Fréttablaðið - 10.10.2019, Side 24
Misvægi atkvæða getur ekki
og má ekki vera skiptimynt
á hinu pólitíska sviði. Sama
atkvæðavægi á að gilda á
milli landsmanna hvar sem
þeir búa á landinu.
Það voru kaldar kveðjur sem mættu íslenskum vísinda-mönnum í fjárlagafrumvarpi
2020 sem lagt var fyrir Alþingi í
byrjun september. Kveðjurnar eru í
formi niðurskurðar í Rannsóknasjóð
Vísinda- og tækniráðs, helstu lífæð
rannsókna á Íslandi. Niðurskurður-
inn nemur 45 milljónum frá síðustu
fjárlögum og lækkunin nemur um
80 milljónum frá því 2018.
Af leiðingarnar verða að öllum
líkindum þær að næsta úthlutun
sjóðsins mun lækka um rúm fimm
prósent. Upphæðin jafngildir rúm-
lega átta ársverkum doktorsnema á
Íslandi, en stór hluti styrkjanna fer í
fjármögnun doktorsverkefna. Þessi
niðurskurður er áætlaður þrátt fyrir
að sjóðurinn hafi rýrnað að raun-
virði ár eftir ár. Í kjölfarið er ljóst að
af kastageta íslensks vísindasam-
félags mun minnka.
Árið 2016 kom innspýting úr fjár-
lögum í samkeppnissjóði Vísinda- og
tækniráðs og henni fylgdu fyrirheit
um frekari aukningu sem ekki hefur
verið staðið við. Áhrifa þessarar
innspýtingar gætir víða í íslensku
vísindalífi, en hún hefur eflt vísindi
í landinu. Þannig hefur ungum
íslenskum vísindamönnum fjölgað,
fólk hefur snúið aftur til Íslands
úr námi, eygjandi von um að geta
stundað metnaðarfullar rannsóknir
hér. Mikill sköpunarkraftur býr í
íslensku vísindasamfélagi og þessi
reynsla af auknu fjármagni í sjóðina
sýnir það svart á hvítu hversu auð-
velt það er að virkja þennan kraft og
efla.
Þó eru ýmis teikn á lofti um að
íslenskt vísindasamfélag starfi nú
langt undir getu vegna vanfjármögn-
unar. Árangurshlutfall umsókna í
Rannsóknasjóð er eitt merki þess,
en í síðustu úthlutun hlutu einungis
17% verkefna styrk. Þessi lækkun
árangurshlutfalls er einungis komin
til vegna aukinnar sóknar í sjóðinn,
þar sem fjárveitingar í hann hafa
staðið nokkurn veginn í stað síðan
2016. Einnig berast fregnir af því
að í ár hafi umsóknum í sjóðinn
fjölgað enn og aftur. Það er því ljóst
að ef ekkert verður að gert verður
árangurshlutfall umsókna í sjóðinn
í næstu úthlutun komið niður fyrir
það lægsta sem gerðist árin eftir
hrun á Íslandi.
En hvað er þá til ráða? Erum við
föst í vítahring þar sem aukin fjár-
mögnun til samkeppnissjóða veldur
því að sóknin í þá eykst stöðugt, sem
þá sífellt lækkar árangurshlutfallið?
Svarið við því er hreint og klárt nei.
Ef íslenskt vísindasamfélag væri fjár-
magnað þannig að það gæti starfað
eftir bestu getu, ef fjármögnunin
væri á pari við það sem gerist í þeim
nágrannalöndum sem okkur er svo
tamt að bera okkur saman við, er
ólíklegt að hlutfallið væri svo lágt.
En á meðan fjármögnun grunn-
rannsókna er undir því sem gerist að
meðaltali í OECD-löndum og langt
undir því sem gengur og gerist t.d. í
Bretlandi og á Norðurlöndunum, er
ekki skrítið að aukið fjármagn leiði
til aukinnar sóknar í sjóðina.
Sífellt yfirvofandi niðurskurður á
fjármagni til rannsókna vekur furðu
okkar þar sem ríkisstjórnin hefur
það að stefnu sinni að efla vísinda-
starf á Íslandi. Yfirlýst stefna hennar
er að auka fjárfestingu í rannsókn-
um og nýsköpun úr 2% í 3% af lands-
framleiðslu árið 2024. Niðurskurður
nú gengur því þvert á kosningaloforð
og yfirlýsta stefnu stjórnvalda.
