Fréttablaðið - 02.05.2015, Blaðsíða 12
2. maí 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 12
Með Ferðapakka Símans er miklu ódýrara að nota símann þegar þú ert í útlöndum.
Farðu til Bandaríkjanna eða Evrópu* og þú borgar alls staðar sama gjaldið.
Þú getur nýtt þér Ferðapakkann hvort sem þú ert í áskrift eða Frelsi.
Sendu SMS-ið „ferdapakki“ í 1900 og stökktu af stað
siminn.is
Þú greiðir sama gjald í Bandaríkjunum og Evrópu
*Ferðapakkinn gildir innan EES
Upplifðu Frelsi með
Ferðapakkanum
FERÐAÞJÓNUSTA Erfiðara er fyrir ferðaþjónustuaðila
á landsbyggðunum að fá til sín íslenskt starfsfólk yfir
sumartímann. Árstíðasveiflur í ferðaþjónustu eru
nánast horfnar á höfuðborgarsvæðinu á meðan þeirra
gætir enn úti á landi. Þessi þróun kann að valda því
að árstíðabundin störf í ferðaþjónustu verði fremur
á landsbyggðunum en heilsárstörfum fjölgi á höfuð-
borgarsvæðinu.
Soffía Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofn-
unar á Norðurlandi eystra, segir erfitt að manna stöð-
ur í ferðaþjónustu á landsbyggðunum með íslensku
vinnuafli. „Íslendingar í atvinnuleit eru fastir á
sínum stað og eru alls ekki tilbúnir til að fara og búa í
dreifbýli í stuttan tíma þar sem heilsárstörfin vantar
í ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Það er mjög erfitt
fyrir fólk í atvinnuleit að rífa sig upp og flytja annað.
Það er okkar tilfinning að ferðaþjónustuaðilar beini
því auglýsingum sínum í auknum mæli á evrópsku
vinnumiðlunina EURES og fái þá starfsfólk til sín
erlendis frá,“ segir Soffía.
Edward Huijbens, doktor í ferðamálafræðum
við Rannsóknarmiðstöð ferðamála, segir fjölda
ferðamanna yfir vetrarmánuðina geta skapað
mikil tækifæri í aukinni menntun ferðaþjóna
á Íslandi. „Nú eru allar forsendur fyrir því
að á Íslandi geti starfað á heilsársgrundvelli
menntað fólk í hótelbransanum. Allavega er
þetta hægt á höfuðborgarsvæðinu þar sem
árstíðasveifla í fjölda ferðamanna er nánast
að hverfa. Hins vegar er sveiflan enn það
mikil úti á landi að lítið er um var-
anleg störf í greininni á heilsárs-
grundvelli,“ segir Edward.
Fréttablaðið greindi frá því
þann 30. mars síðastliðinn að
fjölgun starfsmanna innan íslenskrar ferðaþjónustu
yrði ekki mætt með íslensku vinnuafli. Þá væri
fjöldi sérhæfðs starfsfólks í engu samræmi
við ferðamannastrauminn til Íslands. Erlendu
starfsfólki myndi því fjölga í sumarstörfum
sem frekar yrðu unnin á landsbyggðunum en í
höfuðborginni.
„Við munum ekki fá heilsárstörf í greininni á
landsbyggðinni nema við gerum annað
af tvennu,“ segir Edward. „Bæta
tengingar við Keflavík út á land eða
bæta við annarri gátt inn í landið
fyrir erlenda ferðamenn.“
sveinn@frettabladid.is
Erfitt að manna störf
með Íslendingum
Árstíðabundnar sveiflur í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu eru nánast að hverfa.
Fleiri heilsárstörf verða því til sem gæti þýtt fleiri störf fyrir menntað fólk í grein-
inni. Erfiðlega gengur þó að manna störf með heimamönnum á landsbyggðunum.
REYKJAVÍK Svo gæti farið að hlutfallslega fleiri útlendingar
störfuðu við ferðaþjónustu á landsbyggðinni en í höfuðborg-
inni. Mikill fjöldi ferðamanna í Reykjavík yfir vetrarmánuðina
býr til fleiri heilsárstörf á suðvesturhorni landsins en annars
staðar á landinu.
EDWARD HUIJBENS
LÖGREGLA Ekið var á ljósastaur
við gatnamót Sæbrautar og
Miklubrautar um klukkan fimm
í gærmorgun og stakk ökumað-
ur af frá vettvangi. Tvennt var
handtekið í framhaldinu, grunað
um ölvun við akstur og tekið til
skýrslutöku þegar af því bráði.
Einnig barst lögreglu tilkynn-
ing um miðbik dags, um börn við
Laugardalshöll sem sýndu alla
tilburði til að kveikja í sinu. Viss-
ara þótti að kalla slökkvilið á
vettvang. - ga
Annríki hjá lögreglu:
Ekið á ljósastaur
í gærmorgun
SAMFÉLAG Ungmennaráð SAFT
sendi í gær frá sér ályktun vegna
hinseginfræðslu í Hafnarfirði og
umræðu sem skapaðist í kjölfar-
ið. Ungmennaráðið gagnrýnir þau
hatursfullu ummæli sem borið
hefur á í umræðunni og lýsir yfir
þakklæti til Hafnarfjarðar og
annarra sem tekið hafa þátt með
málefnalegum hætti í umræðu
um málið.
Jafnframt er hvatt til enn frek-
ar til uppbyggilegrar umræðu í
samfélaginu. - ga
Álykta um hinseginfræðslu:
Mikil þörf á
umræðunni
ENGLAND Vorinu var fagnað með tónlist í Oxford í gær. Á hverju ári er
haldin sérstök vorkomuhátíð til þess að fagna því að vorið sé gengið í
garð. Á hátíðinni eru hinar ýmsu uppákomur víða um bæinn. - vh
Árlega vorkomuhátíð í Oxford þar sem hækkandi sól er fagnað:
Fögnuðu vorkomu með tónlist
MIKIÐ FJÖR Tónar sveitarinnar voru til heiðurs komu vorsins. NORDICPHOTOS/GETTY