Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.05.2015, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 02.05.2015, Qupperneq 2
2. maí 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2 5° 0° 1° 3° -1° 3 6 3 2 8 VEÐUR Austan 8-15 m/s í dag , hvassast með suðurströndinni. Víða él eða slydduél, en hægari vindur vestanlands. Hiti mjög svipaður því sem hann var í gær. SJÁ SÍÐU 52 FRÉTTIR GLEÐIFRÉTTIN VITA er lífið VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is Tilboðsverð frá 69.900 kr. m.v. 2 í herbergi með hálfu fæði á Melia Benidorm. Flugsæti til Alicante 8. maí 14.950 kr. önnur leiðin og 39.900 kr. fram og til baka. ÍS LE N SK A SI A .I S V IT 7 42 93 0 4/ 15 Löng helgi á Spáni Alicante 8.–12. maí SKÓLAMÁL Móðir stúlku í Háteigs- skóla gerir alvarlegar athuga- semdir við vinnubrögð samtak- anna Blátt áfram eftir fyrirlestur þeirra um kynferðislegt ofbeldi fyrir nemendur í 8. bekk skólans. Foreldrar nemenda fengu ekki til- kynningu um fyrirlesturinn fyrr en eftir að hann var fluttur. „Með tilkynningunni kom fram að börnin ættu að svara spurning- um í tengslum við fyrirlesturinn. Ég bað um að fá að sjá listann og þau leyfi sem þau ættu að hafa til að leggja slíka lista fyrir börn- in. Ég hef ekki fengið nein svör,“ segir Berglind Gísladóttir, móðir nemanda. „Það getur vel verið að þetta séu saklausar spurningar, en for- eldrar eiga að fá að vita um svona hluti. Þessi vinnubrögð tel ég að séu ekki leyfileg og brjóti gegn per sónuvernd,“ segir Berglind. „Spurningarnar voru aldrei send- ar eftir að ég hafði samband við skólayfirvöld.“ Guðrún Helga Bjarnadóttir, starfsmaður Blátt áfram sem flutti fyrirlesturinn, segir mikilvægt að foreldrar séu ekki látnir vita áður en fyrirlestrarnir eru haldnir. „Það eru dæmi um að börn og jafnvel systkinahópar sem verða fyrir ofbeldi heima hjá sér mæti ekki þann dag sem fyrirlesturinn fer fram. Ef það er verið að brjóta á þeim vilja þeir aðilar ekki að börn- in fái fræðslu um það,“ segir Guð- rún. Hún segir að börnin fái spurn- ingalista eftir fyrirlesturinn sem þau séu ekki skyldug til að svara. Listarnir eru nafnlausir. Berglind segir að í póstinum sem foreldrar fengu hafi komið fram að bekkurinn hefði fengið fyrirlestur frá Guðrúnu Helgu um kynferð- islegt ofbeldi. „Ég bað þá um að fá upplýsingar um hver menntun hennar væri og hvers vegna hún væri talin fær til að ræða svona viðkvæmt málefni við grunnskóla- börn. Ég fékk þau svör að hún væri leikskólakennari,“ segir Berglind. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins voru spurningarnar á list- anum flestar almennt í tengslum við fyrirlesturinn. Hvað lærðir þú á fyrirlestrinum? Hvað þótti þér áhugaverðast? Kom eitthvað á óvart? Eitthvað sem þú vilt spyrja um? Eitthvað sem þú vilt fá að vita um kynferðislegt ofbeldi? Á list- anum voru einnig spurningar um hvort börnin teldu sig treysta ein- hverjum fullkomlega og ef svo væri hver það væri. Skólastjóri Háteigsskóla segir að mistök hafi átt sér stað með spurningalistanum og að málið verði skoðað frekar. Hann segir þó að samstarfið hafi gengið vel í gegnum árin. Hann vildi ekki tjá sig meira um málið að svo stöddu. - ag Spurningalisti Blátt áfram gagnrýndur Móðir nemanda í Háteigsskóla telur að spurningalisti Blátt áfram í tengslum við fyrirlestur um kynferðislegt ofbeldi brjóti gegn persónuvernd. Hún segir að for- eldrar hafi ekki fengið að vita af fyrirlestrinum fyrr en eftir að hann var fluttur. HEFUR EKKI FENGIÐ SVÖR Berglind vildi fá að sjá spurningarnar og þau leyfi sem samtökin ættu að hafa til að leggja spurningalista fyrir börnin. NORDICPHOTOS/GETTY Það getur vel verið að þetta séu saklausar spurningar, en foreldrar eiga að fá að vita um svona hluti. Berglind Gísladóttir, móðir nemanda í Háteigsskóla. MANNLÍF Íbúar höfuðborgarsvæðisins duttu í lukkupottinn á baráttu- degi verkalýðsins í gær, þann 1. maí. Sólin skein og þrátt fyrir að hit- inn mældist aðeins mest 4 stig hjá Veðurstofunni virtist sem fólk upp- lifði mun hærri hitatölur. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mun hitinn hækka á morgun og fara upp í 5 til 6 stig. - fbj Borgarbúar nutu veðurblíðunnar fyrir utan kaf ihúsin: Bongóblíða í miðbæ Reykjavíkur SETIÐ ÚTI Vegfarendur létu ekki lágt hitastig aftra sér frá að njóta sólarinnar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR LÖGREGLUMÁL Tilkynnt var um tvær líkamsárásir í mið- borginni aðfaranótt föstudags. Árásarmaður var handtekinn á veitingastað við Austurstræti en hann var í mjög annarlegu ástandi að sögn lögreglu. Maður- inn lét ófriðlega þegar hann var handtekinn og skallaði meðal annars lögreglumann. Þá var tilkynnt um aðra lík- amsárás á veitingahúsi við Laugaveg. Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur á slysadeild en lögreglan segist hafa upplýs- ingar um gerendur. - vh Handtekinn í Austurstræti: Tilkynnt um tvær líkamsárásir STJÓRNMÁL Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp um breytingu á upplýsingalögum. Þeir vilja með frumvarpinu skylda stjórnvöld, sveitarfélög og opinberar stofn- anir til að gera grein fyrir öllum innkaupum á vöru og þjónustu yfir 150 þúsund krónum. Ef frumvarpið myndi ná fram að ganga gæti almenningur haft aukið aðgengi að upplýsingum af þessum toga. Fyrirmynd frumvarpsins er frá Bretlandi og Bandaríkjunum en þar getur almenningur fylgst með opinberum útgjöldum mánað- arlega. - srs Gera grein fyrir innkaupum: Vilja auka upp- lýsingaflæði Reynir Pétur Ingvarsson göngugarpur auglýsti eftir styttu af sjálfum sér í vikunni. Styttan var gerð af honum fyrir um þrjátíu árum í tilefni af göngu hans hringinn í kringum landið en hann vissi ekki hvað hefði orðið um hana. „Ég fer í bæinn og sæki mig,“ sagði Reynir Pétur glaður í bragði þegar símtalið barst um að styttan væri fundin. Fann sjálfan sig Ragnheiður Elín Árna- dóttir ferðamálaráðherra lýsti því yfir að stjórnvöld myndu ekki taka upp samræmda gjaldtöku til uppbyggingar ferða- mannastaða. Allt stefnir í að uppbygg- ingin verði sett á fjárlög. FIMM Í FRÉTTUM: KÖRFUBOLTI OG KÆRÐ HATURSORÐRÆÐA Sigríður Hallgrímsdóttir aðstoðarmaður mennta- málaráðherra bað um viðtal hjá fréttastofu RÚV á þeim grundvelli að stofnunin heyrði undir ráðuneytið. Fréttastofa RÚV var verulega undrandi á ummælunum. Hilmar Hildarson Magnúsar- son og Samtökin 78 lögðu fram kæru á hendur tíu ein- staklingum vegna meiðandi orðræðu í garð hinsegin fólks á opinberum vettvangi. Erpur Eyvindarson rappari gaf út nýtt myndband við lag sitt Fyrirliði þar sem hann fer yfir ferilinn. Í mynd- bandinu birtast margar af helstu íþróttahetjum þjóðarinnar, eins og Margrét Lára Viðarsdóttir og Gunnar Nelson. Pavel Ermolinskij og félagar hans í körfuknatt- leiksliði KR urðu Íslands- meistarar annað árið í röð eftir 88-81 sigur á Tindastóli í fjórða leiknum í Síkinu á miðvikudagskvöld. STJÓRNMÁL „Mér þykir það undar- legt þegar Bjarni segir að það sé mikilvægt að viðhalda stöðugleika með því að gefa stóriðjunni afslátt af sköttum á sama tíma og launum er haldið lágum til að viðhalda stöð- ugleikanum,“ sagði Oddný G. Harð- ardóttir, fyrrverandi fjármálaráð- herra. Bjarni Benediktsson fjármála- ráðherra sagði á ársfundi Samáls að afnám raforkuskatts á álver væri forgangsmál fyrir ríkisstjórn- ina þar sem það félli vel að mark- miðum stjórnarinnar um að treysta efnahagslegan stöðugleika. Skatturinn var upphaflega lagð- ur á árið 2009 sem hluti af samn- ingi álfyrirtækjanna, Samtaka atvinnulífsins og stjórnvalda. Skatturinn skilaði ríkissjóði 1,6 milljörðum króna í fyrra. Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Sam- áls, segir að skatturinn hafi upp- runalega átt að vera tímabundinn en hafi verið framlengdur þrátt fyrir loforð um annað. Oddný segir að áliðnaðurinn í landinu verði að vera samfélags- lega ábyrgur. „Það er eðlilegt að stóriðjan greiði skatt af þeim auð- lindum sem hún nýtir. Við getum bara kallað þetta auðlindaskatt. Og við eigum að feta þessa slóð með allar okkar auðlindir, getum ekki gefið þær frá okkur,“ sagði Oddný. - srs Fyrrverandi ráðherra segir eðlilegt að iðnaðurinn greiði skatt af auðlindum: Ættu að halda í raforkuskattinn ÁLVER Álverin greiddu 1,6 milljarða króna í skatt í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/BIG
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.