Fréttablaðið - 10.10.2019, Side 9

Fréttablaðið - 10.10.2019, Side 9
Takmark okkar er að koma í veg fyrir skelfingarástand við suður- landamæri okkar og að koma á friði á svæðinu. Racip Erdogan, forseti Tyrklands. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · BVA Egilsstöðum www.skoda.is ŠKODA OCTAVIA G-TEC SPARNEYTNIN OPNAR ÞÉR NÝJAR LEIÐIR Škoda Octavia hefur verið einn ástsælasti fjölskyldubíllinn hjá íslensku þjóðinni í áratugi. Aksturseiginleikarnir, þægindin, rýmið og sparneytnin hafa einkennt Octaviuna allar götur frá því hún kom á markað. Skiptu yfir í Octaviu G-Tec; hagkvæmasta vistvæna kostinn fyrir fjölskylduna og fyrirtækin. Hlökkum til að sjá þig! Octavia G-Tec – vinsælasti metanbíllinn 2018. 5 ár a áb yr gð fy lg ir fó lk sb ílu m H EK LU a ð up pf yl ltu m á kv æ ðu m á by rg ða rs ki lm ál a. Þ á er a ð fin na á w w w .h ek la .is /a by rg d ŠKODA OCTAVIA 60 ÁRA 1 9 5 9 - 2 0 1 9 Verð frá 3.990.000 kr. Octavia G-Tec Combi / 1.5 TGI / 130 Hö / Sjálfsk. METAN BRETLAND Lögreglan fjarlægði með valdi mæður sem tóku þátt í fjölda- mótmælum í miðborg Lundúna í gær. Um er að ræða tveggja vikna mótmæli sem kennd eru við útrým- ingu mannkyns þar sem mæður með börn á brjósti loka götum nálægt þinghúsinu til að mótmæla aðgerða- leysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Alls voru 600 manns handteknir í gær á þriðja degi mótmælanna. Boris Johnson forsætisráðherra hæddist að mótmælendunum og kallaði þá „ósamvinnuþýða and- ófsmenn“. Athygli vakti að Stanley Johnson, faðir forsætisráðherra, mætti á mótmælin og túlkaði orð sonar síns sem gullhamra. Lögreglan í Lundúnum hefur kallað á liðsauka og hafa hundruð lögreglumanna úr öllum umdæm- um á Englandi og Wales sent menn til höfuðborgarinnar vegna mót- mælanna. – ab Mæður bornar á brott Móðir borin á brott í gær í fjöldamótmælum í miðborg Lund- úna. Alls voru 600 manns handteknir. NORDICPHOTOS/GETTY SÝRLAND Tyrkir hófu árás á Rojava, sjálfstjórnarhérað Kúrda í norð- austurhluta Sýrlands, í gær, aðgerð sem þeir kalla Friðarvor. Racip Erdogan Tyrklandsforseti tilkynnti árásina á Twitter-síðu sinni og jafn- framt að sýrlenski stjórnarherinn tæki þátt í henni. „Takmark okkar er að koma í veg fyrir skelfingarástand við suður- landamæri okkar og að koma á friði á svæðinu,“ sagði í yfirlýsingunni. Árásin kemur í beinu framhaldi af brotthvarfi bandaríska hersins og þrátt fyrir hótanir Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að hún muni hafa efnahagslegar og pólitískar afleiðingar. „Bandaríkin styðja ekki þessa árás og hafa tjáð Tyrklandi á skýran máta að hún sé vond hug- mynd,“ sagði í yfirlýsingu Trumps. Loftárásir og árásir stórskota- liðs hófust um miðjan dag í gær, skömmu eftir yfirlýsingu Erdogans. Mustafa Bali, talsmaður hers Kúrda (SDF), sagði að loftárásunum væri beint að almennum borgurum og heimilum. Einnig að mikil örvænt- ing og glundroði væri á svæðinu. Hundruð almennra borgara f lúðu frá landamærasvæðunum skömmu eftir að innrásin hófst. Borgin Ras Al-Ain við landamærin er sá staður þar sem þungi loftárásanna hefur verið mestur, en þar búa um 30 þúsund manns. Tyrkir hafa einnig beint sprengj- um sínum að hernaðarmannvirkj- um og verksmiðjum. Til að bregðast við hefur land- stjórn Rojava beðið alla borgara að grípa til vopna og verja svæðið fyrir innrásarliðinu, það væri siðferðis- leg skylda þeirra. Jafnframt var því lýst yfir að baráttan gegn hryðju- verkasamtökunum ISIS yrði sett á ís, en Kúrdar hafa verið ötulustu stuðningsmenn vestrænna þjóða í að kveða niður samtökin. Guðlaugur Þór Þórðarson utan- ríkisráðherra lýsti yfir áhyggjum af ástandinu og að það gæti orðið til þess að blása lífi í ISIS. „Við þurfum vopnahlé í Sýrlandi, ekki frekari stigmögnun of beldis,“ sagði hann. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar í dag vegna innrásarinnar og á föstudag mun Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, funda með Erdogan. kristinnhaukur@frettabladid.is Tyrkir ráðast gegn Kúrdum Innrás Tyrklandshers í héröð Kúrda í Sýrlandi hófst í gær eftir yfirlýsingu Erdogans forseta. Sprengjum rigndi yfir borgir við landamærin. Tyrkneskir hermenn við landamæri Sýrlands bíða. NORDICPHOTOS/GETTY +PLÚS 1 0 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R8

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.