Fréttablaðið - 10.10.2019, Side 16

Fréttablaðið - 10.10.2019, Side 16
Það að missa alveg heyrnina er vitaskuld mikil fötlun, það að missa ákveðin tíðnisvið út er óþægilegt og getur haft afleiðingar, jafnvel leitt til þess að viðkomandi geti ekki sinnt starfi sínu lengur. Sá sem tapar heyrn gerir það oftast varanlega, því miður. Vinnuverndarlögin og reglugerð um varnir gegn hávaða á vinnustöðum eiga að vernda gegn slíku og setja ríkar skyld- ur á herðar bæði starfsfólki og vinnuveitendum. Það er til dæmis þekkt að jafngildishávaði á leikskólum er í f lestum tilvikum of hár og hægt að færa rök fyrir því að leikskólakennarar ættu að nota heyrnar- hlífar ekki síður en börnin sjálf, svipað og inni í álveri. Það hljómar ankannalega en er engu að síður staðreynd. Það hljómar líka fáránlega að vera með heyrnarhlífar í spinning- eða eróbikktíma, en það væri sennilega afar skynsamlegt. Reyndar er alveg merkilegt að hugsa til þess að fara í heilsurækt og byggja upp líkamann en eyðileggja mögulega heyrnina í leiðinni. Þeir einstaklingar sem lesa þessa grein og hafa farið út úr tíma með suð í eyrum vita hvað ég er að tala um. Hið sama gildir um tónleika þar sem markmiðið virðist vera að valda skaða fremur en að njóta tónlistar. Ekki má gleyma unglingunum með nýrri og flottari útgáfur af vasa diskói en við þekktum hér áður. Þeir sem stunda skotveiði án góðra heyrnar- hlífa eru að leika sér að eldinum. Eitt skot úr byssu er nóg til að eyðileggja heyrnina fyrir lífstíð. Það hlýtur að vera hvimleitt þegar lagt er við hlustir til að átta sig á bráðinni að heyra ekki nægjanlega vel. Þeim ætti því að vera sérstaklega umhugað um varnir. Hver þekkir ekki viðlíka sögu að fjölskyldan er sest niður í kjölfar þess að hafa borðað saman og ætlar að horfa á sjónvarpið? Pabbinn er með fjarstýringuna og hann hækkar í tækinu þar til allir ætla að ærast, skilur ekkert í þessu fjaðrafoki, beðinn að lækka í snatri. Dóttirin spyr: „Æi, pabbi, ertu heyrnarlaus?“ Hvað er þetta eiginlega, hann verður að heyra hvað fréttaþulurinn segir! Gerir sér enga grein fyrir því að hann er að hlusta á allt öðrum forsendum en hinir. Samt hefur hann tekið eftir því að honum finnst hann ekki alltaf heyra það sem sagt er, áður fyrr var þetta ekki vandamál, en núna finnst honum eiginlega ekkert gaman lengur að fara í gleðskap og forðast það. Alltof mikið glamur og hann heyrir ekkert hvað fólk er að segja. Konan meira að segja kvartar, þau hjónin fara sjaldnar út en áður vegna þessa. Þetta hefur áhrif á sambandið, henni finnst hann ekki hlusta á sig, sem er rétt, hann heyrir ekki alltaf það sem hún er að segja. Hérna áður heyrði hann en kaus bara að láta sem hann heyrði ekki, það var ágætt stundum en núna er þetta orðið óþægilegt. Þessi saga er klassísk og við flest hver getum tengt hana við einhvern sem við þekkjum. Við vitum að heyrnin versnar með árunum, það er ákveðin hrörnun sem á sér stað svipað og að fá hrukkur. Þá spila erfðaþættir, lyf og sjúkdómar líka inn í heyrnar- missi einstaklinga. Hins vegar er það alveg stórmerkilegt hvað ein- staklingum er oft lítið annt um heyrn sína, átta sig kannski ekki á því undir hvaða kringumstæðum þeir geta misst hana eða fá einfaldlega lélegar leiðbeiningar og búnað til að verjast heyrnarskaða. Svo eru þeir sem ekki geta varið sig sjálfir og þurfa að treysta á aðra. Passaðu eyrun, njóttu þess að vera í þögn af fúsum og frjálsum vilja en ekki vegna þess að heyrnin er skert fyrir aldur fram. Þögn eða heyrnarleysi Teitur Guðmundsson læknir Ef þú lætur fólk gera eitt-hvað eins og lesskiln-ingsverkefni eða leysa einhverjar þrautir með tónlist eða án tónlistar, þá er tónlist yfirleitt truf landi, hún dregur yfirleitt úr getu fólks til að leysa verkefni og þau taka lengri tíma,“ segir Helga Rut. „Ef heili er skannaður sem er í þögn eða að hlusta á tónlist þá er miklu meira að gerast í heila þess sem er að hlusta á tónlist. Heilinn gerir í raun og veru ekki margt í einu þannig að við þurfum að vera að skipta athyglinni frá tónlistinni yfir á það sem við erum að gera þannig að tónlist í bakgrunninum er alltaf að ræna athyglinni,“ segir hún en almennur bakgrunnshávaði hefur líka þannig áhrif. Mikið í gangi í hausnum Helga Rut segir að það sé mikið í gangi í hausnum þegar við heyrum tónlist. „Það eru ekki bara heyrnar- stöðvarnar sem fara í gang heldur líka hreyfistöðvarnar. Stærra svæði heilans virkjast hjá fólki sem hefur lært á hljóðfæri en annarra, sem útskýrir hvers vegna tónlistarfólk á oft erfiðara með bakgrunnstón- list. Allt sem það er búið að læra í tónlist fer í gang, öll þessi ósjálfráða greining, því þessi svæði sem þarna reynir á stækka við tónlistarnám.“ Helga Rut útskýrir að tónlist með takti sem er vel undir hvíldarpúlsi, sem er oft á milli 60 og 70, virki róandi. „Ef þú hlustar á tónlist sem er 40 slög á mínútu þá virkar hún róandi hvort sem þú þekkir hana eða ekki. Sömuleiðis virkar tón- Lengur að læra með tónlist í eyrunum Dr. Helga Rut Guðmundsdóttir er prófessor í tónlistarfræðum á menntavísindasviði Háskóla Ís- lands en rannsóknir hennar hafa aðallega verið á sviði tónskynj- unar og tónlistarþroska barna. list með 120 slög á mínútu örvandi á alla. Til dæmis hreyfa lítil börn sig ósjálfrátt við tónlist því heilinn bregst við taktslagi. Um leið og heilinn heyrir reglu- legt taktslag sýnir hann við- bragð millisekúndum áður en næsta taktslag kemur.“ Oförvun varasöm Tónlist er ekki góð við öll tækifæri og það þarf að muna eftir þögninni. „Það er alltaf hætta á oförvun hjá mjög ungum börnum. Ég er líka á móti því að spila tónlist fyrir bumb- una. Við mótumst í hjartslætti móðurinnar og við rödd hennar, það sem hún talar og syngur, en það er mikið inngrip að setja einhvern hávaða á fóstur sem er að þroskast. Það er ekkert sem bendir til þess að við eigum að vera að senda tónlist sérstaklega inn í móðurkvið,“ segir Helga Rut. „Það er vitað að mjög lágstemmd tónlist hjálpar fyrirburum, styttir tímann sem þeir þurfa að vera á vökudeild og þeir dafna betur. Súr- efnisupptaka í blóði er betri með lágstemmdri vögguvísutónlist en það þarf að gera þetta undir eftirliti sérfræðinga vegna þess að oförvun getur verið hættuleg og það þarf líka að gæta að hvíld og þögn.“ Hvernig upp- l i f i r þ ú þ ö g n? Finnst þér mikilvægt að vera í þögn? „Já, og ég held að allir sem vinna með tónlist, eins og tón- listarkennarar sem eru með tón- list í eyrunum allan daginn í sinni vinnu, vilji hafa þögn þegar þeir koma heim. Ég heyri marga tón- listarkennara tala um það. Þeir fara ekki heim og kveikja á útvarpinu eða setja tónlist á fóninn, allavega ekki meðan þeir eru að jafna sig eftir vinnuna,“ segir hún. Þögnin lífsnauðsynleg „Við þurfum svefn, hann er lífs- nauðsynlegur, og ég held að það sé eins með þögnina. Ef við erum alltaf með einhverja síbylju í eyrunum, þá er of mikil örvun í heilanum því heilinn er aldrei alveg hlutlaus; hann er alltaf að greina það sem við heyrum. Hann tekur við áreitinu og er að greina það og þess vegna er svo mikilvægt að við gefum hausnum tækifæri til að hlaða batteríin.“ Að sama skapi er hægt að nota hressa tónlist markvisst til örv- unar eins og í íþróttaiðkun. „Þú getur notað tónlist til að örva þig og rannsóknir sýna að fólk endist lengur á þrekhjóli ef það er með tónlist í eyrunum. Það nær meiri árangri og betri súrefnisupptöku svo þetta hefur bein áhrif á hversu öf lug æfingin er. Fólk notar þetta sem hvatningu og það er auðveld- ara að reyna meira á sig með tónlist sem er stíluð inn á að vera 120 slög á mínútu eða hærra.“ Öflugast að taka beinu brautina Áreitið er mikið úti um allt, stund- um hvetjandi, en oftar en ekki truf landi. Helga Rut segir að fólk sem noti tónlist til að koma sér í gírinn og einbeita sér við lærdóm sé þá að taka fjallabaksleiðina. „Það er kannski skemmtilegra en þú ert örugglega lengur að komast á leiðar- enda. Það er öruggt að þú ert lengur að læra sama hlutinn ef þú ert með tónlist í eyrunum heldur en þegar það er þögn. Það er búið að sýna fram á þetta með mörgum rann- sóknum. Það er ákveðin hvatning eða umbun að hafa tónlistina í gangi en það er alveg öruggt að ef þú myndir slökkva alveg og hafa þögn og einbeita þér myndirðu leysa verkefnin hraðar. Fjölmargar rann- sóknir sýna þetta og hefur jafnvel verið skoðað eftir mismunandi per- sónuleikum, intróvertum og extró- vertum, en persónugerð hefur lítil sem engin áhrif. Almennt er tónlist í bakgrunni truflandi. Þetta er góð vitneskja að hafa. Kannski viltu alltaf taka útsýnisleiðina en það er öflugast að taka beinu brautina.“ Ég er líka á móti því að spila tónlist fyrir bumbuna. Við mótumst í hjartslætti móðurinnar og við rödd hennar, það sem hún talar og syngur, en það er mikið inngrip að setja einhvern hávaða á fóstur sem er að þroskast. Helga Rut Guðmundsdóttir TILVERAN 1 0 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R14 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.