Fréttablaðið - 10.10.2019, Síða 42

Fréttablaðið - 10.10.2019, Síða 42
Anna Maria Milosz, Inga Björk Færseth og Nura Rashid. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Markmiðið með stofnun þessara stuðningshópa var það að ná betur til einstaklinga sem eru ekki með íslensku sem móðurmál og hafa sjálfir greinst með krabbamein eða eru aðstandendur, segir Inga. „Öll námskeið eru alltaf miðuð við að þú talir íslensku, hvort sem það er hér hjá okkur eða í Ljós- inu, þannig að þetta er svona eini vettvangurinn þar sem fólk getur komið saman og tjáð sig annað- hvort á ensku eða pólsku.“ Margar spurningar sem fylgja greiningu Að greinast með krabbamein er mikið áfall, bæði fyrir einstakling- inn og fjölskyldu viðkomandi, og er upplifunin sérstaklega ein- manaleg meðal þeirra sem hafa ekki íslensku að móðurmáli. Á einu augnabliki gjörbreytist lífið og segir Inga að margar spurningar vakni í ferlinu. Hún vonast því til að þessi þjónusta geti reynst þeim sem hana þurfa hjálpleg. Þjónustan sem boðið er upp á er margþætt en að undanskildum stuðningsfundum geta notendur fengið aðstoð við að nálgast ýmsar hagnýtar upplýsingar sem erfitt getur verið að ráða úr. „Margar spurningar sem vakna eru bæði tengdar sjúkdómnum, fjölskyldum og réttindum, eins og hvað varðar veikindarétt og slíkt og svo tengsl við Sjúkratryggingar Íslands og Tryggingastofnun,“ segir Inga. „Á hverjum stuðningsfundi er einn enskumælandi stuðnings- fulltrúi og einn pólskumælandi auk félagsráðgjafa frá Ráðgjafar- þjónustu Krabbameinsfélagsins.“ Þær Anna Maria Miloz, sem er frá Póllandi og er bæði pólsku- og íslenskumælandi, og Nura Rashid, sem er frá Singapúr, og er ensku- og íslenskumælandi, eru báðar stuðningsfulltrúar og starfa við hlið Ingu á fundunum. Upphaflega voru hóparnir tveir og fóru fundirnir fram á ensku annars vegar og pólsku hins vegar, en nýverið var ákveðið að sameina þá í einn hóp sem hittist þriðja fimmtudag hvers mánaðar. Um er að ræða jafningjafræðslu og stuðning. „Við erum nú komnar með stuðningshóp fyrir alla ein- staklinga af erlendum uppruna, hvort sem þeir sjálfir hafa greinst eða þeir eru aðstandendur. Hagræðingin í því að hafa þessa hópa saman er sú að fólk getur þá valið hvort það kýs að tala íslensku, ensku eða pólsku,“ útskýrir Inga. „Við þrjár höfum svo tækifæri til þess að skipta okkur niður í allt að þrjár grúppur út frá samsetningu þeirra sem mæta.“ Þá nefnir Inga sérstaklega mikil- vægi þess að bjóða upp á úrræði fyrir pólskar konur sem komnar eru á efri ár og hafa þörf fyrir stuðning sem fer fram á þeirra móðurmáli. „Margir Pólverjanna sem eru eldri tala eingöngu pólsku og þykir mörgum erfitt að geta ekki tjáð sig á sínu tungumáli í veikindum.“ Viðeigandi úrræði vantar Tilurð þessa úrræðis má rekja til einstaklinga sem greinst höfðu með krabbamein og aðstandenda Mikilvægt er að ná til allra kvenna af erlendum uppruna Inga Björk Færseth, félagsráðgjafi hjá Krabbameinsfélaginu, hefur umsjón með stuðnings- hópum fyrir erlendar konur sem hafa greinst með krabbamein. Hún segir skjólstæðinga sína oft upplifa mikla einangrun í kjölfar greiningar og því skipti miklu máli að þeim sé veittur stuðningur. For English and Polish speaking The Cancer Society offers Peer Support and education about cancer. Every third Thursday in a month at 16.30-17.30 a group intended for English and Polish speaking individuals who deal with cancer or their relatives meet at the Icelandic Cancer Society in Skógarhlíð 8, Reykja- vik. The Counselling Service is open Monday to Wednesday from 9-16, on Thursdays from 9-18 and Fridays from 9-14. On weekdays support is also given by professionals by calling 800 4040 or you can email us at radgjof@krabb.is. þeirra sem leituðu til Krabba- meinsfélagsins eftir stuðningi. „Þessir stuðningshópar byrjuðu haustið 2018 og upphaflega kom beiðni til okkar frá aðstandanda krabbameinssjúklings og einstakl- ingi sem hafði sjálfur greinst með krabbamein en báðir þessir aðilar töluðu um skort á stuðningi á sínu móðurmáli. Þetta hefur farið hægt að stað en við erum með stuðningsfull- trúa sem eru reynslumiklir og starfa meðal annars í stuðnings- netinu,“ svarar Inga þegar hún er spurð hvort þjónustan hafi borið góðan árangur. Rannsóknir hafa sýnt fram á að þau sem taka þátt í stuðningshópum upplifi betri líðan og aukin lífsgæði. Þau sem nýti sér þjónustu af þessu tagi séu gjarnan vonbetri og ákveðnari í að takast á við viðfangsefnið. Inga hvetur þá sem þurfa á þjónustunni að halda að leita til samtakanna og biður jafnframt alla sem þekkja til einstaklinga í þessum sporum að vekja athygli þeirra á þjónustunni. „Við viljum hvetja fólk til þess að mæta til okkar, hvetja þá sem vita af ein- staklingum af erlendum uppruna sem hafa greinst eða eru aðstand- endur til þess að láta þá vita af okkur og þessum stuðningshópi. Ráðgjafarþjónustan er opin á mánudögum til miðvikudags frá kl. 9-16, á fimmtudögum frá 9-19 og á föstudögum frá 9-14. Ekki er nauðsynlegt að hafa samband fyrirfram. „Fólk getur mætt án þess að gera boð á undan sér. Hóparnir koma saman einu sinni í mánuði, þriðja fimmtudag kl. 16.30-18, til okkar í Skógarhlíð 8, á fyrstu hæð.“ „Fólk er alltaf velkomið til okkar í kaffisopa eða að hringja í okkur í síma 800-4040 og einnig er hægt að senda tölvupóst á radgjof@ krabb.is.“ Á hverjum stuðn- ingsfundi er einn enskumælandi stuðn- ingsfulltrúi og einn pólskumælandi auk félagsráðgjafa. 10 BLEIKA SLAUFAN 1 0 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.