Sú gróska sem fylgdi í kjölfar
þeirrar aukningar sem varð á fram-
lögum í sjóðina árið 2016 er birt-
ingarmynd þeirra jákvæðu áhrifa
sem það hefur á hugvit íslenskra
vísindamanna og af kastagetu að
hækka fjármagn sem rennur til vís-
inda. Sem dæmi má nefna að í kjöl-
far aukningarinnar hefur Öndvegis-
styrkjum úr Rannsóknasjóði fjölgað,
en mjög öf lug Öndvegisverkefni
hafa í kjölfarið hlotið hæstu styrki
sem unnt er að fá frá rannsóknar-
áætlun Evrópusambandsins. Þessi
reynsla segir okkur að viðbót fjár-
magns í innlenda sjóði skili sér jafn-
vel margfalt til baka á formi erlends
rannsóknafjár, enda eru á Íslandi
framúrskarandi vísindamenn sem
eiga fullt erindi í samkeppni um
hæstu erlendu styrkina fái þeir þá
forgjöf frá Íslandi sem til þarf. Í stað
yfirvofandi niðurskurðar ár eftir
ár ætti því að halda áfram á þeirri
braut sem var hafin árin 2015-2016
og auka verulega fjármagn í íslenska
samkeppnissjóði.
Við undirrituð skorum á stjórn-
völd að standa við gefin loforð og
virkja þann kraft sem í íslensku vís-
indasamfélagi býr, snúa vörn í sókn
og auka við fjármögnun íslenskra
samkeppnissjóða. Árangurinn í
formi hagsældar fyrir íslenska þjóð
mun ekki láta á sér standa.
Vinnur íslenskt vísindasamfélag
langt undir getu vegna vanfjármögnunar?
Erna Magnúsdóttir
dósent við Háskóla Íslands
Eyja Margrét Brynjarsdóttir
lektor við Háskóla Íslands
Eyjólfur Ingi Ásgeirsson
dósent við Háskólann í Reykjavík
Oddur Vilhelmsson
prófessor við Háskólann á Akureyri
Sigrún Ólafsdóttir
prófessor við Háskóla Íslands
Snævar Sigurðsson
sérfræðingur við Háskóla Íslands
Þórdís Ingadóttir
dósent við Háskólann í Reykjavík
Höfundar eru í stjórn
Vísindafélags Íslands
Í stað yfirvofandi niður-
skurðar ár eftir ár ætti því
að halda áfram á þeirri
braut sem var hafin árin
2015-2016 og auka verulega
fjármagn í íslenska sam-
keppnissjóði.
Landið á að verða eitt kjör-dæmi. Sú eindregna skoðun mín að tryggja jafnan kosn-
ingarétt undirstrikar grundvallar-
mannréttindi í íslensku samfélagi,
óháð efnahag, kyni eða búsetu.
Saga misvægis atkvæða er saga
pólitískra hrossakaupa. Löngu
er mál að linni, þótt ekki séu allir
stjórnmálaf lokkar sammála þeirri
nálgun.
Lýðræði, samkennd, skilningur
Fyrir ríf lega tuttugu árum f lutti
ég mína jómfrúarræðu með öran
hjartslátt, komin átta mánuði á
leið. Ekki einungis gætti titrings
vegna þeirra forréttinda að vera
kosin af fólkinu til setu á Alþingi
heldur voru þetta spennandi tímar.
Breytingar á stjórnarskrá voru til
umræðu en þær tóku meðal annars
til kjördæmaskipunar og jafnara
atkvæðavægis. Þótt skref hafi verið
tekin í rétta átt þá var engu að síður
misvægi atkvæða við haldið. Og
út á það óréttlæti gekk mín stutta
ræða.
Misvægi atkvæða getur ekki og
má ekki vera skiptimynt á hinu
pólitíska sviði. Sama atkvæða-
vægi á að gilda á milli landsmanna
hvar sem þeir búa á landinu. Þing-
menn verði þingmenn allra lands-
manna. Slíkt eykur samkennd,
skilning, samstarf og yfirsýn og ýtir
undir að þingmenn vinni að sam-
keppnishæfara Íslandi í baráttu
alþjóðasamfélagsins um lífsgæði,
framfarir og ekki síst fólkið okkar.
Í þeirri samkeppni er lykilatriði
að Ísland sé allt undir og við þing-
menn nálgumst málin með heildina
í huga. Misvægi atkvæða og kjör-
dæmaskiptingin er úrelt. Sagan
sýnir að hún hefur frekar dregið
taum sérhagsmuna en hagsmuna
heildarinnar.
Allir einstaklingar, sama hvaða
hópi þeir tilheyra verða að hafa
jafna möguleika til að kjósa og vera
sjálfir kjörnir. „Jafnræði þegnanna
til að hafa pólitísk áhrif er meðal
grundvallaratriða lýðræðisins
og borgaralegra réttinda,“ sagði í
skýrslu sem unnin var fyrir stjórn-
laganefnd um jafnt vægi atkvæða.
Þessu er erfitt að andmæla. Mis-
munandi vægi atkvæða eftir kjör-
dæmum má líkja við það að vernd
eignarréttinda væri ólík milli kjör-
dæma. Ég leyfi mér að fullyrða að
enginn myndi sætta sig við það.
