Fréttablaðið - 02.05.2015, Qupperneq 8
2. maí 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8
LSR og LH halda fund fyrir sjóðfélaga á lífeyri 5. maí 2015
á Hilton Reykjavík Nordica Suðurlandsbraut 2, Reykjavík.
Fundurinn hefst kl. 14:00.
BALTIMORE Sex lögregluþjónar í
Baltimore verða ákærðir fyrir að
hafa komið að dauða hins 25 ára
Freddie Gray.
Gray lést af áverkum meðan
hann var í umsjá lögreglu og brut-
ust út miklar óeirðir í borginni í
kjölfar þess. Því hafði meðal ann-
ars verið haldið fram að Gray
hefði reynt að veita sér áverkana
sjálfur.
Ákær urn ar eru í nokkr um liðum
en að minnsta kosti einn mann-
anna hef ur verið ákærður fyr ir
mann dráp.
Marilyn Mosby ríkissaksóknari
sagði á blaðamannafundi í gær að
um manndráp hefði verið að ræða
og að handataka Grays hefði verið
ólögleg. Hún sagði að áverkar sem
Gray hlaut á mænu eftir handtök-
una hefðu dregið hann til dauða.
Fyrir liggur að Gray var handtek-
inn og hafður í lögreglubíl í um
fjörutíu mínútur áður en hann var
færður á lögreglustöð.
„Til fólksins í Baltimore og mót-
mælenda víða um Bandaríkin. Ég
heyrði kall ykkar „ekkert réttlæti,
enginn friður“. Það er þörf á friði
meðan ég vinn að því að ná fram
réttlæti fyrir hönd þessa unga
manns,“ sagði Moby á fundinum í
gær og vísaði þar til Grays.
Mótmælendur í Baltimore fögn-
uðu mjög yfirlýsingu Mosby. Neyð-
arástandi var lýst yfir í borginni
þegar óeirðirnar stóðu sem hæst
og þjóðvarðliðar kallaðir til.
Gray var dökkur á hörund og
sá síðasti meðal margra ungra
svartra manna sem látið hafa lífið
í átökum við lögreglu í Bandaríkj-
unum undanfarin misseri.
Lögregluþjónarnir sex voru allir
leystir frá störfum í kjölfar dauða
Grays. Ekki hefur verið greint frá
því hvort þeir séu nú í haldi lög-
reglu eður ei. viktoria@frettabladid.is
Ákært fyrir
manndráp
Sex lögregluþjónar verða ákærðir vegna dauða Freddie
Gray. Saksóknari segir að um manndráp hafi verið að
ræða og ætlar að ná fram réttlæti fyrir hönd Grays.
FÖGNUÐU ÁKAFT Mótmælendur í Baltimore fögnuðu ákaft eftir yfirlýsingu sak-
sóknarans. NORDICPHOTOS/GETTY
SAKSÓKNARINN Marilyn Mosby sagði á fundinum í gær að um manndráp hefði
verið að ræða. NORDICPHOTOS/GETTY
Það er þörf á friði
meðan ég vinn að því að
ná fram réttlæti fyrir hönd
þessa unga manns.
Marilyn Mosby,
ríkissaksóknari í Baltimore.
SAMGÖNGUR „Þetta er stór dagur
fyrir samfélagið okkar hérna, enda
erfiður vetur að baki fyrir eyja-
skeggja,“ segir Gunnlaugur Grett-
isson, rekstrarstjóri Herjólfs.
Herjólfur sigldi fyrstu ferð sum-
arsins til Landeyjahafnar í gær.
„Þetta er virkilega gleðilegt,“
segir Gunnlaugur og bætir við að
héðan í frá muni ekki siglt meira
til Þorlákshafnar.
„Við munum ekki sigla á blúss-
andi háfjöru til að byrja með, en
enn er unnið að dýpkun hafnar-
innar svo við
reiknum með að
eitthvert hnjask
verði á áætlun,“
segir Gunnlaug-
ur. Segist hann
gera ráð fyrir
að áætlunarferð-
ir verði komnar
í eðlilegt horf á
næstu dögum og
kappkostað sé að gera botninn klár-
an sem allra fyrst. Nú eru tvö skip
sem vinna að því að dýpka höfnina.
Gunnlaugur er þó vongóður
á framhaldið og sumarið í heild
sinni.
„Landeyjahöfn er frábær sam-
gönguleið fyrir okkur. Í fyrra
sigldum við aðeins einu sinni til
Þorlákshafnar og við sjáum fyrir
okkur að þetta verði svipað í ár.
Við vonumst eftir að halda því svo-
leiðis fram á haustið að minnsta
kosti, þó alltaf sé gaman að heilsa
upp á nágranna okkar í Þorláks-
höfn, þá er afar ljúft að þurfa ekki
að standa mikið í því.“ - ga
Herjólfur sigldi fyrstu ferð sumarsins til Landeyjahafnar í gær og rekstrarstjóri segir erfiðan vetur að baki fyrir Eyjamenn:
Segir hilla undir góða tíma í samgöngum til Eyja
GUNNLAUGUR
GRETTISSON
HERJÓLFUR Mikil gleði var meðal Eyjamanna í gær þegar Herjólfur sigldi sína
fyrstu ferð frá Landeyjahöfn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN