Fréttablaðið - 10.10.2019, Síða 44

Fréttablaðið - 10.10.2019, Síða 44
Stuðningur og velvilji sam-starfsfólks getur haft veru-lega þýðingu fyrir þann sem greinist. Hér eru nokkur hollráð sem geta komið að gagni: n Verum tilbúin að hlusta, leitast við að skilja og sýna áhuga þó án óþarfa hnýsni. n Sýnum sveigjanleika og verum tilbúin að breyta skipulagi til að koma til móts við breyttar aðstæður vinnufélagans. n Munum að það hefur víðtæk áhrif að greinast með krabbamein og fara í krabba- meinsmeðferð. Áhrifin á hvern og einn eru þó mismunandi. Meðal algengra aukaverkana eru þreyta, úthaldsleysi, einbeitingarskortur, hár- missir, ógleði/uppköst, kvíði, reiði og sorg. n Verum með- vituð um að líðan getur verið mjög breytileg. Algengt er að fólk í krabba- meinsmeðferð eigi bæði góða daga og slæma. n Það getur verið mjög mikilvægt fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein að halda áfram að vinna eða vera í tengslum við vinnustað- inn sinn. Vinnan veitir mörgum öryggi og reglu þegar daglegt líf getur annars verið gerbreytt. Að halda tengslum við vinnufélaga getur uppfyllt félagslegar þarfir og dregið úr einangrun. n Höfum í huga að mörgum þykir erfitt að biðja um aðstoð. Spyrjum beint hvort hægt sé að aðstoða og hvernig. Ef aðstoð er afþökkuð er gott að láta við- komandi vita að boðið standi áfram. n Verum meðvituð um að þótt krabbameinsmeðferð sé lokið þá finna margir fyrir úthalds- og einbeitingarleysi löngu eftir að meðferð lýkur. n Á krabb.is má finna ítarlegri fræðslu og hollráð fyrir sam- starfsfólk og vinnuveitendur um stuðning við þá sem greinast með krabbamein. Sýnum vinnufélaga sem fær krabbamein stuðning Alls hafa verið veittir 36 styrkir. NORDICPHOTOS/GETTY Markmið Vísindasjóðs Krabbameinsfélags Íslands er að efla íslenskar rannsóknir á krabbameinum með því að styrkja rannsóknir á orsökum krabbameina, for- vörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. Vísindasjóðurinn var stofnaður af Krabbameinsfélagi Íslands, aðildarfélögum þess og stuðnings- hópum. Tveir minningarsjóðir runnu inn í sjóðinn; Minningar- sjóður Ingibjargar Guðjóns- dóttur Johnson og sjóður Kristínar Björnsdóttur. Stofnfé sjóðsins var rúmar 250 milljónir króna. Búið er að úthluta úr sjóðnum í þrígang. Veittir hafa verið 36 styrkir til 24 verkefna, alls 160 milljónir. Sjóðurinn dafnar og styrkist með árlegum fjárframlög- um frá Krabbameinsfélaginu, sem meðal annars hluti af söfnunarfé Bleiku slaufunnar stendur undir. Starfsemi Vísindasjóðsins skapar tækifæri fyrir íslenskar krabba- meinsrannsóknir, sem leggja sitt af mörkum til að fækka megi krabbameinstilfellum, fækka dauðsföllum af völdum krabba- meina og bæta lífsgæði fólks með krabbamein. Stjórn Vísindasjóðsins tekur ákvörðun um úthlutun úr sjóðnum að undangenginni faglegri umfjöllun Vísindaráðs Krabbameinsfélagsins. Þessir ein- staklingar starfa allir fyrir sjóðinn í sjálf boðavinnu og eru grund- völlur þess að tryggja faglega stöðu sjóðsins. Nánar á krabb.is/visindasjodur Styrkir til rannsókna Dagur Bleiku slaufunnar er á morgun 11. október Velkomin í okkar hóp! Innritun og nánari upplýsingar í síma 581 3730 og á jsb.is Markviss, fjölbreytileg og öflug líkamsrækt fyrir konur og stelpur sem tekur mið af þörfum ólíkra hópa og skilar auknum krafti, hreysti og vellíðan. Fáðu sjálfa tilbaka! Krefjandi og markviss líkamsþjálfun, sex vikna matarlisti, ummálsmæling, vigtun og vikulegir póstar. Njóttu þess að finna hvernig fötin passa þér betur, öll hreyfing verður léttari og skemmtilegri og þú verður líkari sjálfri þér! Kynntu þér málið á jsb.is Innritun í síma 581 3730 þig E F L IR / H N O T S K Ó G U R Ný TT-námskeið hefjast 14. október 12 BLEIKA SLAUFAN 1 0 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.