sitt. Veskið var það sönn un argagn sem vó þyngst í sak fell ingu hans. Rannsókn málsins var bæði umfangsmikil og jafnvel drama- tísk á köf lum. Einn rannsakenda brá sér til að mynda í gervi leigu- morðingja á vefsvæðinu og bauð sig fram þegar Ulbricht kallaði eftir aftöku meints uppljóstrara á síðunni. Umræddur rannsakandi endaði svo sjálfur á sakamanna- bekk í málinu ásamt starfsfélaga sínum hjá A lr ík islög reglunni er upp komst að þeir hefðu nýtt aðstöðu sína til að kúga fé af not- endum síðunnar. Fengu þeir báðir nokkurra ára fangelsi fyrir brot sín. Forsprakkinn Ross Ulbricht afplánar hins vegar tvöfaldan lífs- tíðardóm. adalheidur@frettabladid.is Fé fyrir Silk Road-rannsókn komið í nýjan löggæslusjóð Bandarísk stjórnvöld hafa afhent íslenskum stjórnvöldum tæpar þrjár milljónir dollara vegna að- stoðar við upprætingu ólöglegu sölusíðunnar Silk Road. Síðan var hýst hér á landi. Féð, alls 355 millj- ónir króna, hefur þegar verið afhent. Því verður varið til rannsókna á skipulagðri brotastarfsemi. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri og Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem fer fyrir rannsóknum á skipulagðri brotastarfsemi. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Sjá nánar á frettabladid.is Karl Björnsson, framkvæmda­ stjóri SÍS. 1 0 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.