Með sömu rökum ætti enginn að
sætta sig við búsetubundna mis-
munun á atkvæði sínu.
Heildarendurskoðun og
forgangsröðun
Í þjóðaratkvæðagreiðslu um til-
lögur Stjórnlagaráðs og nú í niður-
stöðum viðhorfskönnunar Félags-
vísindastofnunar kom fram að það
er eindreginn vilji þjóðarinnar að
endurskoða það ranglæti sem felst
í misvægi atkvæða.
Við formenn stjórnmálaf lokk-
ana verðum að taka afstöðu til
þess hvort ekki sé rétt að taka
forgangsröðun stjór narsk rár-
vinnunnar til endurskoðunar en
jafnt atkvæðavægi er látið bíða til
næsta kjörtímabils. Sú biðstaða er
ankannaleg þegar með sanngirni
er rýnt í gögn sem sýna eindreginn
vilja þjóðarinnar í þessum efnum.
Hún vill jafnt atkvæðavægi, eins
og nágrannar okkar í Danmörku
og Svíþjóð njóta. Höfum í huga
að atkvæðisrétturinn sjálfur, um
einn einstakling eitt atkvæði, er
grunnurinn að lýðræðinu. Sagan
og pólitísk hrossakaup geta ekki
lengur réttlætt viðhald þessarar
misskiptingar í atkvæðavægi.
Tjáningarfrelsið, rétturinn til
réttlátrar málsmeðferðar og önnur
mannréttindi eru jöfn og algild
án tillits til þess hvar á landinu
þú átt lögheimili. Það sama á að
gilda um kosningaréttinn. Það var
afstaða taugaspenntrar konu í jóm-
frúarræðunni hennar fyrir rúmum
tveimur áratugum og það er afstaða
hennar enn í dag.
Einn einstaklingur – eitt atkvæði.
Má bjóða þér heilan kosningarétt eða hálfan?
Þorgerður
Katrín
Gunnarsdóttir
formaður
Viðreisnar
No one is too small to make a difference er heiti bókar sem inniheldur samansafn
af ræðum Gretu Thunberg sem
hefur vakið mikla athygli undan-
farið.
Titill bókarinnar inniheldur
brýn skilaboð: Ekkert okkar er
of lítið til að hafa áhrif. Áreitið
er mikið í samfélaginu í dag og á
okkur dynja upplýsingar úr öllum
áttum. Umhverfismál hvers konar,
s.s. hamfarahlýnun, eru áberandi
í allri umræðu. Um raunverulegar
ógnir er að ræða og því brýnt að
grípa í taumana eigi að takast að
sporna við þessari þróun.
Það getur hins vegar verið f lókið
fyrir börn og ungmenni að henda
reiður á öllum þessum upplýsing-
um. Hvað þýðir þetta allt og verða
af leiðingarnar raunverulega eins
slæmar og talað er um? Það er auð-
velt að fyllast kvíða og vonleysi yfir
framtíðinni við þessar aðstæður og
finnast maður lítils megnugur.
Valdef ling og nemendalýðræði
eru lykilþættir í alþjóðlega verk-
efninu Skólum á grænni grein
(Grænfánaverkefninu) sem er
fyrir nemendur á öllum skóla-
stigum.Landvernd hefur rekið
verkefnið hér á landi frá árinu
2001 og taka nú um 200 íslenskir
skólar þátt. Skólar á grænni grein
starfa eftir hugmyndafræði sjálf-
bærnimenntunar og hefur verið
lýst af Sameinuðu þjóðunum sem
einu helsta innleiðingartæki sjálf-
bærnimenntunar í heiminum í dag.
Í Skólum á grænni grein eru
nemendur því hluti af umhverfis-
nefnd skólans, sjá um að meta
stöðu umhverf ismála og setja
skólanum markmið til að bæta það
sem þeim þykir brýnast. Þeir fylgja
markmiðunum eftir með hjálp
samnemenda og star fsmanna
skólans og helst með þátttöku
nærsamfélagsins. Auk þess fá allir
nemendur skólans fræðslu um þau
þemu eða markmið sem tekin eru
fyrir hverju sinni. Nemendur eru
þannig virkjaðir til áhrifa innan
síns skóla og nærsamfélags og er
lýðræðislegum aðferðum beitt
til að sem f lestir komi að borð-
inu. Þannig er nemendum kennt
að þeir geti beitt áhrifum sínum
til að stuðla að breytingum í sínu
nærumhverfi.
Ekkert okkar er of lítið til að
hafa áhrif eru því orð sem eiga vel
við í allri umhverfisumræðu – við
getum öll haft áhrif!
Valdefling á tímum hamfarahlýnunar
Katrín
Magnúsdóttir
verkefnisstjóri
Skólar á grænni
grein / Græn-
fáninn
1 0 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R22 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð