Fréttablaðið - 10.10.2019, Page 36

Fréttablaðið - 10.10.2019, Page 36
Við erum alltaf að leita nýrra leiða til að veita sjúklingum okkar betri þjónustu,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. „Rafræna sam- skiptagáttin er hugmynd sem er orðin nokkurra ára gömul, en víða erlendis hafa verið gerðar rann- sóknir á svona þjónustu sem hafa lofað góðu. Annars staðar hefur verið farið af stað með eitthvað í þessa veru sem er frekar byggt á praktískri reynslu en rannsóknum. Það sem við erum að gera hér í fyrsta skipti er að sameina þetta tvennt og búa til þjónustu sem nýtist klínískt fyrir sjúklinga en byggir líka á rannsóknum. Að þessu samstarfi koma Lands- spítalinn, Krabbameinsfélag Íslands, Krabbameinsfélag Reykja- víkur og Embætti landlæknis,“ segir Sigríður. „Landspítalinn veitir skjólstæðingum þjónustu, þann- ig að við erum að koma með þessa nýjung inn í okkar starfsemi. Við vinnum í samstarfi við Embætti landlæknis af því að þessi rafrænu samskipti koma til með að fara fram í gegnum Heilsuveru, sem embættið hefur byggt upp á undanförnum árum. Ástæðan er að við viljum hafa öll sjúkraskrárgögn og þau verða að vera vistuð á öruggu svæði. Krabbameinsfélag Íslands styrkir verkefnið til þess að greiða laun verkefnastjóra og Landsspítalinn fjármagnar svo á móti að hluta,“ segir Sigríður. „Krabbameins- félag Reykjavíkur hefur svo styrkt tækniþróun og ráðgjöf.“ Meiri þjónustu og öryggi „Við byrjum með þrjá þjón- ustuþætti. Í fyrsta lagi býðst sjúklingum í meðferð að skrá sig inn og fá aðgang að stöðluðum matstækjum til að meta einkenni, en alls kyns aukaverkanir og ein- kenni fylgja oft meðferð,“ segir Sigríður. „Niðurstöður úr þeim varpast í sjúkraskrána og fara til heilbrigðisstarfsmanns sem er á vakt og metur hvort þurfi að bregðast við. Síðan er möguleiki á að miðla fræðsluefni til sjúklingsins, annað- hvort sjálfkrafa, tengt niðurstöð- um matsins, eða eitthvað sem væri sent sérstaklega,“ segir Sigríður. „Þriðji hlutinn er spjallkerfi, sem gerir sjúklingum kleift að skrifast á við heilbrigðisstarfsmann til að fá alls kyns ráðleggingar. Við vonumst til að gefa sjúklingum tækifæri til að leita stuðnings og hafa greiðari aðgang að heilbrigðisstarfsmanni til að fá hjálp,“ segir Sigríður. „Við vitum að það getur ýmislegt komið upp á hjá sjúklingum í krabbameins- meðferð en þeir geta þá verið sendir í tíma á göngudeild eftir þörfum í stað þess að leita til bráðamóttöku, eins og staðan er í dag. Í framtíðinni vonumst við svo til að bjóða upp á f leiri mögu- leika. Þetta er þriggja ára verkefni og við erum komin vel á veg í tækni- þróuninni,“ segir Sigríður. „Í lok verkefnisins vonumst við til að þetta geti þjónað öllum sjúkling- um sem eru í krabbameinsmeð- ferð hjá okkur. Þetta er ótrúlega spennandi og á að geta aukið verulega stuðning við sjúklinga og bætt skipulag ásamt því að veita sjúklingum aukið öryggi, því þeir vita að þeir hafa aðgang að aðstoð,“ segir Sig- ríður. „Vonandi dregur þetta líka úr líkunum á því að fólk þurfi að leita bráðrar þjónustu. Þetta ætti að auðvelda sjúkling- um lífið og við höfum séð í rann- sóknum annars staðar að þetta getur dregið úr einkennum fólks, svo því líði betur í veikindunum,“ segir Sigríður. „Þetta öryggisnet hefur jákvæð sálræn áhrif.“ Auðveldar sjúklingum lífið Landspítalinn, í samstarfi við Krabbameinsfélagið, er að þróa rafræna samskiptagátt fyrir sjúklinga í krabbameinsmeðferð sem bætir aðgengi þeirra að upplýsingum og þjónustu. Sigríður segir að nýja kerfið gefa sjúklingum meira öryggi og bæti lífsgæði þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Þetta er ótrúlega spennandi og á að geta aukið verulega stuðning við sjúklinga og bætt skipulag ásamt því að veita sjúklingum aukið öryggi. Sigríður Gunnarsdóttir Ráðgjafarþjónustan hefur aðsetur í húsi Krabbameinsfé-lagsins, Skógarhlíð 8, á fyrstu hæð í heimilislegu og notalegu rými. Þar starfa hjúkrunarfræðing- ar, félagsráðgjafar og sálfræðingur sem ráðgjafar. Lóa Björk Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur segir að það sé flestum mikið áfall að greinast með krabbamein. Bæði á það við þá sem greinast og ekki síður þá sem eru nákomnir. „Margir fara í gegnum erfiðar tilfinningar eins og ótta, reiði, örvæntingu, depurð og sektar- kennd auk þess sem óvissan um framtíðina getur tekið mikið á og er í raun oft eitt það erfiðasta sem fólk tekst á við í þessu ferli,“ segir Lóa Björk. „Það er oft þarna sem viðkom- andi og hans nánustu uppgötva að daglega rútínan er dýrmætari en við gerum okkur alltaf grein fyrir og það getur reynt verulega á að vera kippt skyndilega út úr hinu venjubundna lífi inn í heim veikindanna. Það ræðst þó oft af eðli sjúkdómsins og einstaklings- bundnum þáttum hversu mikil áhrif krabbameinið og krabba- meinsmeðferð hefur á líf fólks. Sennilega er þó óhætt að fullyrða að alltaf eru áhrifin einhver á hið daglega líf, andlegt jafnvægi og lífssýn viðkomandi. Rík þörf fyrir stuðning Rannsóknir sýna að einstaklingar sem greinast með krabbamein og aðstandendur hafa ríka þörf fyrir stuðning í veikindunum og eftir að krabbameinsmeðferð lýkur. Fyrir marga er það hins vegar erfitt og oft mikið hugrekkisskref að leita eftir þeirri aðstoð sem býðst,“ segir hún. „Í dag læknast mun fleiri af krabbameini en áður og einnig eru fleiri sem lifa með ólæknandi krabbamein í lengri tíma en áður hefur þekkst. Þetta eru gleðilegar staðreyndir sem kalla hins vegar á aukinn stuðning við þá sem takast á við einkenni og fylgikvilla til lengri tíma vegna krabbameins eða krabbameinsmeðferðar,“ segir Lóa Björk og bendir á að þjónusta Ráð- gjafarþjónustunnar sé ókeypis. Fjölbreytt þjónusta Ráðgjafarþjónustan býður upp á fjölbreytt námskeið og opna hóp- tíma eða einkatíma í djúpslökun. Viðtölin, námskeiðin og tímarnir miða að því að gefa viðkomandi verkfæri í hendurnar til að takast á við tilfinningar, hugsanir, streitu og líkamleg einkenni sem geta komið upp í veikindunum og eftir þau. Það er mikilvægt að þeir sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur leiti eftir þessum verkfærum til að vinna úr reynslu sinni og til að geta sem best hugað að sér og sinni líkamlegu og and- legu heilsu til framtíðar. Fjöldi námskeiða í boði Dæmi um námskeið sem boðið er upp á eru námskeið í núvitund, hugrænni atferlismeðferð, jóga nidra og námskeið í að skrifa og skapa. Einnig eru reglulega haldin sogæðabjúgsnámskeið, fysio flow námskeið, minnisnámskeið og þreytunámskeið. Nýlega er farið að bjóða upp á námskeið fyrir konur sem hafa lokið krabbameinsmeð- ferð vegna brjóstakrabbameins og glíma við fylgikvilla. Reglulega eru haldnir hádegis- fyrirlestrar og örráðstefnur þar sem fjallað er um ýmislegt tengt krabbameini eða sjálfseflingu. Hægt er að fá frekari upplýsingar um dagskrá og viðburði á www. krabb.is eða á fésbókarsíðu Ráð- gjafarþjónustunnar. Heimili að heiman Krabbameinsfélagið á með öðrum félagasamtökum átta íbúðir og eru þær í boði gegn vægu gjaldi fyrir fólk utan af landi sem þarf að sækja krabbameinsmeðferð til Reykja- víkur. Okkur hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins er mikið í mun að sem flestir viti af starfsem- inni sem hér fer fram en því miður ber of mikið á því að við heyrum frá fólki sem hefði þurft á þjónustunni að halda en var ekki kunnugt um hana þegar þörfin var hvað mest fyrir stuðning eða ráðgjöf,“ segir Lóa Björk. Hægt er að panta viðtal hjá ráð- gjafa í síma 800-4040 eða í gegnum netfangið radgjof@krabb.is en við- talsþjónusta er fólki að kostnaðar- lausu. Einnig er hægt að koma við án þess að gera boð á undan sér. Ókeypis stuðningur og ráðgjöf Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins býður ráðgjöf og stuðning við þá sem hafa greinst með krabbamein, aðstandendur og þá sem misst hafa ástvin úr krabbameini. Lóa Björk Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Viðtölin, nám- skeiðin og tím- arnir miða að því að gefa viðkomandi verkfæri í hendur til að takast á við tilfinningar, hugsanir, streitu og líkamleg einkenni sem geta komið upp í veikind- unum og eftir þau. 4 BLEIKA SLAUFAN 1 0 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.