Fréttablaðið - 02.05.2015, Page 12

Fréttablaðið - 02.05.2015, Page 12
2. maí 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 12 Með Ferðapakka Símans er miklu ódýrara að nota símann þegar þú ert í útlöndum. Farðu til Bandaríkjanna eða Evrópu* og þú borgar alls staðar sama gjaldið. Þú getur nýtt þér Ferðapakkann hvort sem þú ert í áskrift eða Frelsi. Sendu SMS-ið „ferdapakki“ í 1900 og stökktu af stað siminn.is Þú greiðir sama gjald í Bandaríkjunum og Evrópu *Ferðapakkinn gildir innan EES Upplifðu Frelsi með Ferðapakkanum FERÐAÞJÓNUSTA Erfiðara er fyrir ferðaþjónustuaðila á landsbyggðunum að fá til sín íslenskt starfsfólk yfir sumartímann. Árstíðasveiflur í ferðaþjónustu eru nánast horfnar á höfuðborgarsvæðinu á meðan þeirra gætir enn úti á landi. Þessi þróun kann að valda því að árstíðabundin störf í ferðaþjónustu verði fremur á landsbyggðunum en heilsárstörfum fjölgi á höfuð- borgarsvæðinu. Soffía Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofn- unar á Norðurlandi eystra, segir erfitt að manna stöð- ur í ferðaþjónustu á landsbyggðunum með íslensku vinnuafli. „Íslendingar í atvinnuleit eru fastir á sínum stað og eru alls ekki tilbúnir til að fara og búa í dreifbýli í stuttan tíma þar sem heilsárstörfin vantar í ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Það er mjög erfitt fyrir fólk í atvinnuleit að rífa sig upp og flytja annað. Það er okkar tilfinning að ferðaþjónustuaðilar beini því auglýsingum sínum í auknum mæli á evrópsku vinnumiðlunina EURES og fái þá starfsfólk til sín erlendis frá,“ segir Soffía. Edward Huijbens, doktor í ferðamálafræðum við Rannsóknarmiðstöð ferðamála, segir fjölda ferðamanna yfir vetrarmánuðina geta skapað mikil tækifæri í aukinni menntun ferðaþjóna á Íslandi. „Nú eru allar forsendur fyrir því að á Íslandi geti starfað á heilsársgrundvelli menntað fólk í hótelbransanum. Allavega er þetta hægt á höfuðborgarsvæðinu þar sem árstíðasveifla í fjölda ferðamanna er nánast að hverfa. Hins vegar er sveiflan enn það mikil úti á landi að lítið er um var- anleg störf í greininni á heilsárs- grundvelli,“ segir Edward. Fréttablaðið greindi frá því þann 30. mars síðastliðinn að fjölgun starfsmanna innan íslenskrar ferðaþjónustu yrði ekki mætt með íslensku vinnuafli. Þá væri fjöldi sérhæfðs starfsfólks í engu samræmi við ferðamannastrauminn til Íslands. Erlendu starfsfólki myndi því fjölga í sumarstörfum sem frekar yrðu unnin á landsbyggðunum en í höfuðborginni. „Við munum ekki fá heilsárstörf í greininni á landsbyggðinni nema við gerum annað af tvennu,“ segir Edward. „Bæta tengingar við Keflavík út á land eða bæta við annarri gátt inn í landið fyrir erlenda ferðamenn.“ sveinn@frettabladid.is Erfitt að manna störf með Íslendingum Árstíðabundnar sveiflur í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu eru nánast að hverfa. Fleiri heilsárstörf verða því til sem gæti þýtt fleiri störf fyrir menntað fólk í grein- inni. Erfiðlega gengur þó að manna störf með heimamönnum á landsbyggðunum. REYKJAVÍK Svo gæti farið að hlutfallslega fleiri útlendingar störfuðu við ferðaþjónustu á landsbyggðinni en í höfuðborg- inni. Mikill fjöldi ferðamanna í Reykjavík yfir vetrarmánuðina býr til fleiri heilsárstörf á suðvesturhorni landsins en annars staðar á landinu. EDWARD HUIJBENS LÖGREGLA Ekið var á ljósastaur við gatnamót Sæbrautar og Miklubrautar um klukkan fimm í gærmorgun og stakk ökumað- ur af frá vettvangi. Tvennt var handtekið í framhaldinu, grunað um ölvun við akstur og tekið til skýrslutöku þegar af því bráði. Einnig barst lögreglu tilkynn- ing um miðbik dags, um börn við Laugardalshöll sem sýndu alla tilburði til að kveikja í sinu. Viss- ara þótti að kalla slökkvilið á vettvang. - ga Annríki hjá lögreglu: Ekið á ljósastaur í gærmorgun SAMFÉLAG Ungmennaráð SAFT sendi í gær frá sér ályktun vegna hinseginfræðslu í Hafnarfirði og umræðu sem skapaðist í kjölfar- ið. Ungmennaráðið gagnrýnir þau hatursfullu ummæli sem borið hefur á í umræðunni og lýsir yfir þakklæti til Hafnarfjarðar og annarra sem tekið hafa þátt með málefnalegum hætti í umræðu um málið. Jafnframt er hvatt til enn frek- ar til uppbyggilegrar umræðu í samfélaginu. - ga Álykta um hinseginfræðslu: Mikil þörf á umræðunni ENGLAND Vorinu var fagnað með tónlist í Oxford í gær. Á hverju ári er haldin sérstök vorkomuhátíð til þess að fagna því að vorið sé gengið í garð. Á hátíðinni eru hinar ýmsu uppákomur víða um bæinn. - vh Árlega vorkomuhátíð í Oxford þar sem hækkandi sól er fagnað: Fögnuðu vorkomu með tónlist MIKIÐ FJÖR Tónar sveitarinnar voru til heiðurs komu vorsins. NORDICPHOTOS/GETTY
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.